Tíminn - 15.07.1983, Síða 12

Tíminn - 15.07.1983, Síða 12
heimilistímirm umsjón B.St. og K.L. ■ Jóhann Pétur Sveinsson ætlar í dag að segja okkur frá degi í lífi sínu. Jóhann Pétur er 23 ára gamall, frá Varmalæk í Skagafírði. Hann hefur verið í hjólastól frá barnæsku vegna fötlunar, og búið í Sjálfsbjarg- arhúsinu s.l. 8 ár, og er formað- ur Húsnefndar í Hátúni 12. Jóhann Pétur stundar nám í lögfræði í Háskóla íslands. Bíllinn minn á K-númeri, - og óskoðaður! Fyrsti klukkutíminn á þcssum degi, sem flestum öðrum, er nokkuð óljós í vitund minni, Þetta stafar af því að á morgnana er ég yfirleitt mjög syfjaður og kemst sjaldnast til fullrar meðvit- undar fyrr en nokkuð er liðið á morguninn. Þó mun ég hafa verið vakinn kl. 8.30 og hjálpað í fötin og stólinn. Einnig hef ég óljósa hugmynd um að ég hafi farið niður í morgunmat og reynt að fylgjast nokkurn veginn með því sem Þorbjörn borðfélagi minn var að segja og svara honum eftir því sem við átti. Að morgunmatnum loknum var ég um það bil vaknaður og fór niður í æfingar. Þar gerði ég æfingar í trissum og á dýnu til kl. 11.00 um það bil. Þá fór ég aftur upp og fékk leyfi til að taka eina starfsstúlkuna með mér upp í bifreiðaeftirlit þar sem ég þurfti að fá bílinn minn skoðaðan. Þar sem ég á heima í Skagafirðinum og bíllinn minn er því á K-númeri varjretta ekki seinna vænna fyrir mig. Ég hafði nefnilega heyrt bæjarfógetann á Sauðárkróki auglýsa í útvarpinu fyrr í vikunni að ef ég (eða aðrir K-bílaeigendur) yrðu ekki búnir að láta skoða fyrir vikulok yrðu klippt af mér númerin hvar sem til mín næðist. Bifreiöaeft irlits- mennirnir hafa líklegast skynjað þann háska er yfir mér vofði og voru mjög Jóhann Pétur Sveinsson hefur verið í hjólastól allt sitt líf - en hann ekur bíl, stundar háskólanám og skemmtir sér eins og annað fólk á hans aldri. 4 tillögum. Þegar ég var á leiðinni inn til hans glumdi í kallkerfinu á skrif- stofuganginum sú fróma ósk frá vin- konum mínum að ég skyldi „drulla" mér upp til mín. Því miður gat ég ekki orðið við óskinni strax þar eð ég var á kafi í auglýsingabransanum. Ferð í Fossvoginn - og ís á „Skalla“ Þegar þessu var lokið og ég var kominn upp til stúlknanna var klukkan orðin langt gengin í 5. Til að bæta þeim upp hve lengi þær þurftu að bíða mín varð það að samkomulagi að ég æki Öldu inn í Fossvog, en þangað þurfti hún að fara með leðurjakka sem hún á í viðgerð. Þar sem Siggi hafði ekki verið búinn til að fara á ball ákváðum við að nota ferðina og sækj a ballklæðn- að fyrir hann í leiðinni. Að þessum útréttingum loknum ók ég stúlkunum heim til sín en þær búa upp í Breið- holti. Þegar ég kom úr þessum akstri var klukkan orðin 7 og ég búinn að missa af matnum en hann er frá hálf 6 til 7. Það kom ekki að sök þar sem ég hafði litla matarlyst eftir að hafa hám- að í mig ís með súkkulaðiídýfu niðri á Skalla, en þar höfðum við stoppað eftir ökutúrinn og fengið okkur ís. „Hópferð út á rall“ - með Atla bflstjóra Þegar heim kom gerðist ég mjög syfjaður og með tilliti til þess að framundan gæti verið erfið nótt lagði ég mig til kl. að verða hálf 9. Þegar ég vaknaði aftur hress og endurnærður fór ég niður á 3. hæð að hitta Víði. Hjá honum sníkti ég kaffisopa og sagði honum frá því að ég, Siggi og Lýður ætluðum í Þórscafé í kvöld. Honum leist allvel á þessa hugmynd, enda nokkuð tíður gestur þar, og sagði að vel gæti verið að hann og Stjáni kæmu líka. Eftir að hafa lokið við kaffið og rætt um hitt og þetta, aðallega þó hitt, „Komum 6 í hjóla- stólum í Þórscafé, ■ _*!!