Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 7 vorkunn semi!“ ■ í Adolf Weber menntaskól- anum í Miinchen í Þýskalandi eru skólastofur og gangar yfir- leitt mannlausir í frimínútum. Hundruð unglinga eru á kreiki í skólagarðinum og hávær samtöl og hlátrasköll glymja við. Það er aðeins í einni kennslustofu, ella, sem heyrast lágværar raddir. Þar sitja þær Sabine og Gabi og eru að undirbúa sig fyrir næsta tíma, en þá á að lesa frönsku. Þessar stúlkur eru 18 og 19 ára og þær eru báðar blindar. Þegar blaðamaður kom til þeirra og bað um viðtal við þær svöruðu þær með svolítilli kald- hæðni: „Eigum við að lýsa því fyrir lesendum, hversu undur- samlegt það er að skólinn er að leggja sig fram um að koma til móts við okkur og þarfir okkar, - eða eigum við að segja hreint og beint frá erfiðleikum okkar og vandræðum?" Gabi og Sabine höfðu báðar áhuga á að taka þátt í tilraun, sem gerð var í Múnchen árið 1979 til að gera ungu, blindu fólki fært að taka þátt í skóla- starfi og taka próf til inngöngu í háskóla. Það eru 8 blindir og 3 mjög sjónskertir unglingar, sem nú stunda nám í Adolf Weber skólanum og fjórir hafa þegar náð þeim árangri að taka próf upp í háskóla. Gierl, skólameistari Ádolf Weber-skólanum, sagði að frum- kvæði að þessari starfsemi hefði komið frá foreldrum blindra nemenda og nemendum sjálfum, sem höfðu lokið því skólanámi sem þeir gátu fengið við blindra- skóla, en vildu halda áfram námi. Skólameistari sagði að skólinn hefði eignast þýðingar- tölvu, sem þýðir venjulegt letur á blindraletur og svo öfugt. Þessi tölva er þýðingarmikið hjálpar- gagn og gerir allt auðveldara við kennslu blindra og sjónskertra nemenda. Samstarfið bæði við kennara og sjáandi nemendur gengur mjög vel, og segja hinir sjón- skertu, að skólasystkinin séu mjög hjálpleg og góð í um- gengni, en blindu nemendumir voru sammála um það, að frá- biðja sér alla meðaumkun. ■ Gabi les upphátt fyrir bekkjarfélaga sma úr bók með blindraletri. nýja þætti í blaðinu og ég vil í því sambandi nefna lesendadálk. Það er snúið fyrir framsóknar- fólk að þurfa að skrifa Velvak- anda Morgunblaðsins eða les- endasíðu DV ef koma þarf ein- hverju smámáli á framfæri. - Ætti að gera Tímann að síðdegisblaði? „Nei, allsekki. Hinsvegarþarf að bæta dreifingu Tímans í þétt- býli og dreifbýli og sjá svo til að sem flestir fái blaðið samdægurs. Það er ekki oft sem við getum tekið okkur Morgunblaðið til fyrirmyndar, en það er staðreynd að dreifingarkerfi þess blaðs er með miklum ágætum. Viðgetum þetta og miklu fleira ef tekst að safna nægu hlutafé og ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef settu marki í hlutafjársöfnun verður ekki náð. Þá er líklegt að Tíminn verði fjórblöðungur eins og Alþýðublaðið og útbreiðslan eftir því". - Finnst þér Tíminn í dag veia of pólitískur eða ætti að auka pólitíkina? „Við skulum gleyma því að til séu „hlutlaus ogóháð blöð". DV hefur auglýst sig sem slíkt blað en ef þú lest DV og athugar fréttir og ritstjórnargreinar þá fer ekki á milli mála hver línan er. Pólitíska stefnan hjá Tíman- um er mátuleg eins og hún er, en Tíminn mætti hinsvegar gera meira af því að flytja fréttir úr starfi hinna ýmsu félaga innan Framsóknarflokksins. En