Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrei&slustjóri: Sigur&ur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiías Snæland Jónsson. Ritstjórnartulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarma&ur Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, FriSrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Gu&mundur • Magnusson, Hei&ur Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel ðrn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Gu&björnssson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskritt á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Bla&aprent hf. Svavar tekinn í kennslustund ■ Það getur verið óheppilegur galli á stjórnmálamanni, að hafa ekki næga þekkingu á þeim málum, sem hann gerir að umtalsefni. Glöggt dæmi um þetta er grein eftir Svavar Gestsson í síðasta sunnudagsblaði Þjóðviljans. í tilefni af því þykir ekki úr vegi að taka Svavar í stutta kennslustund, svo að það hendi hann ekki að gera sömu villurnar aftur, a.m.k. ekki óviljandi. 1. Svavar segir, að núverandi ríkisstjórn hafi gengið lengra í því en nokkur önnur stjórn að skerða lífskjörin. Svavar ætti að vita, að mest af þeirri kjaraskerðingu, sem hér hefur orðið síðan í ágúst í fyrra, varð til fyrir stjórnarskiptin eða er afleiðing þess, sem þá gerðist. Reynslan sýnir, að það hefði lítið bætt úr þessu, þótt óbreyttu víxlhækkanakerfi hefði verið fylgt áfram. Hins vegar hefði það getað leitt til stórfellds atvinnuleysis. 2. Svavar Gestsson segir, að það sé einsdæmi að binda kaupgreiðslur í sjö mánuði. Þess eru þó fjölmörg dæmi, að kaupgreiðslur hjá ýmsum stéttarfélögum hafi verið lögfestar í lengri tíma og hefur Alþýðubandalagið oft tekið þátt í slíkri lagasetningu. 3. Svavar segir, að það sé einsdæmi að banna vísitölu- greiðslur um skeið. Alþýðubandalagið hefur þó oft staðið að því að vikið væri frá vísitölunni í kaupgreiðslum og gerðir samningar um hana þannig hafðir að engu. Víðast í frjálsum löndum hefur orðið samkomulag um það milli iaunþega og atvinnurekenda að hafna vísitölukerfinu að mestu eða öllu og hlýtur sú þróun einnig að verða hér. Enginn hefur lýst betur göllum vísitölukerfisins en Lúðvík Jósepsson og ætti Svavar að lesa það. 4. Svavar kallar það aronsku að Bandaríkin greiða hlut af byggingarkostnaði nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli. Svipuð aronska hefur viðgengizt öll þau ár, sem Alþýðubandalagið hefur setið í ríkisstjórn, því að stöðugt hefur verið unnið að því að stækka og bæta flugvöllinn, sem íslendingar nota til millilandaflugs, meira að segja án þess, að íslendingar tækju nokkurn þátt í kostnaðinum. 5. Svavar segir, að meginþungi framkvæmda, sem varnarliðið hefur í undirbúningi, verði á suðvesturhorni landsins og auki það ekki byggðajafnvægi. Vill Svavar kannski bæta úr þessu með byggingu nýrra radarstöðva vestanlands og norðan? 6. Svavar telur það óverjandi, að ekki hafi verið orðið við kröfum um að kalla Alþingi saman í sumar. Á síðastliðnu hausti bar stjórnarandstaðan fram svipaða kröfu og voru Alþýðubandalagsmenn þá ákveðnastir í að hafna henni . Meira að segja stóðu þeir að því að setja bráðabirgðalög um kjaraskerðingu rúmum mánuði áður en Alþingi kom saman, en margir Framsóknarmenn töldu að sú lagasetning gæti vel beðið þingsins. 7. Svavar segir, að Ijótt sé að vísa samstarfsmönnum á dyr. Hvað hefur hann sjálfur gert Ólafi Ragnari Gríms- syni, sem segir sterk öfl í Alþýðubandalaginu hafi ráðið því, að hann var færður niður í fallsæti? 