_» M.__X_láá W. — og dyraverðirnir fengu nóg að gera!“ liprir, þannig að um 12 leytið var ég kominn aftur niður í hús og hafði þó komið við í banka í bakaleiðinni. Hvort var þá „sérfæði“ skatan eða saltfískurinn? Að þessu sinni var sigin skata í hádegismat. Þeir sem ekki gátu hugsað sér að borða skötu gátu fengið saltfisk, og ef allt brást - fiskibollur. Við matarborðið hjá okkur eru yfirleitt fjörugar umræður. Aldrei þessu vant snerust þær ekki um stjórnmál, nema að litlum hlutu að þessu sinni, heldur „sérfæði". Þeir sem borðuðu skötu töldu þá er borðuðu saltfisk eða bollur vera á „sérfæði" þar sem miklu íleiri borðuðu hana ekki. Um þetta spunn- ust allfjörugar umræður, sem mcðal annars komu inn á kosti og galla útboðshugmynda fjármálaráðherra varðandi tilbúning matar fyrir ríkis- spítalana. í framhaldi af umræðunni um „Albert og útboðin" gerði Atli enn eina tilraun til að fá Lýð til að ganga í Heimdall, en Lýður, sem er viður- kenndur sem annar tveggja Alþýðu- flokksmanna í húsinu, hélt fast við fyrri yfirlýsingar og sagði að það þýddi ekkert að ræða þetta við sig. Sund, heiti potturinn - og smitandi snyrtiæði Eftir hádegismat fór ég í sund. Ég synti nokkrar ferðir, gerði æfingar og fór í heita pottinn. Að þessu afrekuðu fór ég upp á 5. hæð að heilsa upp á Þorbjörn. Þegar þangað kom var hann í óða önn að láta klippa á sér neglurnar og snyrta. Var þetta snyrtiæði hanssvo smitandi að ég vissi ekki fyrr en ég var farinn að gera slíkt hið sama. Á meðan að á snyrtingunni stóð kvartaði stúlku- tetur það er Þorbjörn aðstoðaði sáran yfir því að hún gæti lítið sem ekkert opnað munninn fyrir sársauka í kjálk- anum. Þar eð við Þorbjörn erum ekki sérfræðingar í kjálkaeymslum kom- umst við ekki að neinni niðurstöðu um hvort eymslin stöfuðu af ofnotkun á téðum kjálkalið eða skorti á þjálfun. Um hitt vorum við fyllilega sammála, að illt væri fyrir stúlkuna við það að una að geta ekki opnað munninn nægilega og einkum og sér í lagi með það í huga að fram undan var bæði föstudags- og laugardagskvöld. Haf- andi þetta í huga og með því að stúlkan er Skagfirðingur ók ég henni til kjálka- sérfræðings í Þingholtsstrætinu, ef vera kynni að afstýra mætti vá þeirri er yfir henni vofði. Þegar ég kom úr þessari ökuför var klukkan orðin 3 og komið kaffi. Ég fór niður á skrifstofu og sníkti mér kaffi þar. Þar sem ég er ekki starfsmaður á skrifstofunni á ég ekki að drekka kaffi þar. Þetta hefur fulltrúinn okkar alltaf reynt að benda mér á en án teljandi árangurs hingað til. Enda er nú svo komið, að hún er svo til hætt að reyna að benda mér á það og tekur frekar svari mínu en hitt. Hvað segir líka ekki máltækið: „Þolinmæðin þrautir vinnur allar.