Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 H HEDD Shemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91 )7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA. ARMULA3 SIMI 81411 T» abriel HÖGGDEYFAR VQJvarahlutir .iSKf1 99 CítmtTO Ritstjorn86300-Augfysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Meiningamunur” um mannaráðningar hjá Hagkaup í Njarðvfk: MIÐVInUDAuUn 27. JULI 1983 FJOISKYLDU FRAMKVÆMDA- SDÓRANS VAR SAGT UPP ff Vidkvæmt mál” segir talsmaður Hagkaups ■ „Hér er um viðkvæmt mál að ræða og ég vil helst ekki segja annað um þessi skrif í Víkurfrétt- um en það að meiningarmunur var milli okkar og fulltrúa okkar í Njarðvíkum um vinnubrögð,“ sagði Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra Hagkaups h.f., í samtali við Tímann. Undir Gísla var borin klausa í blaðinu Víkurfréttir, sem gefið er út í Keflvík, en þar segir 21. júlí s.l. undir fyrirsögninni „Ekk- ert má nú“: „Pegar starfsfólk var ráðið í Hagkaup á Fitjum, var ráðið í um 40 stöður. Margar þessar stöður voru ábyrgðar- stöður og því af eðlilegum ástæð- um var ráðið í þær fólk sem verslunarstjórinn treysti í hví- vetna. Meðal þess voru nokkrir úr skylduliði hans. Eitthvað virðist þetta hafa far- ið í suma, því ekki hafði fyrirtæk- ið starfað í marga daga þegar kvörtun kom yfir þessu, með þeim afleiðingum að hluta þessa fólks var umsvifalaust sagt upp störfum. Margir hverjir telja, að það hafi verið rétt, því ekki megi gera svona stórmarkaði að fjöl- skyldufyrirtækjum, en er það rétt? Er ekki eðlilegt að ráða fólk sem maður treystir frekar en einhvern og einhvern, sem maður lendir síðan í vandræðum með? Mér er spurn.“ Undir þetta skrifar „Suðurnesjamað- ur.“ Gísli Blöndal var spurður hvort orðrómur um að Pálmi Jónsson forstjóri og aðaleigandi Hagkaups hefði sjálfur gripið inn í mál þetta væri á rökum reistur. Kvað hann ekki rétt að nefna Pálma sérstaklega í þessu sambandi og hefði hann ekki haft önnur afskipti af málinu en þau sem eðlileg væru fyrir mann í hans stöðu innan fyrirtækisins. - GM. HUÓMTÆKJ- UM STOLIÐ ÚR BÍLUM ■ Nokkur brögö hafa orðið að því undanfarið að brotist hafi verið inn í bíla og stolið þaðan hljóm- flutningstækjum og öðrum verðmætum munum. Á sunnudag var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um innbrot í bíl við Orrahóla í Reykjavík og þaðan var stolið segulbandstæki og hátölurum. Einnig var brotist inn í bíl við Hvassa- leyti í fyrrinótt og stolið þaðan 40 rása talstöð. Ekki hefur enn tekist að upplýsa þessa þjófnaði. - GSH. HEIMILT AÐ LEGGJA HALD A BLÖD AN DÓMSURSKURDAR ■ Hæstiréttur hefur staðfest þann úrskurð undirréttar að hald það sem var lagt á 2. tölublaö Spegilsins og 1. tbl. Samvisku þjöðarinnar, hafi verið löglegt. Hæstiréttur kvað þennan úr- skurð upp í gærmorgun, en lög- ■naður Spegilsins hafði kært úr- skmö undirréttar til Hæstarétt- ar. Hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thor- oddscn dæmdu málið og segir í dómnum að lögreglan hafi lagt hald á blöð þau sem um ræðir eftir ósk ríkissaksóknara, sem síðan hafi höfðað opinbert mál gegn varnaraðila, m.a. til upp- töku á blöðunum. Samkvæmt lögum skal leggja hald á muni sem ætla má að verði gerðir upptækir og er eigi gert ráð fyrir að til þess þurfi úrskurð dómara. Þarna er ekki gerð nein undan- tekning um prentað mál. Þannig var ákæruvaldinu heimilt að leggja hald á blöðin án undan- gengins dómsúrskurðar en varn- araðili átti þess síðan kost að bera ákvörðunina undir saka- dóm og kæra úrskurð hans til Hæstaréttar. Þar sem mál til upptöku blað- anna hefur verið höfðað, og þar leyst úr því hvort sú krafa verður tekin til greina eru því ekki efni til þess að hnekkja ákvörðun ákæruvaldsins um hald á blöðun- um. Einn dómarinn, Magnús Þ. Torfason, skilaði sératkvæði. Þar