8. Rangt er að það sé ný stefna hjá Framsóknarflokkn- um að láta af hendi opinber eða hálfopinber fyrirtæki, þegar sýnt er að rekstur þeirra hentar öðrum formum betur eftir að ríkið hefur komið þeim á legg. Frá stjórnartíð Eysteins Jónssonar og Hermanns Jónassonar má benda á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Mjólkur- samsöluna í Reykjavík sem dæmi um þetta. 9. Svavar segir, að Framsóknarflokkurinn hafi þangað til nú reynt að mynda stjórn með öðrum áður en hann gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Svavar ætti að vita, að Framsóknarflokkurinn átti engan annan raunhæf- an kost eins og flokkaskipan er nú á Alþingi. Lengri getur þessi kennslustund ekki orðið að sinni. Vonandi verður hún samt Svavari Gestssyni til nokkurs gagns. Þ.Þ. skrifaö og skrafad ■ Kirkjunnar menn hafa látið friðarmálin mikið til sín taka á undanförnum árum, einnig hér á landi. Mikið var t.d. rætt um þau mál á Prestastefnu í fyrra og gerð athyglisverð ályktun þar sem hvatt var til afvopnunar og geigvænlegu vígbúnaðar- kapphlaupi mótmælt. I nýútkomnu Kirkjuriti er athyglisverð grein um stöðu þessara mála núna. Það er Halldór Reynisson, forseta- ritari, sem hana skrifar undir fyrirsögninni: „Er búið að „salta" friðarumræðuna?“ í upphafigreinarinnarvelt- ir Halldór því fyrir sér, hvers vegna hafi dofnað yfir þeirri líflegu umræðu, sem átti sér stað hér á landi um hættuna af kjarnorkuvopnum, og seg- ir þá m.a.: „Ekki þarf að undra þótt svo fari. Öll umræða í hrað- stígum fjölmiðlaþjóðfélögum Vesturlanda gengur skjótt. fyrir sig. Fyrr en varir eru á jörðu“ í jólahefti 1981. Þá fjallaði Prestastefnan 1982 um friðarmálin og sendi m.a. frá sér ályktun þar sem for- dæmdur var geigvænlegur .vígbúnaður í heiminum og hvatt til afvopnunar. I ályktun Prestastefnunnar voru söfnuðir landsins einnig hvattir til að „leggja aukna áherslu á uppeldi til friöar", þar sem menn ræktuðu með sér sáttagjörð, en hyrfu frá ofbeldi og illdeilum. Jafn- framt var söfnuðum bent á ákvenar leiðir til að ná þessu marki; umfræðufundi um frið og afvopnun; friöarsamkom- ur og friðarguðsþjónustur. Ennfremur var hvatt til að tekinn yrði upp sérstakur friðardagur, svo að nokkuð sé nefnt. Hverjar voru undirtektirn- ar? Friðardagur var haldinn í öllum kirkjum landsins, sömuleiðis friðarjól með log- andi kertaljósum. Ennfrem- sinni í Kirkjuritinu, hvernig kirkjan eigi að fjalla um friðarmálin á næstunni, og segir þá m.a.: „Það hlýtur að vera í ljósi fagnaðarerindisins að kristnir menn tala um friðarmál. Og guðfræðingar hljóta að nálg- ast kjarnorkuvopnin út frá sjónarhorni sinna eigin fræða. Mál prestsins hlýtur að vera annað en mál hernað- arsérfræðingsins, enda þótt báðir verði að þekkja nógu mikið inn á svið hvors annars til þess að geta ræðst við af viti. Um þetta sjónarmið eru sennilega ekki allir guðfræð- ingar sammála og telja ef- laust sumir að ganga beri út frá faglegri umræðu um sjálf vopnin og styrkleikahlutföll stórveldanna. Þótt menn kunni að hafa mismunandi sjónarmið á því hvar hefja beri umræðuna, enda úr einstökum deildum skólans með reglulegu milli- bili. Kennsluþátturinn er því ávallt ferskur í hugum manna og umræða um skipulag hans og afrakstur mun tíðari en um hinn þátt verkefna okkar, þ.e. rannsóknarstarfsemina. Nú er það svo að án