Tíminn - 03.11.1983, Side 7

Tíminn - 03.11.1983, Side 7
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1983 km: umsjón: B.SUog K.L. Að berja forstjórann og fá gott starf að ■ Herská áströisk valkyrja varö sér úti um starf sem verkstjóri í niðursuðuverk- smiðju í Sydney með heldur óvenjulegum hætti. Hún barði verksmiðjueigandann i klessu og hlaut starfíð að launutn! Ruby Jackson, en svo heitir konan, lagði leið sína í verk- smiðjuna eftir að syni liennar, Eddie, hafði verið ncitað um vinnu þar. Hún ætlaði sér að jafna um gúlana á þeim, sem ábyrgð bar á þcim inálalyktum. Ekki reyndist lciðin til eigand- ans greið né bein og varð Ruby að hcyja marga hildina, áður en hún komst á leiöarenda. I valnuni lá þá eltir hana fjöldi manns, skrifstofumenn, vélrit- unarstúlkur og einkaritarar. Þegar verksmiðjueigandinn sá hvað verða vildi, gerði hann tilraun til að fela sig inni í skáp, lögreglan loks kom, tilkvödd, á vettvang, var hún liúin að lúskra á honum ótal sinnum. En verksmiðjueigandinn fylltist slíkri aödáun á bar- dagaaðferðum Ruby, aö hann réði hana á staðnum sem verk- stjóra í pökkunardcild fyrir- tækisins, en starfsfólkið þar þótti nokkuð ódælt. - Hún hefur einmitt þá kosti til að bcra, sem til þarf i það starf, sagði hann hinn ánægöasti. Nú er Ruby komin á þá skoðun, að Eddie sé svo mikil liðleskja, að hann hafí ekki átt skilið að fá starfíð, sem hann sótti um. - Hann er ekki merki- legur pappír, ef liann getur ekki barist fyrir sér sjálfur. jafnvel ég myndi ekki ráða hann í vinnu og er þó móðir > hans, segir hún full fyrirlitning- ar á syni sínum. ■ Þeim Mike og Lauru hefur gengið heldur brösótt í tilhugalífí sínu í sjónvarpinu, er ekki sömu sögu að segja um leikarana Michael Williams og Judi Dench, sem fara með hlutverk Laura og Mike. Þau hafa verið hamingjusamlega gift hvort öðru í mörg ár. Þau Judi og Michael eru bæði virtir og vinsælir leikarar í heimalandi sínu, Englandi, og mun framgangsríkari en hjúin í sjónvarpsþáttunum. - Hvernig hefur þér lík'að við forsetastarfið, þessar þrjár vikur sem þú hefur gegnt því? „Mér hefur bara líkað vel. Þetta er talsvert öðru vísi en hefðbundin fundarstjórn. Hér gilda nokkuð sérstakar reglur, og á stundum liggur við að maður noti ekki sitt eigið orða- val, því maður verður að fara eftir þessum serímoníum sem hér gilda, ef svo má að orði komast. Þettageturveriðvanda- samt verk, því forseti þarf að vera umburðarlyndur gagnvart sínum meðdeildarmönnum og gæta í hvívetna að þeir njóti síns réttar, jafnframt því að hafa stjórn á hlutunum og gæta þess að ekkert fari úr böndunum. Það getur komið upp að forseti þurfi að taka skyndilegar ákvarðanir, en það hefur nú ekki reynt á þaö ennþá." - Þurftir þú ekki að kynna þér mjög grannt þingsköp, áður en þú settist í forsetastól? „Auðvitað þurfti ég að lesa þingsköpin vel, en jafnframt þarf maður að hafa þau hjá sér, svo hægt sé að grípa til þeirra, auk þess sem það eru viss atriði sem ágætt er að hafa hjá sér á minnisblaði. Til dæmis má ekki gleyma að hringja bjöllunni sem notuð er til þess að hringja inn á fundi og þá má ekki heldur gleyma að hringja þessari dýr- mætu klukku sem hringt er þegar fundur er settur og honum slitið. Þessi klukka er merkilegur grip- ur og fallegur. Hún var gefin Alþingi 1930.