Tíminn - 25.11.1983, Page 9

Tíminn - 25.11.1983, Page 9
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 9 á vettvangi dagsins Japan er háþróað og agað tækniþjóðfélag — hagkvæmt fyrir íslendingaad auka viðskipti við Japan segir Tómas Árnason. forstjóri ;■ ' - ■: . ■■'--'■" /t ” > ■ > ■•■ . *#■ ■ / ■ ’>■; ’ - . thl' i '. ■ Tómas Arnason forstjóri Frani- kvæmdastofnunar ríkisins er nýkominn heim frá Japan þar sem hann ásamt Guðmundi B. Ólafssyni gekk frá lána- samningi í Tókío milli Framkvæmda- sjóðs íslands og átta banka. Flestir bankanna eða sex talsins voru japanskir. Hvað vilt þú segja um þessa lántöku? Lánið er að fjárhæð tæplega 600 millj. ísl. króna til 10 ára án endurgreiðslu fyrstu fimm árin með 8,4% vöxtum. Ég fullyrði að kjör þessa láns séu með þeim bestu sem fáanleg eru á alþjóðlegum lánamörkuðum um þessar mundir. Lán- ið er tekið samkvæmt fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ársins 1983. Rúmlega helmingurinn er notaður til að greiða upp eldri skammtímalán og afgangurinn fer til upbyggingar atvinnulífsins. Þjóðviljinn sagði að þú hefðir farið um hálfan heiminn til að skrifa nafnið þitt og valdið auknum kostnaði með þessari ferð? Já, Þjóðviljinn segir svo margt ekki sem best ígrundað. Sannleikurinn er sá að hægt hefði verið að ganga endanlega frá lánssamnjngi t.d. í London eða hér heima. En þá hefður japönsku bankarn- ir, a.m.k. sumir þeirra, orðið að senda menn til London eða hingað heim en Framkvæmdasjóður sem lántaki orðið að greiða allan lántökukostnað. Við teljum að með þessari ferð höfum við því sparað Framkvæmdasjóði útgjöld. Auk þess sem við erum reynslunni rtkari. Gagnleg ferð Ég átti þess kost að hitta fulltrúa margra stofnana og ræða við þá m.a. um hugsanlega aukin viðskipti. Kynnastvið- horfum þeirra til viðskipta og fram- leiðslu. Ferðin var mjög gagnleg bæði það að kynnast ráðamönnum og efla tengsl milli manna sem ávallt hefur mikla þýðingu. Þá er sjón jafnan sögu ríkari, þótt ein vika sé stuttur tími til að kynnast landi og þjóð. Þessar stóru félagasamsteypur eins og The Sumitomo Group starfa að fjölmörgum verkefnum eins og t.d. bankastarfsemi, markaðs- setningu og framleiðslu. Þetta eru mikil fyrirtæki með þúsundir manna í sinni þjónustu. Það er einkennandi hvað starfsmenn sýna fyrirtækjunum mikla hollustu. Segja má, að gangi ungur maður í þjónustu slíkra fyrirtækja vinni hann þar venjulega æfilangt. Japan er háþróað tækniþjóðfélag sem hefur upp á margt að bjóða Sérstaklega tel ég hagkvæmt fyrir Islendinga að auka vipskipti á sviði orkumála og stóriðju og einnig að treysta stöðu okkar á lánamörkuðum þar eystra. Auk þess eru Japanir mikil fiskveiði- þjóð, en vantar samt fisk á markaðinn, en þeir eru miklar fiskætur rétt eins og við. Við höfum haft veruleg viðskipti við þá á sviði fiskveiða og sjávarútvegs. Inn- og útflutningsverslun Japana er gífurlega mikil og vaxandi. Þeir flytja m.a. inn ýmsa stóriðjuframleiðslu, fisk, skelfisk og margt fleira. Út flytja þeir eins og kunnugt er bíla í vaxandi mæli svo og margs konar vélar og tæknibúnað af öllum gerðum, stál, ýmis konar efna- framleiðslu og margt og margt fleira. Japanir eru í gífurlegri sókn í alþjóðlegri verslun og ógna jafnvel sterkustu iðnað- arþjóðfélögum heimsins með harðri samkeppni. Ég ítreka því að ferð okkar hafi verið gagnleg og til þess fallin að auka viðskipti og tengsl rnilli manna. Ég álít það mikla skammsýni að freista ekki allra ráða til að leita aukinna móguleika fyrir okkar framleiðslugreinar og einnig nýja framleiðslu. Þáer og mikið framboð á lánsfé í Japan. þótt þeir sjálfir noti geysimikið fjármagn til uppbyggingar. Hvað vilt þú segja um land og þjóð? Japan er eins og allir vita eyjaklasi ■ Fjallið helga, Fuji. með yfir 