lifandi rannsóknarstarfsemi verður erfitt að halda uppi öflugu og frjóu kennslustarfí. Þannig að kröfur okkar til kennsl- unnar viðhalda óbeint kröfum um rannsóknir. I samkeppni um það fjár- magn sem fæst á hverjum tíma til reksturs og uppbygg- ingar svo fjölbreyttri starf- semi sem hér fer fram bíða þó tilraunir og rannsóknar- starfsemi oft lægri hlut fyrir öðrum verkefnum sem á hverjum tíma krefjast tafar- lausrar úrlausnar. Viðgangur og velgengni í rannsóknarstarfsemi er öðrum verkefnum fremur „Guðfræði sprengjunnar" það nýjar deilur, ný áhuga- mál sem þekja forsíður heimsblaðanna og fylla hugi þcirra sem méð fylgjast. Friðarmálin rak á fjörur okkar Islendinga fyrir tæpum tveimur árum og var þeirri bylgju fagnað af ýmsum en hafnað af öðrum. Aldrei hef- ur umræðan um kjarnorku- vopnin þó orðið almennings- eign hér á landi í sama mæli og gerst hefur beggja megin Atlantsála. Hérlcndis hafa það helst verið atvinnumenn í þrætubókarlist sem fjallað hafa um þessi mál: Þó hefur svo brugðið við að afmarkað- ir hópar utan hins hefð- bundna farvegis þjóðfélags- umræðunnar, hafa blandað 'sér í friðarmálin. Ymsir kirkjunnar menn eru hér í flokki, eflaust vegna áhrifa utan úr heimi, þar sem prestar og safnaðarfólk hefur haft sig mjög í frammi í umfjöllun um kjarnorku- vopnin. Einnig má ætla að áhuginn stafí af því að hér er á ferðinni mál sem er ekki dægur-pólitískt einvörð- ungu, þ.e. vandamál hver- dagsins sem réttkjörnum stjórnendum er fengið að leysa, heldur miklu frekar heimspekilegt-guðfræðilegt viðfangsefni: Máliö að lifa af - að varðveita lífíð svo ekki burtsofnist hver skepana á jörðunni. Friðarmálin og íslenska þjóðkirkjan Óhætt er að segja að sú stofnun íslensk sem hvað mest hefur haft að segja í friðarumræöunni sé íslenska þjóðkirkjan. Prestar og leik- menn innan vébanda hennar hafa yfírleitt fjallað um málið af yfirvegun, ólíkt því sem hent hefur ýmsa flokkspólit- íska hópa. Sem dæmi má nefna að hér í kirkjuritinu var fjallað um efnið „Friður ur æskulýðsdagur þar sem uppeldi til friðar var aðalum- ræðuefnið, svo að nokkuð sé nefnt. Vantar örfá megatonn Sennilega verður árangur íslensku kirkjunnar í friðar- umræðunni að teljast þokka- legur a.m.k. á íslenskan mælikvarða. Samt getur maður ekki varist þeirri hugs- un að krafturinn hefði mátt vera nokkrum megatonnum meiri, svo að notuð sé al- þekkt mælieining. Um- fjöllunin um friðarmálin hef- ur vægast sagt verið bragð- laus upp á síðkastið og ekki mikil brögð að faglcgri um- ræðu meðal guðfræðinga. Sumir hafa nefnt að ástæð- an fyrir hinu almenna áhuga- leysi hér á íslandi sé sú að málið brenni ekki eins á, okkur og ýmsum þjóðum í Evrópu og Ameríku. Þeir menn sem sjá matjurtagarða sína og blómabeð upp stung- in til að planta þar niður helsprengjum, hljóti að spyrna fastar við fótum en við hér norður í hafi, scm aldrei höfum komið nálægt stríðstólum af neinu tagi. Kannski er þetta skýring á áhugaleysinu en cngin afsök- un því sprengjurnar eru til staðar þótt úr sjónmáli séu. Þá afsakar það ekki guð- fræðinga og aðra sem telja málið sér viðkomandi, þótt almenningur sé áhugalítill hér á landi. Frammi fyrir legíónum af sprengjum eru allir á sama báti, sjómenn í Grímsey og smiðir í Ruhr. Ef einn ferst þá farast allir. Sprengjan hefur sameinað alla menn á sinn öfugsnúna hátt.