“ - Hefur eitthvað spaugilegt gerst hjá þér í forsetastörfunum þessar þrjár vikur? „Ja, það kemur öðru hvoru upp að það vefst svolítið fyrir félögum mínum, að samkvæmt þingsköpum, þá á að ávarpa forseta Herra. Þeir biðja mikið afsökunar á þessu, en ég hef sagt þeim, og það oftar en einu sinni, að bæði er nú það, að þetta er samkvæmt þingsköpum og eins hitt að herra í víðtækari merk- ingu þýðir sá sem hefur valdið eða stjórnar, og því er 'það að mínu mati spurning hvort nokk- uð eigi að vera að breyta þessu. Þeir nota nú ósköp fallegt orð í staðinn, og ávarpa mig „Virðu- legi forseti" og ekki hef ég neitt á móti því!“ erlent yfirlit Hagen er skæðasti keppinautur Káres Willoch ■ LEIÐTOGAR íhaldsflokks- ins norska eiga í talsverðum vanda um þessar mundir. jdokk- ur þeirra hefur verið í vexti síðustu árin og skoðanakannanir 'bentu til. að fylgi hans héldi áfram að aukast. Þetta þótti ekki heldur ósenni- legt, því aðeftirþingkosningarn- ar haustið 1971, myndaði hann minnihlutastjórn undir forustu formanns síns, Káre Willoch, með stuðningi miðflokka'nna tveggja, Miðflokksins og Kristi- lega flokksins. Þessir þrír flokkar fengu sam- eiginlega meirihluta í þingkosn- ingunum 1971 og vék þá minni- hlutastjórn Verkamannaflokks- ins af hólmi, en hún hafði stuðzt við Sósíaiiska vinstri flokkinn. Sigurvegararnir í kosningun- um 1971 höfðu lofað því fyrir kosningarnar að mynda stjórn saman, ef þeir fengju mcirihluta. Miðflokkarnir töldu heppilégra a.m.k. fyrst í stað aö styðja minnihlutastjórn Ihaldsflokksins en að mynda stjórn með honum. Káre Willoch taldi hins vegar minnihlutastjórn vcikari en sam- steypustjórn og vann því áfram að því að koma samsteypusfjórn á laggirnar. Þetta tókst honum á síðastliðnu sumri. Nú situr að völduni í Noregi samstcypu- stjórn þessara flokka þriggja undir forustu Willochs. Það var talið að staða lhalds- ■ Kárc Willoch. Samt ætlar Willoch ekki að hrekjast til hægri flokksins væri býsna sterk, þegar gengið var til bæjar- og sveitar- stjórnakosninga í septembersíð- astliðnum, enda bentu skoðana- kannanir til þess. Hins vegar var verulegur uggur í miðflokkun- um, því að skoðanakannanir gengu á móti þeim. Urslit kosninganna urðu hins vegar á aðra leið. Miðflokkarnir héídu sínu, ef miðað er við þingkosningarnar 1971. íhalds- flokkurinn tapaði talsvcrðu fylgi. Helzti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Verkamannaflokkurinn, bætti hins vegar talsvcrt stöðu sína. Hefði hér verið um þingkosn- ingar að ræða, hefðui Verka- mannaflokkurinn og Sósíaliski vinstri flokkurinn fengið eins þingsætis meirihluta á þingi. Tap íhaldsflokksins varð meira en svo, að það hefði breytt þannig valdahlutföllunum á þinginu, ef um þingkosningar hefði verið að ræða. Hann missti ekki aðeins fylgi til vinstri, held- ur enn meira til hægri. HELZTI sigurvegarinn í kosningunum var flokkur, sem er langt til hægri við íhaldsflokk- inn, Framfaraflokkurinn, sem svipað hefur um margt til flokks Glistrups í Danmörku. Til þess flokks missti íhaldsflokkurinn mest fylgið. Framfaraflokkurinn hafði haldið uppi harðri gagnrýni á stjórnina og þó einkum Ihalds- flokkinn fyrir að efna ekki kosn- ingaloforð sín. Mest deildi hann þó á Willoch fyrir það að hafa ekki efnt loforðið um lækkun skattanna. íhaldsflokkurinn