Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.07.1983, Blaðsíða 17
MIÐVIKCJDAGUR 27. JÚLÍ1983 21 umsjðn: B.St. og K.L. andlát Jon Sveinn Gíslason, Tunguheiði 8, Kópavogi, lést í Landspítalanum 24. júlí. Guðjón Gíslason, Fálkagötu 12, lést i Landspítalanum 24. þ.m. Einar Angantýsson lést að Hrafnistu 23. júlí. Sæmundur Elías Ólafsson, Sjafnargölu 2, lést í Borgarspítalanum 24. júlí. Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri, varð bráðkvaddur 23. júlí. Olga Jónsdóttir, Hjarðarhaga 40, andaðist í Landspítalanum 23. júlí. Bjarni Sigvaldason frá Gautsdal, andað- ist í sjúkradeild Hrafnistu 21. þ.m. Magnús Bryngeir Guðjónsson, Grænu- mörk 1, Selfossi, lést 15. júlí 1983. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Valtýr Jónsson, Hamrabergi 38, andað- ist 24. júlí. Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir, kennari, lést 22. þ.m. UMFERÐARMENNING ^ Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. IUMFERÐAR Práð VIÐ EIGUM SAMLEIÐ sundstaðir Reykjavík: Sundhöllin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl. 21-22. Gufuböð I Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug I sima 15004, í Laugardalslaug í sima 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaga kl. 10-12.30. Sauna, kvennatimar á þriðiud. og fimmtud. kl.i 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og' laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar I baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 I apríl og október verða kvöldferðir á sunnudögum. — I maí, júni og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. ‘ Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgrejðsla Akranesi sími 2275 Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykjavfk, sími 16050. Sím- svari i Rvík, sími 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 f lokksstarf Þann 24. ágúst verður farið í einnar viku ferð til Englands á vegum SUF. Farið verður með MS EDDU og haldið frá Reykjavík að kvöldi 24. ágúst. Komiö til Newcastle kl. 10 á laugardagsmorgun. Farþegar munu dvelja tvær nætur á Imperial Hotel í Newcastle. Laugardagurinn er frjáls, en fólki er bent á að gott er að versla í Newcastle, þar er m.a. ein stærsta verslunarmiðstöðin í allri Evrópu. Á sunnudaginn verður farið í skoðunarferð um nágrenni Newcastle. Rútur koma og ná í farþegana að morgni mánudagsins og farið verður um borð í EDDU. Samkvæmislífið er fjölskrúöugt um borð og svo mikið er víst að engum ætti að leiðast. Vel er hugsað um börn um borð í skipinu. Til Reykjavlkur er komið miðvikudagskvöldið 31. ágúst. Fararstjóri er Guðmundur Bjarnason alþingismaður og ritari Framsóknarflokksins. I Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu SUF og hjá Farskipi í síma 91 -25166. Góðir greiðsluskilmálar. P.s. þetta er tilvalinn sumarauki fyrir framsóknarfólk á öllum aldri. Óflokksbundnu fólki, sem hefur áhuga á að skemmta sér með framsóknarmönnum, er að sjálfsögðu heimilt að koma með. ID (f) xO 0) E v> ■O _ro O) LLi tímarit fl.V ií, n-J Lrf.*. ~nmm C=*=KIUUR KarlMarxog Friðrik Engels Þýska hugmyndafræðin Húsbyggjandinn ’83 ■ Á tímum, þegar flestir hlutir kosta offjár, berst þúsundum húsbyggjenda um land allt, ókeypis handbók eða tímarit, HÚSBYGGJ- ANDINN ’83, sem er árlegt rit um húsbygg- ingaiðnaðinn. Trúlega verður ritið hið eina, sem húsbyggjendur fá ókeypis. Hér er um að ræða 200 síðna rit, mikla útgáfu að vöxtum, með alls um 40 greinum, stuttum og löngum, um ýmis málefni húsbyggjenda, ekki hvað síst miðast þær greinar við þá tísku að byggja rismikil íbúðarhús, úr timbri eða stein- steypu. Meðal greinarhöfunda í blaðinu eru þeir Davíð Oddsson borgarstjóri, Haraldur Ás- geirsson framkv.stj. Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, Othar Örn Petersen frkv.stj. Verktakasambands íslands, Tómas Kaaber rafiðnfræðingur, verkfræðingarnir Björn Marteinsson, Jón Sigurjónsson og Halldór Hannesson, Jóhannes Kristinsson byggingameistari og fleiri. I blaðinu er handhægur listi eða símaskrá fyrir húsbyggjendur, en hann ætti að auð- velda húsbyggjandanum vinnu við að afla upplýsinga og tilboða, þegar leitað er að tilteknu byggingarefni. Þá eru í blaðinu fjöl- margar húsateikningar frá Teiknistofunni Kvarða. Blaðið er sett og umbrotið hjá Leturvali, filmuvinnsla og prentun fór fram hjá Prent- stofu Guðmundar Benediktssonar og ritið var bundið hjá Arnarfelli h.f.. