Tíminn - 15.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.07.1983, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ1983 5 fréttir Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki f gær: RÆTT ER UM AÐ HEFJfl JARÐ- VEGSFRAMKVÆMDIR í HflUST Fjármagni þegar safnað til 30% stofnkostnaðar ■ „Þaö var gerd grcin fyrir stödu mála, kosin stjórn, reyndar var gamla stjórnin endurkjörin, og síöan bara hefðbundin aðalfundarstörf,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson framkvæmdastjóri Steinullar- verksmiðjunnar á Sauðárkróki, er Tím- inn innti hann í gær frétta af aðalfundi Steinullarfélagsins hf. í fyrrakvöld, og aðalfundi Steinullarverksmiðjunnar sem haldinn var á Sauðárkróki í gær. Formaður stjórnar Steinullarfélagsins var endurkjörinn, en það er Árni Guð- mundsson, og aðrir aðalmenn í stjórn eru þeir Stefán Guðmundsson, alþing- ismaður, Ólafur Friðriksson, kaupfé- lagsstjóri, Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri og Stefán Guðmundsson vélvirki, og voru allir þessir menn endurkjörnir í stjórn félagsins. Stjórn félagsins á svo sæti í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. og var aðalfundur hennar haldinn í gær. Auk stjórnar Steinullarfélagsins hf. eiga sæti í stjórn verksmiðjunnar tveir fulltrúar ríkisins, þeir Jafet Ólafsson deildarstjóri skipaður af iðnaðarráð- herra og Magnús Pétursson hagsýslu- stjóri skipaður af fjármálaráðherra. Þorsteinn sagði að á aðalfundi verk- smiðjunnar í gær hefði verið ákveðið að stefna að því að Ijúka samningavið- ræðum við vélaframleiðendur, sem eru finnskir og bandarískir. Sagði hann að samningar væru það vel á veg komnir að hægt yrði að ljúka þeim í ágústmánuði. „Það hefur komið til tals,“ sagði Þorsteinn, „að vera rneð jarðvegsfram- kvæmdir, fyllingar í lóð og grunna í haust, til þess að flýta fyrir bygginga- framkvæmdum næsta vor. Hönnun á byggingum getur ekki farið í alvöru í gang, fyrr en það liggur endanlega Ijóst fyrir hvaða vélar verða teknar. Hún fer því væntanlega á skrið í september, og við áætlum að geta boðið út byggingar í febrúar til mars á næsta ári. Ef þessar áætlanir standast, þá áætlum við að verksmiðjan geti tekið til starfa vorið 1985.“ Þorsteinn var spurður um fjár- mögnun: „Við höfum nú safnað því fjármagni sem við þurftum að safna, en það eru um 60 milljónir, sem verða svona um 30% af stofnkostnaðinum. 70% verða síðan lántökur. Við reiknum með því að með vélakaupunum fylgi lán frá viðkomandi landi, sem verður svona á bilinu 70 til 80 milljónir króna. Þá er heimild í lögum um Stcinullarverk- smiðju fyrir ríkið að ábyrgjast hluta af láni, sem gæti verið í kringum 40 milljón- ir og síðan er fyrirhugað að sækja um 40 milljón króna lán úr innlendum fjárfest- ingarlánasjóðum." - AB Útburdarmálid á Akureyri: FÓGETARÉTTUR GEFUR LÖGMÖNN UM VIKUFREST Kæra komin til mannréttinda- nefndar Evrópurádsins ■ Útburðarbeiðnin í Þingvalla - strætismálinu var þingfest í gær hjá bæjarfógetaembættinu á Akureyri. Málsaðilum var gefinn frestur til 21. júlí til að skila greinargerðum en þá verður kveðinn upp úrskurður í málinu. Að sögn Sigurðar Eirtkssonar hér- aðsdómara á Akureyri lét lögmaður hjónanna í Þingvallastræti bóka mót- mæli gegn útburðarbeiðninni. For- sendur mótmælanna voru þær að samkvæmt 12. grein aðfaralaganna gæti þess háttar útburður ekki staðist, og einnig að dómurinn hefði á sínum tíma ekki verið rétt birtur. Samkvæmt þessu var veittur viku frcstur til að ganga frá frekari grcin- argerð og gerðarbeiðendum um leið