Tíminn - 03.11.1983, Side 10

Tíminn - 03.11.1983, Side 10
10 fþróttir Evrópukeppni meistaraliða: UVERPOOL AFRAM - EN HAMBORG FÉU verður breskur úrslitaleikur? FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1983 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1983 19 Úrslit umsjón: Samúel Öm Eriingsson - Frá Magnúsi Ólafssyni íþróttafréttarilara Tímans í V-Þýskalandi: ■ Óvænt en örugglega tókst ensku meisturunum Liverpool aö sigra spönsku meistarana Atletico de Bilbao á útivelli 1-0 og komast þannig áfram í Evrópu- keppni Meistaraliða. Pað var Alan Kennedy sem átti allan heiðurinn af markinu, sem kom í seinni hálfleik. Hann lék upp kantinn, gaf vel fyrir og Ian Rush skoraði léttilega. Týpiskt enskt mark. Það var annars fyrirliðinn Graeme Souness sem var mikilvægasti maður Liverpool í leiknum. Hann lagði alla sína reynslu í leikinn, og stjórnaði mönnum sínum af festu í þessum mikilvæga sigri. Eftir 4-0 sigur Dundee á gamla liðinu hans Ásgeirs Sigurvinssonar, Standard Liege, tala Bretar nú um breskan úrslita- Evrópukeppni bikarhafa: Stórsigur Aberdeen leik, Liverpool -Dundee United, og þá sérstaklega þar sem HSV er fallið úr keppninni. HSV spilaði stórkostlega knattspyrnu í fyrsta sinn í fleiri vikur en því miður aðeins fyrstu 85 mínúturnar í leiknum gegn rúmesnku meisturunum. Boltinn var látinn ganga, og sóknirnar dundu á ■ Graeme Souness stjórnaði Liver- pool til sigurs í gær á Spáni. Dýnamó. Eftir 63 mínútur var staðan líka orðin 3-0 svo HSV var búið að vinna upp tapið í Búkarest. - En þá tók hið góða rúmenska lið lokst við sér, og skoraði gott mark á 85. mínútu. Seinna mark þeirra var aðeins formsatriði. MÓ/SÖE UEFA-keppnin: Frá Magnúsi Ólafssyni, íþróttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Aberdeen, andstæðingar Akraness í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa, unnu stórsigur á Beveren, sem eru nú í efsta sæti í Belgíu. Gordon Strachan skoraði tvisvar, og var annað markið sérlega fallegt, þrumuskot frá vítateigs- línu. Neil Simpson og Peter Weir bættu síðan við. Manchester United tók lítið á í leiknum gegn Varna. Það var Frank Stapleton sem skoraði mörk Englend- inganna. Köln komst í 3-1 gegn ungversku bikarmeisturunum, og var tapið í Búda- pest talið unnið upp. Mark gestanna var reyndar sjálfsmark þýska landsliðsmið- varðarins Strach. Þrátt fyrir að einn Ungverjanna hafi fengið brottvísun af leikvelli, tókst Ungverjunum samt að skora mark á síðustu mínútum leiksins, og slá þannig Þjóðverjana út. -Mól/SÖE Soffia Iá f Watf ord Frá Magnúsi Ólafssyni, iþróttafrétlamanni Tímans í V-Þýskalandi: ■ LS Softa, liðið sem sló Ásgeir Sigur- vinsson og félaga í VFB Stuttgart út úr fyrstu umferðinni, tapaði óvænt á heima- velli fyrir liði Eltons John, Watford. