Tíminn - 03.11.1983, Page 5

Tíminn - 03.11.1983, Page 5
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1983 fréttir Skuldum Þormóðs ramma við ríkissjód breytt í hlutafé? „MÐ MA SEGJA A0 PENNA- STRIKSADFERDIN SÉ HAFIN — segir Albert Guðmundsson, f jármálarádherra ■ „Það má segja það, að pennastriks- aðferðin sé hafin, ef það verður sam- þykkt í ríkisstjóminni að breyta skuldum Þormóðs ramma við ríkissjóð í hlutafé," sagði Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra í samtali við Tímann. Fjármálaráðherra sagði jafnframt: „Skuldum hefur áður verið breytt í hlutafé, en geta þeir sem eru hluthafar með ríkinu lagt fram hlutfallslega saman á móti? Við erum ekkert að gefa öðrum hluthöfum, þannig að hlutafjáreign hlýtur að raskast verulega og getur náttúrlega endað með því að ríkið standi uppi sem eini eigandinn, ef hlutafjár- aukning á sér stað og aðrir hluthafar leggja ekki fram hlutfallslega miðað við sína eign.“ Albert benti á að mikill hluti þeirra skulda sem fyrirtækið skuldaði nú, væru lán sem útveguð hefðu verið fyrirtækinu með ríkisábyrgð áður en hann varð fjármálaráðherra, sem hlyti að hafa verið gert með aðstoð fyrirrennara hans í fjármálaráðuneytinu, því engin lán með ríkisábyrgð væru veitt án vitundar og heimildar ráðherra. Albert var spurður hvort ríkið gæti ekki átti von á heilli runu fyrirtækja, sem myndu fara fram á fyrirgreiðslu eitthvað í þessari mynd og sagði hann þá: „Nei, nei, nei" Ríkið rekur ekki nema þetta fyrirtæki í þessari grein. Ríkið er þarna einungis að gegna sínum eigenda- skyldum. Það eru allt aðrar skyldur, en ríkið hefur við önnur fyrirtæki. Hluthaf- arnir verða að taka sínar ákvarðanir, og því miður erum við svona stórir hluthaf- ar þarna.” - AB Breiðafjörður: haldið áfram ■ í gær var haldið áfram leit að þeim sem saknað er af Haferninum SH-122. Aðstæður til leitar voru slæmar, lítið 70f skyggni vegna snjókomu og haugabrim. Gengnar voru fjörur og leitað á bátum. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom til leitar kl. 13:00. Leitin varð árangurslaus. 1 fyrradag var haldið sjópróf í málinu og samkvæmt heimildum Tímans kom ekk- ert það fram sem varpað gæti nánara «t ljósi á atburði. - BK Framkvæmda- stjóraskipti hjá Úrval ■ Framkvæmdastjóraskipti verða hjá ferðaskrifstofunni Úrval 8. nóvember en þá mun Karl Sigurhjartarson taka við því starfi af Steini Lárussyni sem nú hefur ráðist til sölustjórastarfa hjá Flug- leiðum í Osló. Steinn hefur gegnt fram- kvæmdastjórastarfi hjá Úrval frá stofnun 1970. Karl Sigurhjartarson hefur starfað hjá Flugfélagi íslands og síðar Flug- leiðum í 23 ár, þar af síðastliðin 3 ár sem sölustjóri á íslandi. Karl tekur við starfi framkvæmdastjóra Úrvals 8. nóvember og munu þeir Karl og Steinn starfa saman til áramóta. - GSH ÞETTLEIKI k/k> samfrosta 'is | | |-|-|1| 7-a/io þettur is |--:| 4-6/0 GISINN is | jj M | 1-3/10 MJÖG QISINN is |°0QqO| < l/lO ÍSDREIFAR |%JV| IS I MYNDUN BORGARISJAKI ---- 200 SJOMILNA EFNAHAGSLÖGSAQA ISKORT 2.11.1983 Kampen var