“ Samið við Atla bflstjóra fyrir kvöldið Eftir að hafa gætt mér á kaffi og með því fór ég inn á ferðaþjónustu fatlaðra en hún er með skrifstofu innst á ganginum. Þegar ég birtist rcyndi Atli, einn Ferðaþjónustubílstjórinn okkar, að laumast burtu svo lítið bæri á. Hann vissi sem var, að rétt myndi að reyna að koma sér undan ef kostur væri. En honum varð ekki kápan úr því klæð- inu, ég kom auga á hann og eftir nokkurt samningaþóf tókst mér að semja við hann um að hann myndi skutla mér, Sigga og Lýð, en það eru tveir vinir mínir í hjólastólum upp í Þórscafé, þegar hann kæmi með Hönnu af flugvellinum um kvöldið. Af þessum samningum loknum fór ég inn á skrifstofu Ferðaþjónustunnar og pantaði far í Broadway-kvöldið eftir fyrir okkur hina sömu! Nú var klukkan rétt um kl. 4 og Lýður kom niður að leysa Sigga af á skiptiborðinu. Hann sagði mér að 2 vinkonur mínar, Hlín og Alda, biðu eftir mér uppi. Ég bað Sigga að hafa ofan af fyrir þeim þar sem að ég þurfti að ræða við Theodór, forstöðumann Vinnu- og dvalarheimilisins, og full- vissa mig um að öllum undirbúningi væri lokið fyrir afmæliskaffisöluna sem vera átti daginn eftir. Sjálfsbjörg á ísafírði stofnaði ferðasjóðinn Vinnu- og dvalarheimilið varð 10 ára 7. júlí s.l. og í tilefni þess hafði verið ákveðið að halda afmælishóf 9. júlí og selja kaffi til styrktar Ferðasjóði íbúa hússins. Markmið sjóðsins, sem var stofnaður af Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á ísafirði, er að veita íbúum hússins kost á að fara í ferðalög sem þeir annars gætu ekki farið í. Við þessa athugun kom í ljós að eftir var að semja útvarpsauglýsingu og koma á framfæri við auglýsingadeild útvarps- ins. Gjaldkerinn okkar og Bogga, sem er sumarstúlka á skrifstofunum, urðu ekki yfirmáta ánægðar þegar ég birtist í dyrunum hjá þeim kl. rúmlega 4 til að biðja þær að semja auglýsingu og koma henni á framfæri. Þær eiga nefnilega að vinna til 4 og svo var föstudagur í þokkabót. Þær tóku þess- ari ósvífni þó með þolinmæði og það varð að samkomulagi að við efndum til nokkurs konar auglýsingasamkeppni og fengum jafnframt skrifstofustjór- ann okkar í lið með okkur. Samkeppn- in var fólgin í því að við skrifuðum öll hver í sínu lagi auglýsingu. Þegar því var lokið fór ég með allar tillögurnar inn til Theodórs til að láta hann bræða saman eina góða auglýsingu úr þessum við Víði, fór ég upp að hafa fataskipti fyrir ballið. „Allir komu þeir aftur, og enginn o.s.frv.“ Um 10 leytið vorum við allir tilbúnir og drifum okkur niður til að vera örugglega niðri þegar Atli bílstjóri kæmi. Fluginu frá Siglufirði hafði hins vegar greinilega seinkað, svo að það dróst nokkuð að Atli kæmi með Hönnu. Á meðan við biðum notaði ég tækifærið og hringdi í Þórð vin minn og tjáði honum hvert förinni væri heitið. Hann sagði að það gæti vel verið að hann liti inn, en hins vegar vissi ég sem var að hann venur komur sínar frekar í Óðal en Þórscafé. Á hinn bóginn vissi ég að ekkert þýddi að reyna að hringja í ísak vin minn, þar eð . ég hafði sannfrétt að hann hefði verið „neyddur" til að fara í partí og á fyllerí þetta kvöld með samstarfs- mönnum sínum. Að lokum kom þó Atli og eftir að hafa fylgt Hönnu upp með farangurinn skutlaði hann okkur upp í Þórscafé. Dyraverðirnir þar, sem eru einstaklega liprir, höfðu nóg að gera þetta kvöld því áður en yfir lauk komu 6 í hjólastólum þangað og öllum þurfti að lyfta upp tröppurnar sem eru milli anddyrisins og diskóteksins. Að öðru leyti tel ég ekki rétt að fjölyrða um framgang dansleiksins að kl. 5 um nóttina vorum við allir komnir heim heilir á húfi og ekki teljandi drukknir, ekki einu sinni Lýður! Dagur í lífi Péturs Sveinssonar laganema

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.