segir að samkvæmt 72. grein stjórnarskrár á hver maður rétt á að láta hugsanir sínar á prent, en þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Hin síðast- greindu orð ber að skýra svo rúmt að lögregluyfirvöld skuli leita úrskurðar dómara áður en þau leggja hald á útgefið rit, ef efni þess er talið slíkt, að það> beri að gera upptækt með dómi. Þessa hafi ekki verið gætt er hald var lagt á Spegilinn. Hins vegar verður ekki talið loku fyrir það skotið að ákæra saksóknara og krafa um að ritið verði gert upptækt, vcrði tekin til greina, þegar efni blaðanna er virt. Því er ekki talin ástæða til að fella niður hald það sem lagt var á ritin, og það því fremur að ekki verður séð að varnaraðili hafi hreyft neinum athugasemdum þegar lögregla lagði hald á þau eintök blaðsins sem hann hafði í sínum fórum. Með þessum fors- endum er dómarinn samþykkur atkvæði meiri hluta dómenda. - GSH. Motorsvifdrekinn, sem notaður verður í ferðalaginu niður Jökulsá á Fjöllum. OFURHUGAR SÝNA f NAUTHÓLSVÍKINNI ■ Enginn hefur, svo vitað sé að minnsta kosti, farið á báti eftir Jökulsá á Fjöllum, frá upptökun- um í Dyngjujökli til ósanna í Öxarfirði, niður Dettifoss meðal annars. Hér á landi eru nú staddir níu franskir og breskir ofurhugar, sem hyggjast, ásamt tveimur íslendingum, takast slíka ferð á hendur. Ofurhugarnir eru nú staddir í Reykjavík og ef veður leyfir munu þeir halda sýningu á út- búnaði sínum í Nauthólsvík klukkan 18:00 í dag. Gefst fólki kostur á að sjá þá fljúga svif- dreka, sem knúinn er litlum mótor, og hægt er að koma undir skíðum, flothylkjum og hjóla búnaði þannig að mögulegt er a< lenda við allar mögulegar að stæður, jafnt á sjó og landi einnig munu þeir sýna róður ; kanóum og sitthvað fleira. - Sjó. dropar Ung fólk og öfugt ■ Þessi er tekinn úr Degi á Akureyri: „Fyrir ekki löngu síðan gaf Samband ungra fram- sóknarmanna út lítinn pésa þar sem auglýst er rækilega ferð verðandi stórpólitíkusa ís- lenskra með Ms. EDDU. í pésanum er að sjálfsögðu að finna allar upplýsingar um fyrirhugaða ferð. Og þar sem þessi pési heitir Fréttabréf SUF, er dálítill áróður fyrir flokknum látinn fylgja með svona í lokin: „Með öðrum orðum, þá erum við sannfærð um að Framsóknarflokkurinn eigi erindi við ungt fólk - og öfugt“.“ Um Dropaglös ■ Það er greinilegt að Dropa- teljurum verður misdægurt eins og öðrum, og kannski um of trúgjarnir á stundum, eins og meðfylgjandi athugasemd ber með sér, en hún er frá Elíasi V. Einarssyni. Ekki er venja að birta athugasemdir í þessum dálkum, en þar sem hún er rituð í Dropa-„stíl“ verður í þetta sinn gerð undan- tekning frá þeirri reglu: „Litlir pottar hafa stór eyru og stór eyru nema vitleysu um óravíddir, vilji þau heyra hana. I dropadálki í dag, 26. júlí, hafði dálkaritari heyrt að skjögurfættur embættismaður hefði misstigið sig varðandi cndurnýjun á glasaeign ráð- stefnusala ríkisins að Borgar- túni 6. Sagði í dálknum að ríkið hefði flutt inn tæplega 400 glös af besta tagi, en embættismað- ur nokkur gleymt að leysa þau úr tolli, glösin lent á uppboði '■£SM££&?“ ■■ - . . •5»' og ríkissjóður mátt leysa þau til sín frá kaupmanni í Hafnar- flrði gegn okurprís. Dropar þessir falla úr „lausu“ lofti. í fyrsta lagi eru öll glerglös Borgartúns 6, keypt í versíunum í Reykjavík einnota plastglös, nýtt í ríkum mæli - reyndar með nokkrum ónotadropum á þá gesti er um þau halda fast. Dýru glösin 400 hafa ekki sést hér og því aldrei komið dropi í þau.“ og teljast undantekningarlaust til ódýrra Hamborgarglasa. í öðru lagi hefur fjármálaráöu- neytið skipað svo fyrir að öllum launaútgjöldum skuli stillt í hóf svo og kostnaði við endur- nýjun búnaðar. Því eru ódýr, Krummi ...sér að margir hafa orðið kóngar á einni nóttu...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.