gefið tækifæri til að rökstyðja útburð- arbeiðnina nánar. Hjónin í Þingvallastræti hafa sent kæru til mannréttindanefndar Evrópu vegna þessa máls en lögmað- ur þeirra í Belgíu útbjó hana. Að sögn Ólafs Rafns Jónssonar var kær- an send út á mánudag og hann reiknaði með að aðalritari Evrópu- ráðsins fengi hana í hendur í dag. Ólafur sagðist vonast til að kæran yrði tekin fyrir á fundi nefndarinnar í október í haust og þá tekin afstaða til þess hvort kæran yrði send Mann- réttindadómstólnum til úrskurðar. GHS Sýning List- málarafélags- ins á KjarvalS' stöðum fram- lengd til sunnu dagskvölds ■ Sýning Listmálarafélagsins á Kjarvalsstöðum hefur verið fram- lengd til 17. júlí vegna mikillar að- sóknar. Þessi sýning hefur staðið yfir frá 16. júní. Á þessari sýningu eru vcrk eftir 18 þjóðkunna málara, en alls eru 22 félagar í Listmálarafélaginu. GHS ■ Aðstandendur hins nýja gallerís að Skólavörðustíg 4a. Frá vinstri: Magnús Tómasson myndlistamaður, Örn Þorsteinsson myndlistamaður, Ófeigur Björnsson gullsmiður, Hjördís Gissurardóttir gullsmiður, Malín Örlygsdóttir fatahönnuður, Jónína Gúðnadóttir leirlistamaður og Ragnheiður Jónsdóttir inyndlistamaður. Tímamynd Árni Sæberg Nýtt gallerí opnar vid Skólavörðustíg ■ í dag tekur til starfa nýtt gall- erí við Skólavörðustíg 4a. Gallerí þetta hefur hlotið nafnið Grjót, og standa að því 7 manns. Þau eru Hjördís Gissurardóttir gullsmiður, Jónína Guðnadóttir leirlistamað- ur. Magnús Tómasson myndlist- a maður, Malín Örlygsdóttir fata- hönnuður, Ófeigur Björnsson gull- smiður, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistamaður og Orn Þorsteins- son myndlistamaður. Listamenn þessir munu hafa á boðstólnum muni sem þeir hafa sjállir gert og er þar um að ræða hluti eins og málverk, grafík, handprjónaðar flíkur, leirmunir skartgripir o.fl. Galleríið verður opið alla virka daga frá kl. 12-18. - ÞB Samræmdir Eurotékkar og kort gilda nú hérlendis nakvæmlega eins og innlendar ávísanir Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi hérlendis svonefndir Eurotékk- ar, sem erlendir ferðamenn geta gefið út í íslenskum krónum hérlendis, til greiðslu á viðskiptum og þjónustu. Eurotékkar gilda nákvæmlega eins og innlendar ávísanir, að vísu með eftirfarandi takmörkunum: 1. Hver Eurotékki má ekki vera hærri en 3000 - krónur, en taka má fleiri en einn tékka. 2. Framvísa verður korti við útgáfu Eurotékka á viðskipta- stað, þannig að viðtakandi tékkans geti borið saman undir- skrift, nafn, útgáfubanka og reikningsnúmer á korti og tékka. 3. Útgáfudagur Eurotékka verður að vera innan gildistíma kortsins. 4. Viðtakandi Eurotékka verður að skrifa númer kortsins á bakhlið Eurotékkans, sem síðan er framvísað í næsta viðskiptabanka eða sparisjóði eins og venjulegri ávísun. Frekari upplýsingar um viðskipti með Eurotékkum fást hjá öllum viðskiptabönkum og sparisjóðum, hjá Kaupmannasamtökunum, sími 28811, og hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa, sími 27410. EUROTÉKKI og KORT skulu vera eins og hér er sýnt NAFN BANKA veröa að vera samhljóða bæði á Eurotékka og korti NÚMER KORTSINS skal skrifa á bakhliö Eurotékkans. ISK verður alltaf að vera fyrir framan upphæðina. HÁMARKSUPPHÆÐ Isk. 3.000.- hver Eurotékki. Taka má fleiri en einn tékka. UNDIRSKRIFT Eurotékka ber að undirrita í viðurvist starfsmanns. GILDISTÍMI öll kort gilda til 31. des. þess árs, sem getið er á kortinu. Athugið að kortið sé í gildi. Samband viðskiptabanka og sparísjóða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.