Tíminn - 25.11.1983, Side 18

Tíminn - 25.11.1983, Side 18
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Þegar trúboðinn fellur í syndina ■ Trúbodinn (Michael Palin) að störfum í gleðihverfum Lundúnarborgar. ■ Stjörnubíó: Trúboðinn (The Missi- onary). Leikstjóri: Richard Loncraine. Handrit: Michael Palin, sem jafnframt leikur aðalhlutverkið og er annar fram- leiðenda myndarinnar. Önnur aðal- hlutverk: Maggie Smith, Trevor Howard, Denholm Elliot, Michael Hordern. Bíóhöllin: Herra mamma (Mr.Mom). Leikstjóri: Stan Dragoti. Handrit: John Hughes. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr. Þessar tvær gamanmyndir eiga það sammerkt að vera svo staðbundnar í umfjöllun sinni, að þær kitla lítt hlátur- taugar áhorfenda sem búa að ólíkum reynsluheimi. Breska kvikmyndin um trúboðann fjallar um gamalkunnugt breskt við- fangsefni; stéttaskiptingu og trúmál og syndina lævísu. Myndin gerist á tíma- bili því, sem kennt er við Victoriu drottningu og m.a. er talið einkennast af hræsni og yfirborðsmennsku, sem notuð var til að skýla óheilbrigðu líferni að tjaldabaki. Segir þar frá ungum trúboða, sem kemur heim til Bretlands frá Afríku eftir að hafa reynt að útbreiða kristin fræði meðal svertingja. Hann ætlar að giftast æskuvinkonu sinni, sem hann hefur skrifast á við þau tíu ár sem hann hefur verið í burtu. Kirkjuyfirvöld fela hon- um nýtt trúboðsstarf, að þessu sinni í sjálfri London, þar sem hann á að opna heimili fyrir fallnar konur og boða þeim fagnaðarerindið. Þettagerir hann ekki aðeins í orði heldur sýnir hann þeim einnig kærleika í verki, sem ekki fellur öllum jafn vel í geð. Jafn- framt þessu er lýst kynnum hans af lávarðahjónum, Ames að nafni. Lafði Ames lofar honum fjárstuðningi við trúboðsstarfið en vill fá ást í staðinn. Kemur reyndar í Ijós, að hún á meira skylt við gleðikonurnar í London en nokkurn myndi gruna. Michael Palin, sem „á“ þessa mynd öðrum fremur, gerir hér grín að breskri yfirstétt, jafnt veraldlegri sem kirkju- legri, en einhvern veginn vantar allan brodd í þá ádeilu. Myndin verður því flatneskjuleg og ómarkviss. Hinsvegar eru í myndinni ýmsir góðir sprettir, og á það t.d. við um Michael Horden, sem er óborganlegur sem gamall, við- utan þjónn. En þótt ýmsir af bestu leikurum Bretlands séu hér saman- komnir, þá megna þeir ekki að gera fyndinn gamanleik úr þessum efnivið. Bandaríska kvikmyndin „Herra Mamrna" er hins vegar enn ein kvik- myndin um það, sem gerist þegar fjölskyldufaðirinn missir vinnuna og þarf að sjá um börnin og heimilið á meðan móðirin fer út að vinna. Myndir um þetta efni komust í tísku eftir að „Kramer gegn Kramer" sló í gegn um árið, en hér er allt miðað við staðlaðar klisjur og ærsl, sem hafa ekki það jarðsamband sem þarf til að vekja verulega skemmtan. Þessi mynd hefur hins vegar gengið vel í Bandaríkjun- um, þar sem svona gaman er vinsælt meðal ungra kvikmyndaáhorfenda. -ESJ tímarit Afturelding — blað með boðskap „Fyrst hjá Jesú fann ég svarið" heitir grein eftir Per Söderholm, en þýdd eftir M.