“ Guðfræði sprengjunnar Halldór Reynisson veltir því síðan fyrir sér í grein geta þó sennilega flestir verið sammála um að fagleg um- ræða um friðarmálin er ákaf- lega skammt á veg komin hér á landi. Sömuleiðis geta fáir mótmælt því að fræðsluefni fyrir hinn almenna safnað- armeðlim er mjög af skornum skammti. Undan- tekning er efni það sem æsku- lýðsstarf þjóðkirkjunnar lét útbúa fyrir síðasta æskulýðs- dag kirkjunnar. Það er því mikil þörf að meiri gaumur væri gefin því sem nefna mætti „guðfræði sprengjunn- ar“. Og í lok greinarinnar segir Halldór: „Hér er um grundvallar- spurningu að ræða: Hvort öllu lífi á jörðunni verði eytt eða ekki. Slík spurning getur ekki verið svo ómerkileg að leikir sem lærðir innan kirkj- unnar leiði hana hjá sér. Það er einnig svo að fjöldi manna treystir kirkjunnar mönnum hvað best að glíma við þessa spurningu. Von- andi eru þeir traustsins verðir..“ Efling rannsóknar- starfs á Hvann- eyri Jón Helgason, landbúnað- arráðherra, tók fyrr í sumar fyrstu skóflustungu að rann- sóknahúsi á Hvanneyri. Magnús B. Jónsson, skóla- stjóri, vék sérstaklega að rannsóknastarfseminni á Hvanneyri í skólaslitaræðu sinni fyrr í sumar, og sagði þá m.a.: „Starfsemi Bændaskólans á Hvanneyri er í meginatrið- um bundin vcrkcfnum sem tengjast kennslu og rann- sóknum. Arangur kennslu- starfsins er gjarnan metin við prófborð og útskriftir nem- háður hugmyndaauðgi starfsmanna og skilningi at- vinnuvegarins sem unnið er fyrir. Sú rannsóknarstarfsemi sem fram fer við stofnunina er þannig að langmestu leyti því að þakka hversu starfs- menn skólans hafa notfært sér lítil efni til hins ýtrasta og þannig skipað skólanum á bekk með rannsóknar- og tilraunastofnunum ílandbún- aði. Því minni ég á þetta nú að stofnun Búvísindadeiidar varð á sínum tíma til þess að stórefla leiðbeiningastarfsemi í landinu og eitt megin- markmið með starfrækslu hennar var og hefur ávallt verið að auðga innlenda leið- beininga- og rannsóknar- starfsemi. Starfsaðstaða til rann- sókna hefur á undanförnum árum verið að smábatna. Gífurlega mikilvægum áfanga var náð þegar bóka- safni skólans var búinn nýr staður í skólastjórahúsi. Kom þá í Ijós að skólinn átti hið myndarlegasta bókasafn. Auk fræði og tímarita um búvísindi er að finna í því bækur um margvíslegan fróð- leik og menningarmál. Safnið má því nota til vísindaiðkana á fleiri sviðum en þeim sem snúa að nútíma búskap. Nú hillir undir nýjan áfanga til eflingar rannsókna skólans, því að verið ér að hleypa af stað byggingu rannsóknahúss fyrir starfsemi efnarann- sóknastofu, líffræöi- og efna- fræðikennslu. Með tilkomu Framhaldsdeildarinnar árið 1947 var komið á fót efna- rannsóknastofu vegna kennslu í verklegri efnafræði. Arið 1956 var fyrst farið að efnagreina tilraunasýni og ráðinn sérstakur starfsmaður til þeirra verka. Umfang þessara verkefna hefur síðan verið að vaxa og er nú þríþætt; kennsla í ýmsum grunngreinum, efnagreining- ar á tilraunasýnum og þjón- ustuefnagreiningar fyrir bændur. Allar aðstæður eru ófull- komnar og hættulcgar og því er ákaflega ánægjulegt að sjá nú verða byltingu fremur en breytingu á þessum efnum á næstu árum. Framkvæmdir við fyrsta hluta 640 m2 húss fyrir þessa starfsemi eru að hcfjast og er áætlað að það verði fokhelt fyrir 1. júní 1984.“ ■ Frá athöfninni á Hvanneyri þegar Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, tók fyrstu skóflu- stungu að rannsóknarhúsi á Hvanneyrí. (Ljósmynd: M.E.) -ESJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.