Tíminn - 25.11.1983, Page 1
Dagskrá rskisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13
FJ 01 IÖLBREYTTARA £ BETRA BLAÐ!
F 2' ástudagur 25. nóvember 1983 T4. tölublað - 67. árgangur
Siðumúla 15—Posthólf 370Reykjavik—Ritstjorn 86300-Augtýsingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
Niðurstaða Coopers & Lybrant:
UlÐRÉTTfl BER fíltSREIKNING
ISAL UM 13 MILLI. DOLLARA!
— þar sem álverð hafi verið reiknað of lágt en aðföng of dýrt
■ Söluverð á áli frá fsal var 2.862.000 dollurum of lágt á síðasta ári eða um 3.9%. Verð á súráli til ísal var aftur á móti of hátt sem svarar 1.331.000 dollur- um, samkvæmt skýrslu endur- skoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrant, sem send var iðnað- arráðuneytinu um miðjan sept. s.l. Skýrslan er endurskoðun á reikningum fyrirtækisins fyrir árið 1982. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra upplýsti þetta í um- ræðum um bráðabirgðasam- komulagið við Alusuisse á Al- þingi í gær. Coopers & Lybrant leggja til að heildarleiðréttingin á fram- lögðum ársreikningum félagsins verði rúmlega 13 milljónir doll- ara, eða að tapið á verksmiðju- ‘reikningunum verði lækkað úr 31.371.000 dollara í 18.259.000 dollara. Afskriftir verði færðar niður um rúmlega 9 milljón doll- ara. í skýrslunni er bent á að verðbreytingar á aðföngum til verksmiðjunnar hafi íljótt mikil áhrif, þannig nemi breytingin á verði aðfanga um 1% 385,(XX) dollurum. I skýrslunni er tekið fram að ofangreindar leiðréttingar hafi ekki áhrif á skattgreiðslur félags- ins þetta ár. Upplýsingarnar komu fram margupptekinni framhaldsum- ræðu og var henni cnn frcstað. OÓ
Banaslys á loðnumiðunum:
VARNARLIÐSÞYRLA
MEÐ LÆKNI KOMST
EKKI VEGNA VEÐURS
■ Banaslysvarðáloðnumiðun-
um um 70 sjómílur norður af
Siglunesi um borð í Berki NK
122 í fyrrinótt. Skipið fékk nót-
ina í skrúfuna milli kl. 1.00 og
2.00 um nóttina og skipverji á
bátnum slasaðist alvarlega í
tengslum við það. Vegna veðurs
var ekki hægt að koma lækni um
borð í bátinn með þyrlu og lést
maðurinn um kl. 8.00 í gærmorg-
un.
Að sögn Hannesar Hafsteins
hjá SVFIfékk hann tilkynningu
um slysið um kl. 2.00 og óskaði
þá skipstjórinn á Berki eftir að
lækni yrði komið í skipið hið
bráðasta með þyrlu. Á þessum
slóðum voru 8-9 vindstig þegar
slysið varð og versnaði heldur
þegar á nóttina leið. SVFÍ snéri
sér til varnarliðsins og bað um að
athugaðir yrðu möguleikar á að
senda þyrlu á staðinn en vegna
verðurhæðarinnar og mikillar ís-
ingar var ekki taiið hættandi á
það.
Ákveðið var að reyna að senda
þyrluna í gærmorgun en áður en
hún lagði af stað var tilkynnt að
maðurinn væri látinn.
Ekki tókst að losa netin úr
skrúfunni á Berki og Bjarni
Ólafsson tók því bátinn í tog.
Mjög erfitt var að draga skipið
og tengivírarnir margslitnuðu.
Þegar síðast var vitað stóð til að
reyna að koma skipunum inn á
Eyjafjörð og freista þess þar að
losa nótina úr skrúfunni.
Sjómaðurinn sem lést hér Sig-
urður Hálfdánarson, 27 ára gam-
all og búsettur á Neskaupsstað.
Hann lætur eftir sig konu og
þrjú börn. _ GSH.
Stærsti samningur um sölu
á ædardúni frá íslandi:
BRETAR KAUPA ÆÐARDÚN
FYRIR 10 MILUÓNIR
■ „Ég held að þetta sé stærsti
samningur um sölu á æðardúni
sem um getur frá íslandi. Við
höfum haft mest með þetta að
gera í gegnum árin og munum að
minnsta kosti ekki eftir að hafa
selt svona mikið í einu,“ sagði
■ Zoltan Ribli náði fram
skjótum hefndum á andstæð-
ingi sínum í gær í áskorenda-
einvíginu. Smyslov sem hafði
svart gafst upp eftir fertugasta
og fyrsta leik. Staðan eftir tvær
Jóhann Steinsson, deildarstjóri
Búvörudeildar Sambandsins, í
samtali við Tímann.
Búvörudeildin gekk nýlega
frá samningum við breskt fyrir-
tæki um sölu á 1200 kílóum af
æðardúni. Söluverðmæti er um
skákir er því 1:1.
Þriðja einvígisskák þeirra
Kortsnojs og Kasparovs fer
fram í dag og hefur Kasparov
hvítt. Ribli og Smyslov tefla
þriðju skák sína á morgun.
200 pund á kíló - 240.000 pund
í heild, sem er rétt tæpar 10
milljónir íslenskra króna. ió-
hann sagði, að verðið væri gott
miðað við það sem tíðkast hefði
að undanförn, sérstaklega ef haft
væri í huga hvað um stóran
samning væri að ræða. Hann
sagði, að venjulegast væri að
selja um eða innan við 30 kíló af
dúni í einu, og oft væru gerðir
samningar um sölu á þremur
kílóum í einu. Alls söfnuðust um
1800 kíló af dún á landinu í vor
og sumar þannig að með þessum
samningi eru 2/3 hlutar ársframl-
eiðslunnar seldir á einu bretti.
Breska fyrirtækið mun nota
dúninn í sængur. - SJÓ.
RIBLINÁDIHEFND
■ Útför Tómasar GuÖmundssonar skálds var
gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Séra
Karl Sigurbjörnsson jarösöng, Hörður Askelsson
lék á orgel, Ljóðakórinn söng og Pétur Þorvalds-
son lék á selló. M.a. var fluttur sálmur, eftir hið
látna skáld við lag Páls ísólfssonar. Þeir sem báru
kistu skáldsins úr kirkju voru f.v. Baldvin
Tryggvason, Kristján Karlsson, Jóhannes
Nordal, Markús Örn Antonsson, Matthías Jo-
hannessen, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Sigurð-
ur Arnalds og Davíð Oddsson.
■ Tómas Guðmundsson var heiðursborgari
Reykjavíkur og í gærdag lá blómsveigur frá
borginni við stöpul brjóstmyndar hans í Austur-
stræti, í virðingarskyni við hinn látna.
Tímamyndir Róbert.