4 þúsund eyjum, en fjórar þeirra eru langstærstar og mest byggðar. Landið er þó ekki nema tæplega fjórum sinnum stærra en ísland en þar búa tæplega 120 milljónir manna. Það hefur orðið gífurleg byggðaröskun í landinu frá sveitunum til bæja og borga. Japanir verja þó miklum fjármunum til byggða- mála. Unga fólkið sækir til Tókíósvæðis- ins en margir snúa aftur út á landið þegar þeir festa ráð sitt og eldast. Þar sem ég kom eða í Tókío og til hinnar gömlu höfuðborgar Kyoto, var fólk mjög vel klætt,mikið hreinlæti og góð regla á öllu. Einstaklega góð þjón- usta bæði á hótelum og í verslunum og veitingastöðum. Miðborg Tókío er mikil glæsiborg með breiðstrætum, verslunum fullum af góðum vörum, en verð þeirra virtist mér hátt. Þar er mikið af háhýsum og góðar samgöngur. Tókío er því nýtískuleg borg fyllilega sambærileg við stórborgir vesturlanda. í miðri borginni eru geysilega miklir garðar á landsvæði sem heyrir til Keis- arahöllinni. Mjög fallegir og miklir hlaðnir steinveggir umlykja þetta svæði en allt um kring er svo síki. Það hefur því verið erfitt að taka hús á keisara hér áður fyrr. Það var margt að skoða í borginni. Þeir hafa byggt mikinn tum, sem kallað- ur er Tókíoturn sem er eftirlíking af Effelturninum í París. Úr 250 metra hæð er fagurt útsýn. yfh borgina. Þá eru mikil hof þar sc.n hundruð þúsunda manna koma til helgisiða og trúariðk- ana. Agi og góð regla er einkennandi og ef til vill lykillinn að veraldlegri vel- gengni Japana. Við mættum gjarnan líkja eftir Japönum í aga og reglusemi, þótt ekki væri að fullu. Færi okkur þá margt betur úr hendi. Utan miðborgar- svæðisins einkennist byggðin af litlum húsum, sem standa mjög þétt. Nokkuð ber þó á nýjum íbúöablokkum, en íbúðirnar éru yfirleitt litlar. Ferðaðist þú mikið? Nei við vorum mjög uppteknir þessa daga í Tókío en notuðum þó eina sunnudaginn sem við vorum þarna og fórum til hinnar fornu höfuðborgar Jap- an Kyoto, sem er 1200 ára gömul. Við ferðuðumst með nýtískulegri hraðlest sem ekur á 200 km hraða. Þetta er 500 km leið, sem liggur með ströndinni gegnum mjög þéttbýlt svæði sem er byggt á sléttlendi mili. fjalls og fjöru. Þarna eru margar stórar ár, er minna á jökulárnar á söndunum hér heima. en geysimiklar brýr hafa verið byggðar yfir þær. Þar er mikil mergð lítilla húsa og standa þau mjög þétt. Segja má að það sé nær þvi samfelld byggð allar götur frá Tókío til Kyoto. Kyoto er falleg borg byggð á sléttu en umgirt fjöllum. Fyrst heimsóttum við mikið hof sem þeir kalla „Shrine". Menn þvo sér um hendur og biðjast fyrir áður en stigið er inn á hina helgu jörð innan við mikið hlið. Þetta mikla hof með stórum görðum var endanlcga byggt fyrir tæpum 100 árum en er miklu eldra. Þetta eru margar glæsilegar byggingar. Fólk var aö gifta sig þarna og svo voru myndatökur af brúðinni í hinum fræga þjóðbúningi Japana, kímono. Þetta er frægur og friðsæll staður. Þá skoðuðum við mikið Búddamusteri sem var reist árið 1266. Þarna eru 1000 styttur af ýmsum truarfígúrum og guðum, mikill íburður og þessar fleiri hundruð ára styttur eru mikil listaverk. Þá skoðuðum við þriðja hofið, sem stendur í fjallshlíð- ■ Síðastliðna mánuði hefur umræða um áfengismál í þjóðfélagi okkar verið óvenju mikil, bæði manna á meðal og í fjölmiðlum. Ekki hefur hjá því farið að A.A.-samtökin bæri þar nokkuðágóma. Þó að afstáða okkar út á við eigi að byggjast á aðlöðun en ekki áróðri, þætti okkur þó miður farið ef starfsemi okkar félli alveg í þagnargildi. Við teljum alla umræðu um áfengisvandamálið til bóta svo fremi að hún byggist á staðreyndum, en ekki vanþekkingu. Þar sem nafnleynd skyldi í heiðri höfð og bregður nokkurri hulu yfir samtök okkar auk þess sem við leitumst við áð vinna einkum að eigin málefnum, er ekki óeðlilegt að almenningur hafi óljós- ar hugmyndir um eðli og tilgang samtaka okkar. Við leggjum því áherslu á að eftirfar- andi komi ennþá einu sinni fram: Ferill A.A.