senni- lega er það ekki aðeins sök Tímans að þetta er ekki gert í dag - upplýsingafulltrúar félag- anna eiga einnig hlut að máli“. - Hvað með þína kunningja og vini - ætla þeir að kaupa hlutabréf í Tímanum? „Já, ég veit um marga sem vilja vera með, en gera sér ekki grein fyrir því að það er ekki nauðsynlegt að draga upp budd- una um leið og loforð er gefið. Eins og við vitum er hægt að fá að greiða hlutfjárloforðið á löngum tíma. Til dæmis greiði ég mitt hlutafjárloforð á þremur árum. Ég vil hvetja velunnara Tímans til að hafa samband við Þráin og láta vita af sér. Það er enginn að tala um stórar fúlgur eða há loforð, en ef allir leggja eitthvað af mörkum er næsta öruggt að Tíminn mun eflast og dafna - í stað þess að visna og líða undir lok“. erlent yfirlit ■ NÚVERANDI páfi, Jó- hannes Páll annar hefur ferðazt meira og víðar en nokkur fyrir- rennari hans. Vafalaust hafa þessi ferðalög hans vakið aukna eftirtekt á páfastólnum og katólsku kirkj- unni. Sitthvað bendir til, að katólskan sé heldur í sókn og getur það að einhverju leyti verið ávöxtur af þessum ferða- lögum páfans. Þótt Jóhannes Páll hafi að mestu haldið sig í Vatikaninu að undanförnu. fer fjarri því að hann hafi verið athafnalaus. Hann hefur flutt ræður og sent páfabréf til kirkjudeilda víða um heim. Þessi bréf hafa fjalað um hin margvíslegustu efni. Hinn 12. þ.m. flutti Jóhannes Páll ræðu á fundi vísindanefndar páfastólsins, en hún er skipuð 71 vísindamanni frá 29 löndum. Vísindamenn eru valdir í nefnd- ir með tilliti til sérfræðilegra afreka sinna og flekklauss ■ mannorðs, án tillits til trúar- bragða eða iitarháttar. Það þykir sérstök viðurkening og heiður að hljóta útnefningu í vísindanefndina. Valið á nefnd- armönnum er í höndum páfa- stólsins og ráðunauta hans. ■ Jóhannes Páll II páfi JÓHANNES Páll páfi hefur á margan hátt annan látið friðar- málin taka til sín að undanförnu. En hann hefur haft fleiri járn í eldinum. Eiginlega lætur hann sér ekki nein mannleg viðfangs- efni óviðkomandi. Þannig hefur Jóhannes Páll nýlega sent katólskum biskupum í Bandaríkjunum bréf, sem er raunar eins konar framhald af ítarlegum viðræðum, sem hann hefur átt við þá, en nijög margir þeirra hafa komið til viðræðna í Vatikaninu undanfarna mánuði. Páfinn hefur látið það óspart í Ijós í viðratðum sínum við banda- rísku biskupana, að hann óttist ýmsa strauma innan katólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum, sem geti leitt til óeðlilegs frjáls- lyndis. sem geti grafið grunninn undan meginstoðum kirkjunnar, ekki sízt fjölskyldunni. í bréfinu. sem páfinn hefur skrifað biskupunum, varar hann rnjög viö þessari þróun, sem er öfug þróun að hans dómi. Mikil hætta sé á feröum cf horfið vcrði frá hinum fornu dyggðum. Jóhanncs Páll áréttar í bréfinu andstöðu gegn getnaðarverjum, fóstureyðjngum og glasabörn- Jóhannes Páll páfi hefur boðað sögulegt verkfall Vísindamenn hvatfir til að vinna ekki við vígbúnað ■ Jóhannes Páll páfi ræðir við fulltrúa í vísindanefndinni Hlutverk nefndarinar er að koma á viðræðum og skoðana- skiptum vísindamanna og sér- fræðinga um þau málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni. Á fundi vísindanefndarinnar eða hinnar vísindalegu öldunga- deildar