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 1-1, eftir að Callaghan hafði jafnað úr víti seint í leiknum. I framiengingunni skoruðu síðan fyrirliðinn Willie Foster og Ian Richardsson fyrir Watford. Þrátt fyrir góða frammistöðu í Rotter- dam tókst FC Jena, andstæðingum Vest- mannaeyinga í fyrstu umferðinni ekki að ' komast áfram í þriðju umferð UEFA- keppninnar. Annað austurþýskt lið, FC Leipzig gerði óvænt en sanngjarnt 1-1 jafntefli við Werder Bremen. Vestur- þýsku leikrnennirnir fundu enga leið gegnum frábæran markvörðinn Múller. Fjörutíu þúsund áhorfendur sáu gestina komast yfir á 17- mínútu eftir eina af fjölmörgum skyndisóknum Leipzig. - Völler skoraði síðan fyrir Bremen í seinni hálfleik. Nottingham Forest marði sigur með marki nýliðans Peter Davenport, á 52. mínútu. Annar nýliði, hinn 22ja ára markvörður Steve Sutton varði oft stór- glæsilega í leiknum. Þrjátíu þúsund öskrandi Skotar sáu Celtic sigra Portútgalina örugglega, 5-0 í Glasgow. Mól/SÖE Atletico Bilbao, Spáni - Liverpool, Englandi ...... H.S.V., Þýskal. - Dynamo Bukarest, Rúm............. Rapid Wien, Austurr. - Boheminas Prag.............. (Wien fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli) Dynamo Minsk. Sovétr. - Raba Eto Györ, Ungverjal. Dundee United, Skotl. - Standard Liege, Bclgíu . .. . A.S. Roma, ítahu - CSKA Sofia, Búlgaríu............ Partigan Belgrad, Júgósl. - Dynamo Beriín, A-Þýskal. .0:1 (0:1) , . 3:2 (3:5) , . 1:0 (2:2) .. 3:1 (9:4) .4:0 (4:0) ..4:0 (2:0) . 1:0 (1:2) . . . 4:1 . . 2:1 . . 1:2 , . . 0:0 . . 2:0 . . 2:0 1. FC Köln, V-Þýskal. - Ujpet Dosza, Ungv......... (Dosza áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli) Aberdeen, Skotlandi - Beveren, Belgíu............. Haka Valkeakoska, Finnl. - Hammarby, Svíþjóð...... Servette, Sviss - Shakhtyar Donetsk Sovétr........ Juventus, Ítaiíu - Paris St. Germain, Frakkl...... (St. Germain áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelii) Barcelona, Spáni - Nijmegen, Hollandi............. Man. Utd. Englandi - Spartak Vama Búlgariu ....... UEFA-keppnin: Antwerpen, Belgíu - Lens, Frakkl..........................2:3 Aston Villa, Engl. - Spariak Moskva, Sovétr...............1:2 Cari Zeiss Jena, A-Þýskal. - Sparta Rotterdam. Holl.......1:1 Sparta Prag, Tékkó - Widzew Lodz, Póllandi................3:0 Nott. Forest. Engl. - PSV Eindhoven, Ilollandi ...........1:0 Banik Ostrava, Tékkó - Anderlecht, Belgíu.................2:2 Laval, Frakklandi - Austria Wien..........................3:3 Sturm Grag, Austurríki - Verona, Ítalíu ..................0:0 (Sturm Grag áfram á fleiri mörkum skorðum á útivelli) Haiduk Split, Júgósl. - Honved Budapest, Ungvcrjal........3:0 Fcyenoord, Hollandi - Tottenham, Englandi ................0:2 Bremen, V-Þýskal. - Leipzig, A-Þýskal.....................1:1 LS Sofia Búlgaríu - Watford, Englandi ....................1:3 Inter Bratislava, Tékkó - Radnicki NIS, Júgósl............3:2 Bayem Munchcn. V-Þýskal. - PAOK Salon, Grikkl.............0:0 (Baym vann 9-8 j vítaspyrnukeppni) Inter Milanó, Ítalíu - Groningen, Hollandi................3:1 Glasgow Celtic, Skotlandi - Sporting Lissabon, Portúgal...5:0 (Svigarnir merkja samanlögð úrslit) .4:2 (5:5) (4:1) (3:2) (1:3) (2:2) (5:2) (4:1) (4:5) (3:4) (3:4) (3:1) (3:1) (2:4) (3:5) (2:2) (5:3) (2:6) (1:2) (2:4) (3:6) (0:0) (5:3) (5:2) „Nll UGGUR LEIÐIN UPP A VW” — segir Teitur Þórðarson sem skoraði tvö mörk fyrir Cannes um slðustu helgi ■ TeRur Þórðarson, knattspymumaður frá Akranesi átti stórleik með liði sínu, Cannes í annarri deild frönsku meistarakeppninnar um siðustu helgi. Teitur var maðurinn bak við sigur