sjó- Llk Kjartans Erlendssonar fannst f gær ■ Kafarar frá Könnun hf. fundu lík Kjartans Erlendssonar í flaki Sandeynn- ar í gær en Kjartan var vélstjóri á Sandey þcgar skipinu hvolfdi. Líkið fannst í dæluhúsi skipsins. Hjálmkafarar hafa undanfarið leitað í skipinu en jafnframt kannað aðstæð- ur til björgunar flaksins og farið um skipið með síma og sjónvarpsmynda- vélar. í'dag verður fundur með vá- tryggingarfélagi skipsins og björgunar- aðilum um framhaldsaðgerðir, við björgunina. - GSH í janúar! verðmæti farmsins nú nam um átta milljónum ■ Stórflutningaskipið ms. Kampen, sem fórst við suðurströnd íslands í fyrrakvöld var í eigu þýska útgerðarfyrir- tækisins Schulz og Klemensen í Hamborg. Það var sjósett í janúar sl. í Zhonghua skipasmíðastöðinni í Shang- hai í Kína, en byggt samkvæmt þýskum teikningum og eflir kröfum fyrirtækisins Germanische Lloyds, að sögn Þórðar Sverrissonar hjá Eimskip, en það félag var með skipið á leigu. Skipið var leigt til sérstakra tímabund- inna stórflutningaverkefna. Til flutninga á vikri, brotajárni, kolum og öðru slíku. Það var á leið frá Amsterdam með 5.300 tonn af kolum fyrir Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi þegar það fórst. Verðmæti farmsins nam liðlega átta milljónum króna. Burðargeta skipsins var um 6.150 tonn og það var um 280 þúsund rúmfet að stærð. Að sögn þeirra Eimskipsmanna var skipið búið öllum fullkomnustu sigling- artækjum og reyndist í alla staði hentugt í þeim flutningum sem það var notað til á vegum félagsins. - BK ■ Utbreiðsla hafíss var um mánaða- mótin október/nóvember um það bil eins og sést á þessu korti frá Hafísrann- sóknardeild. Haffsinn er f medallagi ■ Haft's við ísland um mánaðamótin október/nóvember 1983 virtist vera í meðallagi samkvæmt rannsóknum Hafísrannsóknardeildar Veðurstofu íslands. í frétt frá Hafísrannsóknar- deildinni segir að hafisjaðarinn milli íslands og Grænlands hafi þó verið um 90 sjómílur norðvestur af Vestfjörð- um, handan miðlínu. Jaðarinn var 'mjög þéttur og ís samfrosta þaöan og til Grænlands. ísdreifar voru þá á nokkurra sjómílna breiðu belti með- fram jaðrinum. ! fréttinni segir að upplýsingar um hafís á íslandshaft fáist með veður- tunglamyndum og flugi Landhelgis- gæslu yfir ísinn. Auk þess eru ísathug- anir frá skipum mikilvægar og því sé mjög brýnt, og jafnvel skylda að hver sent siglir um ís eða eygir ís tilkynni það til Veðurstofu íslands. - GSH Hraðfrystihús Patreksfjarðar „Um 80 til- búnir að skrá sig fyr- ir hlutafé” segir Jens Valdimarsson, stjórnarfor- maður fyrir- tækisins ■ „Við erum búnir að fá upp undir 80 aðila sem eyu tilbúnir að skrá sig fyrir hiutafé í Hraðfrystihúsi Patreks- Qarðar. Það er kannski ekki um stórar upphæðir að ræða enda er fólk yfírleitt með til að sýna hug sinn fyrst og frenist," sagði Jens Valdimarsson, stjórnarformaður Hraðfrystihúss Pat- reksfjarðar, sem uni skeið hefur verið lokað vegna rekstrarörðugleika, í sam- taii við Tíntann. Um síðustu helgi var haldinn á Pátreksfiröi fjölmennur