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jón Birgir Pétursson. HÚSBYGGJANDINN '83 fæst afhentur hjá Blaða- og fréttaþjónustunni í Bolholti 6. HJÚKRUN ■flMAííir nt .-r.!,i„nr A'.; l,. „r- , , r> - » Hjúkrun 2. tbl. 1983, er komið út. Hjúkrun er tímarit Hjúkrunarfélgs Islands og á forsíðu blaðsins er mynd, sem hlýtur eftirfarandi texta í blaðinu: Sjúklingur grípur plássið sem losnar, fer á „færiband" sem skilar honum eftir efnum og ástæðum, betri eða verri út aftur. Allir hafa auðvitað gert „sitt besta“ kerfið býður ekki upp á frekara dekur. 1 blaðinu fjallar Nanna Jónasdóttir hjúkr- unarfræðingur um rétt sjúklinga - mannrétt- indi, Margrét Halldórsdóttir hjúkrunarfræð- ingur ritar greinina Breitt áreiti vegna sjúk- dóma og sjúkrahúsvistar, Sigríður Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur greinir frá kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga. Þá eru ýms- ar fréttir og tilkynningar, sem stéttina varðar, í blaðinu og ársskýrsla Hjúkrunarfélgs ís- lands 1982. Lög Hjúkrunarfélags Islands fylgja blaðinu sérprentuð, svo og ársreikning- ur félágsins 1982. Mál og menning: Þýska hugmyndafræðin eftir Karl Marx og Engels og Kirkja og kjarnorkuvígbúnaður ■ Hjá Máli og menningu er komin út ný pappírskilja í tilefni af hundruðustu ártíð Karls Marx, ÞÝSKA HUGMYNDAFRÆÐ- IN eftir Karl Marx og Friðrik Engels. Á bókarkápu segir m.a.: „Marx og Engels rituðu þýsku hugmyndafræðina á árunum 1845-1846. Þá var Marx landflótta frá Þýskal- andi. Verkið, var ekki gefið út fyrr en 1932. Gestur Guðmundsson hefurþýtt verkið og í eftirmála gerir hann grein fyrir helstu túlkunum á kenningum Marx með hliðsjón af Þýsku hugmyndafræðinni. Bókin er 128 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf. Kápumynd er eftir Þröst Magnús- son. Hjá Máli qg menningu er komin út ný pappírskilja sem á sér sérkennilegt upphaf, því hún er afrakstur umræðna sem lengi hafa staðið meðal kristinna safnaða í Hollandi: KIRKJA OG KJARNORKUVÍGBÚNAÐ- UR. Séra Gunnar Kristjánsson og Halldór Guðmundsson þýddu KIRKJU OG KJARN- ORKUVÍGBÚNAÐ. Bókin er 173 bls. að stærö, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf. Kápumynd er eftir Þröst Magnússon. Sláttutætari Til sölu er lítið notaður sláttutætari með sýrudreif- ara. Upplýsingar í síma 93-3990. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir - Breytingar - Viöhald JBWSE& JW samvirki f Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! IUMFERÐAR RÁÐ HRINGIÐ U£\ BLAÐIÐ KEMUR UM HÆL^ SÍMI 86300 IWÍIiM Skinfaxi 3. tbl. 74. árg., er kominn út. Meðal efnis má nefna fréttir af þingum hinna ýmsu héraðs- sambanda og rætt er við ýmsa þingfulltrúa, framkvæmdastjórar héraðssambanda eru kynntir, greint er frá nýjum formönnum, farið er í heimsókn í fþróttakennaraskólann á Laugarvatni, sagt er frá Framkvæmda- stjóranámskeiði UMFÍ og viðtal er við frjáls- íþróttaþjálfara HSÞ, Kristjönu Hrafnkels- dóttur. Stytta af Einari Pjeturssyni afhent Þjóðminjasafni ■ Sunnudaginn 12. júní 1983, voru 70 ár liðin frá fánatökunni á Reykjvíkurhöfn árið 1913, þegar sjóliðsforingjar af eftirlitsskipinu Islands Falk, handtóku Einar Pjetursson, þar sem hann var á báti sínum á skemmtiróðri, blíðviðrismorgunn, eins og hans var vani þegar vel viðraði, tóku þeir fána hans „Hvítbláinn” eins og hann var kallaður. Sendu þeir Einar síðan fánalausan í land eins og kunnugt er. Atburður þessi kom miklu róti á lands- menn sem eins og Einar héldu að notkun „Hvítbláans" væri leyfileg innan íslenskrar landhelgi. Einar Pjetursson fæddist 17. júlí 1892 að Garðaholti, Grímsstaðaholti í Reykjavík. Hann var yngstur 3 sona hjónanna Pjeturs Þórarins Hanssonar sjómanns og næturvarð- ar og konu hans Vilborgar Jónsdóttur Einars- sonar í Skildinganesi. Einar andaðist á heimili sínu, Smáragötu 1, Reykjavík, þann 7. mars 1961. Stytta af Einari Pjeturssyni, var afhent Þjóðminjasafni íslands, föstudaginn 10. þ.m. kl. 16:00. Er hún gefin safninu af konu Einars, Unni Pjetursdóttur og 3 börnum þeirra, þeim: Pjetri, Guðrúnu og Unni. Styttan sem er höfuð ur eir, er gefin safninu til minningar um Einar og hinn sögulega dag 12. júní 1913. Styttuna gerði listamaðurinn Gestur Þor- grímsson. r Góðar fréttir fyrir gamla og nýja áskrifendur Tímans: ASKRIí i ENDAGE1 Síminn er 8 63 01 [RAUN!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.