stendur nú frammi fyrir þeim vanda, hvern- ig hann á að mæta ósigrinum. Spurningin er þessi: Á flokkurinn að taka upp keppni við Framfaraflokkinn og stöðva fylgistapið til hægri eða á hann frekar að keppa við Yerka- mannaflokkinn og stöðva fylgis- tapið til vinstri? Margt þykri benda til, að Káre Willoch velji heldur síðari ■ Carl I. Hagen. kostinn, enda skiptir enn meira máli fyrir hann að reyna að hindra fylgisaukningu Verka- mannaflokksins, sem gæti leitt til þess að hann og Sósíaliski vinstri flokkurinn fengju meiri- hluta á þingi, eins og úrslit bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inganna bentu til. Það myndi jafnframt torvelda samstarf Ihaldsflokksins og miðflokkanna, ef íhaldsflokkur- inn brygðist þannig við ósigrin- um í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum að taka upp meiri hægri stefnu. Samkvæmt því, sem hér er rakið, mun Willoch sennilcga fylgja áfram svipaðri stefnu og hingað til og láta fylgistapið til hægri ckkert á sig fá. íhalds- Ifokkurinn mun hins vcgar taka upp harðari áróður gcgn Fram- faraflokknum, en hann hefur ekki óttazt hann verulcga hingað til og því að mestu látið hann afskiptalausan. Það mun vafa- laust breytast. Kárc Willoch hcfur reynzt mun frjálslyndari og félagslyndari sem forsætisráðhcrra cn fylgis- menn hans margir áttu von á. Þcss vcgna sætir hann vcrulegri gagnrýni í hægri armi flokksins. í raun Itefur ekki orðið mikil breyting á stjórnarstefnunni í Noregi við stjórnarskiptin 1971 á sviði félagsmála. Það hefur styrkt ríkisstjórnina og gert henni margt auðvcldara, aö olíuvinnslan hcfur fært Norð- mönnum góðan hagnað aö undanförnu. ÞEGAR aldraður maður. Anders Lange, stofnaði Fram- faraflokkinn scm eftirmynd flokks Glistrups í Danmörku, var honum yfirleitt ekki spáð langri framfiö. Langc tókst þó að ná kosningu 1973, ásamt þrcmur öðrum fylgismönnum sínum. Hann dó ári síðar, og þótti þá líklcgast að flokkurinn væri úr sögunni. Það var ungur maður, Carl I.Hagen, sem tók sæti Langes á þinginu. Hann þótti standa sig sæmilega, en samt féll hann í þingkosningunum 1977. Hagen var þó ekki af baki dottinn. Hann kom aftur til sögunnar í kosningabarátlunni 1981 og var þá orðinn formaður flokksins. Hagcn þótti þá standa sig vel í sjónvarpi, cnda leiddu kosn- ingaúrslitin í Ijós, að hann hafði náð til fólks. Flokkurinn bætti við sig vcrulegu fylgi og Hagen náði kosningu. Síðan hefur borið verulega á Hagen og fylgi flokksins haldið áfram að aukast, eins og kom í Ijós í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum. Yfirleitt er talið, að fylgis- aukning flokksins sé verk Hag- ens og flokkurinn standi og falli með honum. Hagen er 39 ára. Hann lærði hagfræði í Bretlandi. Hann fékk framkvæmdastjórastöðu við álit- legt fyrirtæki eftir heimkomuna- og þótti standa sig þar allvel. Því starfi gegndi hann til 1974, er hann tók sæti á þingi. Síðan hefur hann gegnt ráðgjafastörf- um hjá ýmsum fyrirtækjum. Hagen er vel máli farinn og kemur vel fyrir í sjónvarpi, eins og áður segir. Hann þykir vera málefnalegri en leiðtogar flokka eins og Framfaraflokksins eru yfirleitt. Þess vegna hefur hann náð meira fylgi og áliti. Þórarinn , Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mXm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.