fundur um málefni frystihússins. Á honum var itrekuð slæm staða hússin^og talað um að ef ekkert yrði að gert á næstunni til að bæta hag fýrirtæksisins yrði um tvennt að ræöa a’ð bjóða fyrirtækið upp eða selja það. Jens kvaðst bjartsýnn á að hægt yröi að hefja rekstur að nýju innan skamms. Landsbankinn, viðskipta- banki fyrirtækisimj, hefði gcfið vilyröi um að veita aðstoð cf fram kæmi vilji heimamanna til að halda rekstrinum áfram. Jens vildi ekkert gefa upp um hversu mikla peninga vantaði til að hefja rcksturinn að nýju> -Sjó Sinfónm- tónleikar í kvöld ■ Þriðju tónleikar Sinfóníuhljómsveit- ar íslands á þessu starfsári verða í kvöld í Háskólabíói og hefjast kl. 20.30. Á tónleikunum verður flutt Sinfónía í D-dúr eftir Bach; fagottkonsert eftir Vivaldi, fagottkonsert eftir Atla Heimi Sveinson en það er frumflutningur á Islandi á því verki, og Rapsodie Espag- nole eftir Ravel. Stjórnandi á tónleikun- um er Jean-Pierre Jaquillat sem hefur verið aðalstjórnandi hljómsveitarinnar sl. þrjú ár. Einleikari kvöldsins, Per Hannisdal, er ungur norskur fagottleikari sem num- ið hefur fagottleik í Osló og Genf. Hann hefur verið fyrsti fagottleikari í Fílharm- óníuhijómsveitinni í Osló síðan 1978. Hann hefur komið fram með fremstu hljómsveitum í Noregi og Danmörku og einnig tekið mikinn þátt í flutningi kammertónlistar. Hannisdal fór með einleikshlutverkið þegar „Trobar clus“ fagottkonsert Atla Heimis Sveinssonar var frumfluttur í Osló í fyrra. _ GSH Hafskip kaupir banda- ríska vöruflutningamiðlun ■ Hafskip hf. hefur fest kaup á banda- rísku flutningamiðlunarfyrirtæki, Cosm- os Shipping Company, sem hefur skrif- stofu í fimm borgum Bandaríkjanna, New York, Baltimore, Miami, Chicago og New Orleans, en starfsmenn fýrir- tækisins eru rúmlega 50. Flutningavelta Cosmos á ársgrundvelli er milli 20 og 25 milljónir Bandaríkjadal- ir, en fastir viðskiptaaðilar eru um 400 og óreglulegir viðskiptaaðilar milli 150 og 200. Aðalskrifstofan er í New York, þar sem starfsmenn eru nú 25, en félagið var sett á stofn 1919. Vöruflutningar Cosmos á sjó eru um 90%, en með flugi 10%, semskiptist þannig milli heimsálfa: til Evrópu um 40%, Suður-Ameríku 30% og Afríku og Austurlanda um 40%. „Það sem vakir fyrir forráðamönnum Hafskips hf. með þessum kaupum er meðal annars að auka umsvif íslendinga erlendis, fjölga atvinnutækifærum ís- lenskra starfsmanna og um leið skapa betri grundvöll til að auka þjálfun og þekkingu í alþjóðlegum viðskiptum. Þannig má einnig tryggja íslenskum skipafélögum vöruflutninga milli N- Ameríku og Evrópu og þar með stuðla að ódýrari flutningum til og frá íslandi, svo dæmi séu nefnd,“ segir í frétt frá skipafélaginu. - Sjó Pað borgar sig að koma við hjá okkur Bækur við allra hæfi. Ritföng, hljómplötur heimilistölvur (Dragon 32 og Oric 1). Skrifstofubúnaður. Umboð fyrir Facit og Brother. Erlend blöð og vasabrots- bækur vikulega. Bókaskemma Hörpuútgáfunnar sími 2840 Akranesi Stekkjarholti 8-10,

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.