Æ.. Bréf til þín heitir aðsend grein frá Ágústu Guðmundsdóttur Hartings, sem búsett er í Bandaríkjunum, og hún segir frá því er hún frelsaðist fyrir 1 'A ári. Geftð gaum að TÁKNUNUM heitir grein eftir Samuel M. Buick og viðtal er við Anniku, sænska stúlku, sem hefur um tíma átt heima á íslandi. Sam BÍLAPERUR ÓDÝR GÆÐAVARA FRÁ MIKIÐ ÚRVAL ALLAR STÆRÐIR Daníel Glad ritar grein um Innhverfa íhugun og spyr í henni: Innhverf íhugun - Svar við vandanum, eða flótti frá honum? Sagt er frá starfi Hvítasunnumanna í Breiðholti, og kynnt er ný hljómplata með Anne og Garð- ari, „Þú reistir mig upp“. í tilefni 500 ára afmælis Marteins Lúthers er grein í blaðinu eftir William J. Petersen Kynnist Marteini og Katrínu von Bora. Margt fleira efni er í Aftureldingu, bæði innlent og erlent. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Einar J. Gíslason. ($V n0 Einstced bók um sfórbrotínn munn uir Lúthersblað á Lúthersári Bókaútgáfan SALT hf. hefur gefið út bók um Martein Lúther í tilefni 500 ára fæðingaraf- mælis hans. Bókin um Lúther er eftir Roland Bainton, en þýðandi er Guðmundur Óli Ólafsson. í Lúthersblaðinu er birtur kafii úr bókinni „Lúther kominn fyrir ríkisþing“. Grein er í blaðinu eftir Torfa Ólafsson, sem nefnist „Slíðrum sverðin“. Ritstjóri blaðsins er Jóhannes Tómasson, en það er prentað í Prentverki Akraness hf. Freyr — búnaðarblað 79. árg. nr. 21.— í nýútkomnu blaði af Frey er helsta efni: Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarafurða, sem er ritstjórnargrein. Guðmundur Ingi Kristjánsson skrifar minningargrein um Jó- hannes Davíðsson frá Neðri-Hjarðardal. Viðtal er við Svein Runólfsson um starfsemi Landgræðslu ríkisins: Við treystum á góða samvinnu við bændur um skynsamlega nýt- ingu á gróðri landsins. Viðtal er við Stefán H. Sigfússon um uppgræðslu lands og áburðardreifingu á vegum Landgræðslu ríkisins. Samstilling burðaráa, - erindi frá Ráðunautafundi 1983 eftir dr. Ólaf R. Dýrmundsson. Grein er í blaðinu eftir Ketil A. Hanneson, hagfræði- ráðunaut B.I.: Afkoma bænda síðustu ár. Grein er um leiðbeiningaþjónustu í málefn- um hrossaræktar og greint er frá starfsemi Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Verðlags- grundvelli landbúnaðarafurða 1. okt. 1983 til Skinfaxi - Blað UMFÍ 5. tbl. 74. árg. af Skinfaxa er nýkomið út. Forsíðumyndin er af körfuknattleik. lnn- gangsorð eru eftir Björn Ágústsson og nefn- ast Friður fyrir alla. Þá koma fréttir af þingum, sagt er frá fþróttastyrk SÍS 1984. Einar Vilhjálmsson segir frá í viðtali og birtar eru myndir af honum í keppni. Skúli Oddsson, framkvæmdastjóri UlA segir frá hvernig honum líkar í starfinu, en hann er nýtekinn við því, og sömuleiðis er viðtal við Einar Svein Árnason, framkvæmdastjóra UMSK, sem einnig er nýbyrjaður í-því starfi. Margar fieiri frásagnir af starfi UMFl eru í blaðinu, sömuleiðis Vísnaþáttur Skinfaxa og frásögn með myndum af kínverskum listfimleikahópi sem var á ferð hér á landi. Dagskrá frá SAMHJÁLP ■ í þessu litla blaði frá Samhjálp eru greinamar: Upp á líf og dauða, Ölvaður 13 ára, „Það er stórkostlegt að fá að vera með“, en það er frásögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur hjúkrunarfræðings, sem starfar nú í Hlaðgerðarkoti. Dagskrá Samhjálpar í október er á þessa leið: 11. okt. þriðjud. Biblíuleshringur, Kristinn Ólason, 13. okt. fimmtud. Almenn samkoma, 18. okt. þriðjud. Biblíuleshringur, 20. okt. fimmtud. Almenn samkoma, Ólafur Jóhannsson, skólaprestur, 22. okt. laugard. Kvikmynda- sýning Krossinn og hnífsblaðið, 25. okt. þriðjudagur Biblíuleshringur, Kristinn Óla- son, 27. okt. fimmtudagur Almenn sam- koma, 29. okt. laugardagur, Opið hús kl. 14 -17. Allarsamkomurnarhefjast kl. 2030. Kaffistofan er opin mánudaga til fimmtu- daga frá kl. 14 -17. Allir eru velkomnir að líta inn, þiggja kaffi og rabba. Þar liggja frammi kristileg blöð og hægt er að kaupa bækur og plötur. ÁBM. blaðsins er Óli Ágústsson og aðset- ur að Hverfisgötu 42, Rvk. 31. jan. ’84 og birt er verðskráning á svínaafurðum. Útgefndur blaðsins eru Búnaðarfélag ls- lands og Stéttarsamband bænda. 1. árg. 3. tbl., er komið út. Þar er minnst 45 ára afmælis SUF með viðtali við Elías Snæland Jónsson, ritstjóra Tímans, en hann tók virkan þátt í starfi SUF á einum af mestu umbrotatímum sambandsins - nánar tiltekið þegar Möðruvallahreyfingin varð til. Þá ritar Finnur Ingólfsson grein unr gæðamál í sjávarútvegi. Rætt er við Sigurð Pálsson. námsstjóra í kristnum fræðum, og Óskar Þórmundsson, rannsóknarlögreglumann, um fíkniefni. Rætt er við Þorstein Ólafsson, stjómarformann Samvinnusjóðs íslands, Guðmundur Stefánsson skrifar um landbún- aðarstefnuna og Þórður Ingvi Guðmundsson um stjórnsýslu. Margt fleira efni er í blaðinu. Ritstjóri Sýnar er Helga Jónsdóttir. Þjóðmálaritið Sýn Kvikmyndir SALUR 1 Frumsýnir Grínmyndina Zorroog hýrasverðið (Zorro, the gay blade) Eftir aö hafa slegiö svo sannarlega i gegn í myndinni Love at first bite, ákvað George Hamilton að nú væri timabært að gera stólpagrin að hetjunni Zono. En afhverju Zorro? Hann segir: Búið var að kvikmynda Supennan og Zorro kemur næst honum. Aðalhlutverk: Geroge Hamilton, Brenda Vaccaro, Ron Leibman, Lauren Hutton Leikstjóri: Peter Medak Sýnd kl. 5,7,9 og 11 SALUR 2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú altrægasta grmmyna sem gerð hefur verið. Jungle Book hefur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega líf Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. SALUR3 Herra mamma (Mr. Mom) Splunkuný og jafnframt frábær grinmynd sem er ein aðsóknar- mesta myndin i Bandarikjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grinmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verður að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram ur þvi. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian Leikstjóri: Stan Dragoti Sýndkl. 5,7,9 og 11 SALUR4 Porkys Sýnd kl. 5 Ungu læknanemarnir (Young doctors) Ein besta grinmynd i langan tíma. i Margt er brallað á Borgó og það sem læknanemunum dettur i hug erólíkindum. Aðalhlutverk: Michael McKeen, Sean Young og Hector Elizondo Endursýnd kl. 7 og 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.