páfastólsins, eins og hún er stundum kölluð, flytur páfi venjulega ávarp sem yfirleitt er almenns eðlis. Að þessu sinni vék Jóhannes Páll eftirminnilega frá þessari venju. Meginefni ræðunnar var að hvetja vísindamennina til að leggja niður störf eða gera verk- fall í öllum rannsóknarstofnun- um.sem vinna í þágu vígbúnaðar og hergagnaframleiðslu. Vís- indamenn eiga ekki að vinna í rannsóknarstofum dauðans, sagði páfinn, heldur í rannsókn- arstofnun lífsins. PÁFINN flutti mál sitt sköru- lega að vanda. Hann sagði að trú og friður héldust í hendur. Trúaður maður ætti að vinna í þjónustu friðarins. Trúaður maður ætti að hafa kjark. Hann ætti að stuðla að hinu góða, en forðast að hjálpa hinu illa. Hinn mikli vígbúnaður hlyti að flokkast undir hið illa, eins og allt, sem stefndi að tortímingu. Vísindamenn mættu ekki nota gáf- ur sínar og þekkingu í þjónustu þess, sem væri í andstöðu við lífið. Þeir ættu að þjóna lífinu. Þess vegna ættu þeir að hafna allri vinnu í þjónustu hernaðar- ins. Þeir ættu því að mynda samtök og ganga út úr rannsókn- arstofum, þar sem unnið væri í þágu hergagnaframleiðslunar. Þeir ættu ekki að hjálpa til að auðvelda tortímingu, sem gæti leitt til útrýmingar alls mannlís. Vísindamenn ættu að hafa trúna að leiðarljósi og þá hættu þeir að þjóna tortímingu vígbún- aðarins. Vísindamenn ættu að bindast samtökum um þetta. Með því væri stigið eitt hið stærsta spor í þjónustu lífsins og friðarins. Vís- indamenn hefðu hér mikilvægu forustuhlutverki að gegna. Þeir hefðu á margan hátt bezta að- stöðu til að vera öðrum til fyrir- myndar. Trúin, lífið og friðurinn krefjist þessararforustu af þeim. Ýmsir af áheyrendum páfa áttu von á því, að hann myndi undanskilja vígbúnað, sem stuðli að hernaðarlegu jafnvægi og kæmi á þann hátt í veg fyrir styrjöld. Þetta hefur Jóhannes Páll gert áður, m.a. í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna sumarið 1982. Þá taldi hann slíkan vígbúnað réttmætan. Þetta gerði páfinn ekki nú. Hann sneiddi hjá því að minnast á það. Hann hvatti vísindamenn til að hafna rannsóknarstörfum í þágu vígbúnaðar yfirleitt. Af orðum hans var ekki annað ráðið en hann teldi hvers konar víg- búnað af hinu illa. Að sjálfsögðu beindi Jóhannes Páll páfi orðum sínum jafnt til vísindamanna austan tjalds og vestan. Hann lagði á það þunga áherzlu að samtök vísindamanna, sem neituðu að vinna í þágu vígbúnaðar, yrðu að ná til allra landa, til alls heimsins. um, hjónaskilnuðum og cndur- giftingu fráskilinna. Þá áréttar hann rækilega þau fyrirmæli páfastólsins frá 1976, að aðeins karlmenn megi vera prestar. Þessi fyrirmæli páfastólsins hafa orðið mjög umdeild innan katólsku kirkjunnar í Bandaríkj- unum og vilja kvenrcttindakon- ur alls ekki una þcim. Katólsku biskuparnir í Banda- ríkjunum héldu nú um miðjan mánuðinn fund, þarsem einkum var rætt um ágreining við páfann í sambandi við málefni kvenna og hvernig ætti að jafna hann. Biskuparnir eiga hér í vök að verjast, því að konur eru miklu fleiri innan katólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en karlar. Nokkuð hefur borið á því, að konur segðu sig úr katólsku kirkjunni vegna þessa ágrein- ings. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.