Tíminn - 15.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.07.1983, Blaðsíða 9
SR. JON EINARSSON — AFMÆLISKVEÐJA Ágætur vinur minn ogsamferðamaður sr. Jón Einarsson, prófastur að Saurbæj á Hvalfjarðarströnd er fimmtugur í dag. Sr. Jón Einarsson er fæddur 15. júlí 1933 að Langholti í Bæjarsveit, Borgar- fjarðarsýslu. Foreldrar hans eru hjónin Einar Sigmundsson, þá bóndi í Lang- holti og síðar að Kletti og Gróf í Reykhóltsdal, og Jóney Sigríður Jóns- dóttir. Eru þau hjón bæði Reykdælingar að ætt og uppruna, Einar af Hurðarbaks- ætt, en Jóney af Deildartunguætt. Sr. Jón stundaði nám í Héraðsskólan- um í Reykholti og lauk þaðan landsprófi og gagnfræðaprófi vorið 1953. Stundaði ýmsa algenga vinnu næstu árin, en hugur hans stóð til framhaldsnáms. Hann sett- ist því í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1959. Hóf síðan nám í guðfræði við Háskóla íslands og lauk því árið 1966. Á há- skólaárunum stundaði sr. Jón talsvert kennslustörf. Var m.a. eitt ár kennari við Miðskólann í Stykkishólmi og í tvo vetur stundakennari við Hagaskóla í Reykjavík. Frá árinu 1966 hefur sr. Jón verið sóknarprestur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Hann var settur prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi frá 1. ágúst 1977 til 30. júní 1978 og aftur frá 1. október 1980. Skipaður prófastur frá 1. mars 1982. Sr. Jón er mikilsvirtur kennimaður, vinsæll meðal sóknarbarna sinna og er einn af forystumönnum í málefnum kirkjunnar, hann er skörulegur ræðu- maður sem eftir er tekið, hefur af- burðatök á íslenskri tungu í ræðu og riti. Öll hans embættisverk bera vott um vandvirkni og öryggi í starfi. Hallgrímskirkja að Saurbæ er honum sérstaklega kær. Hann hefur lifandi áhuga á að halda á lofti minningu og virðingu sr. Hallgríms Péturssonar. Sr. Jón átti sæti í Hallgrímsdeild Prestafé- lags íslands í 12 ár, þar af 10 ár sem formaður. Hann hefur ávallt starfað mikið að málefnum kirkjunnar og félags- málum presta. í stjórn Prestafélags ís- lands 1974-78 og sat einnig í kjaranefnd félagsins. Átti einnig sæti í ritnefnd Kirkjuritsins í fjögur ár og hafði með höndum framkvæmdastjórn fyrir ritið. Hann á nú sæti í stjórn Prófastafélags íslands. Sr. Jón var formaður Starfs- háttanefndar kirkjunnar 1974-78. Nefndin samdi og gaf út í fjölrituðu bókarformi ýtarlegar tillögur um skipan kirkjumála í landinu, nauðsynlegar laga- breytingar í þeim efnum o.fl. Sr. Jón hefur átt sæti í kirkjuþingi frá 1976 og er varamaður í kirkjuráði. Hann á sæti í fjármálanefnd kirkjunnar og Lúthersársnefnd, sem gerir tillögur um, hvernig minnast skuli 500 ára afmælis Marteins Lúthers á þessu ári. Sr. Jón er mikill og einlægur félags- hyggjumaður, það er hans lífsform. Hann hefur frá æskuárum tekið mikinn og virkan þátt í félagsmálum, lifandi áhugi og kraftur hefur einkennt þátttöku hans í félagsstörfum. Hann hefur komið víða við á þeim vettvangi. Átti sæti í stjórn Ungmennafélags Reykdæla 1954- 56. í stjórn Félags frjálslyndra stúdenta 1959-60. Form. Bræðralags, kristilegs félags stúdenta 1961-62. í stjórn Fél. guðfræðinema 1961-63, þar af form. í eitt ár. í stúdentaráði Háskóla íslands 1962-63. Sr. Jón var einn af stofnendum og hvatamönnum Félags ungra framsókn- armanna í Borgarfjarðarsýslu 1957 og form. félagsins um skeið. Sat á þeim árum á mörgum SUF þingum. Þá var hann form. Framsóknarfélags Borgar- fjarðarsýslu 1969-74. Hefur átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1974, en hafði þá um skeið verið varam- aður. Hefur sótt flesta miðstjórnarfundi frá 1970 og ávallt tekið virkan þátt í að móta stefnu og störf Framsóknarflokks- ins. Sr. Jón hefur látið að sér kveða á vettvangi sveitarstjórnarmála rn.a. í Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, sérstaklega