-samtakanna hófst í Bandaríkjunum árið 1935 og hafa þau síðan breitt úr sér jafnt og þétt um heim allan. Hingað til lands bárust þau 1954 og hafa starfað hér stanslaust síðan og í síauknum mæli. Til þess að gerast A.A.-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Samtökin eiga að vera eignalaus og ekki skipulögð, engin skrá er haldin yfir meðlimi néfundarsókn né cr léiugsgjalda krafist. Samtökin skiptast í deildir sem flestar halda fundi vikulega. Fundir eru ýmist lokaðir, þ.e. eingöngu fyrir alkó- hólista, eða opnir, þ.e. fyrir alla þá sem áhuga hafa. Hér á landi starfa nú urn 150 deildir. Þær eru allar fullkmlega sjálf- stæðar og standa á eigin fótum fjárhags- lega. Samtökin þiggja því enga opinbera styrki og þeir A.A.-menn, sem veita ■ Hof i kyoto. inni ofan við borgina. Þar voru m;irgar fornar byggingar og fagurt um að lítast. Hvað finnst þér um Japan? Japan erstórvcldi á sviði sjávarútvegs. iðnaðar og verslunar. Það kveður mikjð að þeint á alþjóðlcgum mörkuðum og þeir hafa upp á margt að bjóða. Þaö virðist mikill metnaður í þjóðinni og hún er ákaflega vinnusöm. Ég vona, að Japanir leggi áhcrslu á friðsamlcga starf- semi, en þcir eru ákaflcga hlynntir vestrænu samstarfi og líkjast æ meir vesturlöndum í háttum og siðum, þótt þeir haldi einnig í gamlar hcfðir. Telurðu, að við íslendingar eigum möguleika á að efla samskipti við J apan? Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Sérstaklcga held ég, að við gætum átt upplýsingar og fræðslu um samtökin og sína eigin baráttu við Bakkus, eru ólaunaðir áhugamenn. Margir atvinnu- menn á sviði alkóhólisma eru einnig A.A.-félagar, en atvinna þeirra er óvið- komandi þátttöku þeirra í A.A. A.A.-samtökin taka enga afstöðu til annarra málefna en sinna eigin og eiga sér þá ósk helsta að vera haldið utan við deilur og þras. A.A.-samtökin eða deildir þeirra reyna einungis að flytja öðrum alkóhól- istum boðskap sinn án þess að styðja cða fjármagna nein skyld eða óskyld samtök hverju nafni sem þau nefnast, til þess að önnur sjónarmið fjarlægi okkur ekki hinum uprunalega tilgangi: Að vera ódrukkin og styðja aðra alkóhólista til hins sama. Þegar ofdrykkjumaður óskar eftir hjálp viljum við að A.A. sé þar til samvinnu við þá á sviði orkumála og stóriðnaðar. Þaö eru þegar í gangi viðræöur viö þá. Ég held, að það cigi áfram að kanna þar möguicika. Orku- framleiðsla er ntjög dýr í Japan. Við eigum hins vegar að geta framlcitt ódýra orku, ef skynsamlcga er að málum staðið. Þannig er e.t.v. grundvöllur á samvinnu við þessa merkilegu þjóð. Fru þeir of slór og sterk þjóð fyrir okkur að eiga samvinnu við? Nei, það held ég ckki. Við vcrðum sjálfir að kunna okkur forráð í skiptum viö aðrar þjóðir. Staörcyndin cr hins vcgar sú, að viljum viö halda uppi áfram góðum lífskjörum á íslandi vcrðum viö að skipta viö aðrar þjóðir á ýmsum sviðum. taks og ætti sérhver okkar að bera þá ábyrgð. Varla verður um það deilt að of drykkja er geysilegt vandamál hér á landi. Við gerum okkur þess ljósa grein að A.A.-samtökin búa ekki yfir neinni fullnaðar lausn á þeim vanda. Við viljum þó benda á að mikill fjöldi manna hefur náð aftur jafnvægi í lífi sínu með aðferð- unt samtakanna. Upplýsingar, bækur, bæklingar og fundaskrá er að fá hjá Þjónustuskrifstofu samtakanna að Tjarnargötu 5b, kl. 1-5 virka daga (sími 12010). Símaþjónusta við þá sem eiga við áfengisvandamál að stríða er daglega kl. 17-20 í síma 16373. Utan þess tíma svarar símsvari. Frá Landsþjúnustudeild A.A.-samtakanna á íslandi. A.A. í samfélaginu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.