liðsins og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Befanson. Teitur hefur átt við mikla erfiðleika að stríða vegna meiðsla síðastliðið eitt og hálft ár, en nú virðist vera heldur að rofa til hjá honum. - Hann kom til Lens eftir að hafa gert garðinn frægan með Öster í Svíþjóð, byrjaði vel með franska fyrstudeild- ariiðinu, en meiddist síðan illa, og náði ekki að jafna sig fyrr en síðastliðið vor. Þá kom harkan i heimi atvinnumennskunnar berlega í Ijós, Teitur fékk ekki tækifæri með liðinu. Hann gerði þá samning við Cannes, annarrardeildarlið í samnefndrí borg, Hollywood Frakklands, og leikur þar stöðu miðframherja, í liði sem rekið er af forríkum aðilum í kvikmyndaborginni. - ' ■■■' ■. §Sjl ■ Teitur Þórðarson á fullri ferð með íslenska landsliðinu. Teitur hefur verið frá keppni í langan tíma, og sér nú loks fram á betri tíð. Það er vonandi að meiðsli séu liðin tíð hjá Teiti, hann hefur fengið nægilegan skammt af slíku. ■ „Það má segja að nú liggi leiðin aðeins upp á við, ég var frá keppni í næstum ár, og slíkt er náttúrulega mjög niðurdrepandi fyrir mig sem knattspyrnumann. Eg gekk í gegnum mikla byrjunarörðugleika hér, komst síðan af stað, meiddist og missti nokkra leiki, en er nú kominn í fasta stöðu inni í liðinu,“ sagði Teitur í samtali við Tímann í gær. Teitur sagði að Cannes væri í 5 sæti í sínum riðli í annarri deildinni, en þrjú lið flytjast milli deilda í Frakklandi. Efsta lið í hvorum riðli fer beint upp í aðra deild, en liðin í öðru sæti leika sín á milli, og svo sigurvegarinn við þriðja neðsta lið fyrstu deildar, „Hér er lögð mikil áhersla á að koma liðinu upp í fyrstu deild, það er bara verst að hér kemur lítið af áhorfendum, kvikmynda- leikarar og þess háttar fólk, sem er í miklum meirihluta íbúa hér, kann ekki nógu vel að meta knattspyrnu", sagði Teitur. „Ég náði mér loks af nárameiðslunum í lok síðasta tímabils, síðan þegar ég kom hingað niður eftir voru geysileg viðbrigði vegna hitamismunarins. Þegar ég kom hingað var allt upp í 40 til 45 stiga hiti á æfingu, og það þoldi ég afskaplega illa, léttist um 4 kílógrömm og missti allan kraft. - Vegalengdin héðan norður til Lens er nefnilega svipuð og frá Lens upp til Svíþjóðar þar sem ég var. - Mér var svo farið að ganga þokkalega, en slasaðist þá aftur, fékk heiftarlegt spark, og takki reif stærðar skurð á fótlegginn á mér. -Ég átti nokkuð lengi í því, fékk bakteríu í sárið - þær þrífast vel hér í hitanum-og missti því úr nokkra leiki." -Nú eru tvær vikur síðan ég kom inn aftur, og þetta er loks að lagast. - Ég náði að skora tvö mörk gegn Befanson í 3-1 sigri okkar um helgina og nú vonar maður að leiðin liggi upp á við.“ Teitur sagði að í annarri deild í Frakklandi væri leikin miklu grófari knattspyrna. - „Það var harka í fyrstu deildinni líka, en ekki nærri svonagróft. Það eru talsvert mörg áhugamanna- lið hér í annarri deildinni, og það er hrcint eins og að mæta nautum. Að auki eru Frakkarnir nokkuð blóðheitir," sagði Teitur. Teitur sagði að hann stefndi á fullri ferð áfram í knattspsyrnunni. -„Meðan ég er í þessu legg ég mig allan í þetta, það kemur náttúrulega að því að maður snýr sér að einhverju öðru, fótbolti er ekki það eina sem til er