að skólamálum. Sr. Jón hefur átt sæti í hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps frá 1974 og tók á síðasta ári við oddvitastörfum í hreppnum, sem hann gegnir nú. Mörg fleiri störf hefur hann unnið fyrir sveit sína, m.a. séð um byggingu hins nýja félagsheimilis scm form. byggingar- nefndar og rekstur bókasafns sveitarinn- ar, sem lengstaf hefur verið á hcimili hans. Sr. Jón átti um skeið sæti í skólanefnd Heiðaskóla og fræðsluráði Borgarfjarð- arsýslu. Hann var formaður fræðsluráðs Vesturlands síðasta kjörtímabil og hefur átt sæti í skólanefnd Héraðsskólans í Reykholti frá 1967. Hann hefur unnið mikið að málefnunt Sögufélags Borgar- fjarðar, sem m.a. gefur út Borgfirskar æviskrár og Æviskrár Akurnesinga. Hef- ur hann haft með höndum framkvæmda- stjórn fyrir félagið frá 1977. Persónuleg kynni okkar sr. Jóns hóf- ust á sviði stjórnmála. Á flokksþingum og miðstjórnarfundum Framsóknar- flokksins vakti sr. Jón almenna athygli fyrir kraftmiklar, opinskáar ræður, sem umbúðalaust hitta í mark. - Samskipti okkar á sviði stjórnmála og sveitastjórn- armála hafa ávallt verið traust og ánægjuleg. Lifandi áhugi hans að fylgja fram góðum málum og opinská skoðana- skipti eru sérkenni sr. Jóns Einarssonar, sem gerir eftirsóknarvert að eiga við hann samskipti og njóta vináttu hans. Eiginkona sr. Jóns er Hugrún Guð- jónsdóttir frá Akranesi. Pau eiga fjögur mannvænleg börn á aldrinum 12-17 ára. Heimili þeirra að Saurbæ er með myndarbrag, gestrisni er viðbrugðið. Þar er maður eins og heima hjá sér - hlýlegt og glaðlegt viðmót er lífsform þeirra hjóna beggja. Við hjónin óskum sr. Jóni innilega til hamingju með 50 ára afmælið og þökkum hlýja vináttu og ánægjuleg sam- skipti á liðnum árum. Sr. Jón tckur á móti gestum í Félags- hcimilinu Hlöðum eftir kl. 20 í kvöld. Alexander Stefánssun. fréttir ■ Kirkjubygging fyrír Fella- og Hólasókn er nú orðin fokheld. Rúmt ár er nú síðan fyrsta skóflu- stungan var tekin. Kirkjulegt starf hófst í Fella- og Hólahverfí árið 1973 er séra Lárus Halldórsson byrjaði að messa í Fellaskóla. Árið 1975 var Fella- og Hólahverfí gert að sérstökum söfnuði og það ár kom séra Hreinn Hjartarson til starfa fyrir söfnuðinn. Sama ár festi söfnuðurinn kaup á húseign- inni Keilufelli 1, og var þar innréttuð kapella. Mun það hafa verið í fyrsta skipti sem söfnuður í Reykjavík tekur kapellu í notkun. ■ Mikið fjölmenni var við fagnaðarhátíð og helgistund sem haldin var í hinni fokheldu kirkjubyggingu Fella- og Hólasóknar. Tímamynd: Ámi Sæberg Kirikjubygg Hólahverfis fokheld í upphaflegu skipulagi að hverfinu var gert ráð fyrir tveim kirkjum í Fella- og Hólahverfi. Safnaðarnefnd ákvað þó að skynsamlegra væri að byggja aðeins eina kirkju fyrir hverfið sem væri þá um leið stærri og gæti fullnægt öllu því starfi með góðu móti sem tvær kirkjur gerðu. Lóð fékkst á góðum stað fyrir miðju hverfinu og efnt var til samkeppni um teikningu að kirkjunni. Hlutskarpastir í þeirri keppni urðu arkitektarnir Gylfi Guð- jónsson og Ingimundur Sveinsson. Dóm- nefndin taldi að þeim hefði tekist mjög vel að tengja saman kirkjuskip, safnað- arheimili og annað húsnæði er þykir tilheyra safnaðarstarfi í dag. Þá segir að byggingin falli mjög vel að landslagi og aðliggjandi byggð. Heildarkostnaður við kirkjubygging- una er nú orðinn kr. 6.177.177. Söfnuður- inn skuldar nú vegna kirkjubyggingar- innar kr. 455.000 til verktaka en skuldir í langtímalánum nema um kr. 1.000.000. - ÞB ■ Hér em þeir Jón Hannesson formaður byggingamefndar t.v. og séra Hreinn Hjartarson sóknarprestur Fella og Hólasóknar t.h. fyrir utan hina nýju kirkjubyggingu sem nú er orðin fokheld. Tímamynd: Róbert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.