í lífinu, en nú er stefnan upp“, sagði Teitur að lokunt. Unglingamót Ægis í sundi ■ Unglingainót Ægis i sundi verftur haldift næstknmandi sunnudag, 6. nóvember í Sund- hóll Reykjavíkur. Kcppt verður i cftirtöldum greinum: 2(IOm skriftsund stúlknu lOOm flugsund pilta 100 m bringusund telpna lOOm bringusund drengja 50m skriðsund sveinu 5flm skriftsund meyja _200m bringusund stúlkna lOOm skriftsund pilta lOOm baksund telpna 4\50m fjórsund pilta 4\50m fjórsund stúlkna Þátttókutilkynningar eiga aft licrasf i dag til Krislins Kolhcinssonar Granaskjóli 17, sími 10963, efta til Gunnars Guftmundssonar l.imlarbraul 5, sími 18134. Þálttökugjald er krónur 30 fyrir liverja grein og 60 krónur fyrir boftsund. Mótift hefst klukkan 15.00, en upphitun klukkan 14.00. -SÖE Stúdentar og Laugdælir ■ í kvöld cr einn leikur í fyrstu deild karla i körfuknattleik. Þar eigast viö Stúdentar og Laugdælir, og verður leikurinn í íþróttahúsi Kcnnaraháskól- ans og hefst klukkan 20.00. Þá munu Reynir og Fram lcika í öðrum flokki pilta í Sandgerði á santa tíma. -SÖE UEFA-keppnin: Aston Villa dottið ut Pfaff skoraði sigurmark Bayern! - Frá Magnúsi Ólafssyni, íþróttafréttamanni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Eina breska liðið af tíu í EM-keppn- unum sem féll í annarri umfcrðinni, var Aston Villa. Þeir spiluðu þó á heima- velli, og voru komnir með 2-2 jafntefli frá Moskvu. Peter Withe skoraði í fyrri hálfleik og allt lcit vel út. Á 46. mínútu jöfnuðu Rússamir og sóttu síðan stíft. Ekkert gekk, svo á síðustu sekúndum leiksins reyndu gestirnir vonlaust markskot. Boltinn rakst í varnarmann Aston Villa og skoppaði þaðan í markið. Nokkrum sekúndum síðar var flautað til leiksloka. - Ægilegt áfall fyrir Birming- ham-liðið. Ekki var dramatíkin minni i Múnchcn, þegar eina þýska liðið komst áfram. Þegar venjulegum leiktíma og framleng- ingu í leik Bayern Múnchen og PAOK Saloniki var lokið var staðan 0-0. í víta- spyrnukeppninni byrjuðu Grikkir, og eftir níu umferðir var staðan 8-8. I tíundu tilrauninni varði belgíski landsliðsmark- vörðurinn Pfaff gæsilega, og síðan lét þjálfari Bayern, Udo Lattek Pfaff sjálfan taka næsta víti. Pfaff skoraði síðan af öryggi, og Bayern marði þátttöku í þriðju umferðina. Karl Heinz Rummen- igge meiddist í leiknum, og var tekinn útaf á 36. míoútu. Litli bróðir hans, Michael misnotaði ein tíu dauðafæri í leiknum. -MÓ/SÖE | — en Þjód- | verjar lélegir - Frá Magnúsi Ólafssyni íþróttafrétta- manni Timans í V-Þýskalandi: ■ Þýsk lið hafa aldrei fengið jafn Ihörmulega útreið í EM-keppnununt í knattspyrnu og nú. Aðeins eitt lið, jBayern Múnchen, komst áfram í iþriðju umferð, og var stálheppið. ISex þýsk lið hófu keppni. | Breskum liðum hefur hins vegar vegnað mjög vel. Af tíu liðum sem léku í annarri umferð féll aðeins Aston Villa út, og var þrælóheppið -MÖ/SÖE I I KA að fá G0ÐUR ARANGUR KR14.FL0KKI m JUJnc rui furr h#»fnr LrnmifS from nrAii OF»rAi F»itt iufntr»fli r\n tonaAi ninnm Inih hrinn SvÓ mnrk;iWnnoiir í íclpnclrri Irnott- liðsauka — Hafþór og Sigurjón koma um borð Eins og fyrr hefur komið fram urðu KR-ingar íslandsmeistarar í 4. aldurs- flokki í knattspyrnu 1983. Strákarnir létu ekki þar við sitja heldur bættu um betur með sigri í haustmóti Reykjavíkur- félaganna. Fyrr um sumarið hafði liðið einnig sigrað i Reykjavíkurmótinu. Árangur þessa liðs er með því besta sem um getur á þessu sviði. Til marks um það má nefna, að liðið lék alls 27 leiki á keppnistímabilinu, vann 25 leiki, gerði eitt jafntefli og tapaði einum leik. Samtals skoraði liðið 145 mörk, en fékk aðeins á sig 7. I Islandsmótinu lék liðið á A-riðli með öllum sterkustu liðum landsins í þessum aldursflokki og þar gerði KR-liðið 65 mörk og er úrslita- keppnin raunar þá talin með. Einn leikmaður liðsins, Steinar Ingi- mundarson skoraði hvorki meira né minna en 64 mörk á keppnistímabilinu og verður að telja ólíklegt annað en að hann sé markakóngur í íslenskri knatt- spyrnu 1983. Ástæðan fyrir þessum góða árangri er sú, að allir leikmenn hafa lagt sig fram bæði við æfingar og í leikjum og því hefur árangurinn orðið eins og að ofan er greint. Þjálfari liðsins er Atli Helga- son, margreyndur knattspyrnuþjálfari og honum til halds og trausts hefur verið Sigurður Ægir Jónsson, stjórnarmaður í knattspyrnudeild KR. - SH RÚSSAR LÁGU Portsmouth sigraði ■ Tveir leikir voru í annarri deildinni í cnsku knattspyrnunni í lyrrakvöld. Porismouth vann Camhridge 5-0, og Cardiff vann Fulham 2-0. -SÖE Frá Magnúsi Ólafssyni íþróttafrétta- manni Tímans í V-Þýskalandi: ■ Sovétmenn töpuðu sínum fyrsta leik i handknattleik síðan þeir urðu heims- meistarar í handknattleik síðast, í sínum fyrsta leik í Super-Cup keppninni hér í Þýskalandi, gegn Rúmenum. Úrslit í keppninni hafa orðið þessi: 1. Umferð: A-riðill: V-Þýskal. (Ungl)-A-Þýskal Rúmenía-Sovétr............. 16-28 22-19 B-riðUI: V-Þýskal.-Svíþjóð...............19-18 Júgósl.-Tékkósl................20-20 2. Umferð: A-riðill: A-Þýskal.-Rúmenía...............19-21 Sovétr.-V-Þýskal.(Ungl)........26-24 B-riðill: Júgósl.-Svíþjóð.................21-18 V-Þýskal.-Tékkósl...............13-16 Athygli vekur og slöpp frammmistaða Sovétmanna gegn unglingaliði V-Þjóð- verja. -MóFSÖE Breiðablik vann ■ Einn leikur var leikinn „í felum“ í annarri deild Islandsmótsins í hand- knattleik um síðustu helgi. Þá léku Breiða- blik og Reynir Sandgerði á heimavelli þeirra síðarnefndu, og marði Breiðablik sigur 22-21. Staðan í annarri deildinni er- nú þessi: ÞórVe......... 4 4 0 0 91:58 8 Fram ......... 4400 94:74 8 Grótta ....... 4 3 0 1 93:78 6 Breiðablik.... 4 3 0 1 80:68 6 HK ........... 4 1 0 3 72:83 2 ÍR............ 4 1 0 3 50:72 2 Fylkir........ 4 0 0 4 66:89 0 Reynir S .... 4 0 0 4 82:106 0 -SÖE ■ KA á Akureyri, sem orðið hefur fyrir allmiklum mannskaða frá síðasta sumri, þegar liðið vann sig upp í fyrstu deild, hefur nú fengið allmikla bót á því. Hafþór Kolbeinsson, sóknarmaðurinn sterki úr liði Siglfirðinga hefur gengið til liðs við Akureyringana, Sigurjón Krist- insson Eyjamaður einnig. Áður höfðu Gústaf Baldvinsson sem þjálfa mun liðið, og Njáll Eiðsson Valsmaður geng- ið til liðs við KA. KA hafði misst úr herbúðum sínum þá Gunnar Gíslason, sem leikur í V- Þýskalandi, Jóhann Jakobsson, sem fluttur er til Reykjavíkur, Ásbjörn Magnússon og Eyjólf Ágústsson. Mestur missir er KA líklega Gunnar Gíslason, en þó er ekki öll von úti með að hann styrki liðið næsta sumar, þar eð Gunnar er á mjög opnum samningi við v-þýska liðið Osnabruck. Mun samning- urinn vera til eins árs, en uppsegjanlegur eftir 3 mánuði. Þá er liðinu missir að Jóhanni Jakobssyni, sem var ein megin- stoð liðsins sl. sumar. Hafþór Kolbeinsson vakti athygli sem leikmaður síðastliðið sumar með KS. Hann er stór og sterkur, fljótur sóknar- maður. Þá er Sigurjón Kristinsson eld- fljótur, og hefur hlotið haldgóða reynslu með ÍBV. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá Njál og Gústaf, það er Ijóst að þeir styrkja liðið. KA-liðið virðist því ætla að verða sterkt næsta sumar. -gk/SÖE Essen í 5 sæti Frá Magnúsi Ólafssyni,iþrótta- fréttaritara Tímans í V-Þýskalandi: ■ Essen, lið Alfreðs Gíslasonar er nú í 5. sæti í Búndeslígunni í handbolta, eftir sigurinn á Dankersen um síðustu helgi. Staða 5 efstu liða er þessi: Grosswallstadt......, 162-131 15 Schwabing ........... 164-150 13 Göppingen ........ 180-164 12 Gummersbacl..........io3-135 11 Essen................133-118 10 Kiel er með 8 stig í 7. sæti, en Lemco 'er í neðsta sæti með 2 stig, eiga þó leik til góða. Flest önnur félög hafa leikið 8 leiki. -MóL/SÖE Aðalfundur ■ Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar ÍR 1983 verður haldinn flmmtudaginn 10. nóvember næstkomandi á Hótel Sögu. Fundurinn hefst klukkan 20.30. ■ Fjórði flokkur KR 1983, Reykjavíkurmeistarar, haustmeistarar og íslandsmeistarar. Á myndinni eru: Fremsta röð frá vinstri: Sigurður Ægir Jónsson, liðsstjóri og umsjónarmaður, Hilmar Björnsson, Ingi Guðmundsson, Viðar Halldórsson, Rúnar Kristinsson, Atli Helgason, þjálfari. Miðröð frá vinstri: Ölafur Magnússon, Þorsteinn Guðjónsson, Gunnar Gíslason, Heimir Guðjónsson, Jóhann Lappas, Stefán Guðmundsson og Þorsteinn Stefánsson. Aftasta röð frá vinstri: Njáll Friðbertsson, Þormóður Egilsson, Steinar Ingimundarson, Guðni Hrafn Grétarsson, Þorlákur Árnason, Hlynur Leifsson og Hörður Felix Harðarson, Ljósmynd Guðmundur Kr. Jóhannesson Leiðbeinenda- námskeið - í almenningsíþróttum og trimmi á vegum ÍSÍ ■ íþróttasamband íslands mun, dag- ana 11-13 nóvember næstkomandi gang- ast fyrir námskeiði fyrir leiðbeiné'ndur í almcnningsíþróttum-trimmi. Markmið námskeiða sem þessara er aö veita þátttakendum undirstöðuþekkingu til að leiðbeina og stjórna örvunaræfingum á vinnustað og/eða í frítímum. Hugmyndin er aö fyrirtæki og stofnanir hvetji áhuga- samt stárfsfólk sitt að sækja námskeið, og jafnvel greiða kostnað þess, með nýtingu viökomandi til leiðbeininga á staönum síðar. - ÍSÍ hélt slikt námskeið siðastliðið suinar mcö góðum árangri. Vænlanlégir þáttlakendur eru hcönir að skrá sig sem allra fyrst, á skrifstofu ÍSÍ, eða í síma 83377, en þar eru upplýsingar veittar þeim sem ahuga hafa á aö taka þátt, eða senda þátttakanda eða þátttakcndur. — SÖE Strákarnir töpuðu fyrir Englendingum ■ íslenska unglingalandsliðið, skipað leikmönnuni 18 ára og yngri tapaði siðari leik sínum í Evrópukcppninni í knattspyrnu gegn Englendingum í fyrra- kvöld 0-3. Leikið var á Selhurst Park í Lundúnum. Liðið er þar með úr kcppn- inni, en strákarnir töpuðu á Melavellin- um á dögunumjneð sömu tölum. ^SÖE

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.