Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.11.1983, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 11 umsjón: Samúel Örn Erlingsson LEEDS STEINLÁ ■ Leeds .United, stórveldið í ensku knattspyrn- unni á árum áður, sem nú er aðeins í neðri helmingi annarrar deildar, fékk slxman skell í ensku deildabikarkeppninni í fyrrakvöld. Leeds tapaði nefnilega fyrir 3, deildarliði Oxford í Oxford, en áður höfðu liðin gert markalaust jafntefli á Elland Road í Leeds. - Oxford leikur gegn Manchester United heima í 4. umferð. Einn leikur var í annarri dcild ensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld, Chelsea vann Swansea 3-1 á útivclli. - SÖE. Óvænt tap meistaranna ■ Skosku meistararnir, Dundee United virð- ast vera í öldudal þessa dagana, um síðustu helgi hcngu þeir á markalausu jafntefli gegn Rangers, og í fyrrakvöld steinlágu þeir fyrir St Mirren, 0-4. I’aö þyngist því enn róðurinn hjá Motherwell og Jóhannesi Eðvaldssyni, þeir eru að verða einir eftir á botninum ásamt St Johnstone. -SÖE. Vetrarsýning hjá Gerplu - næstkomandi laugardag ■ íþróttafélagið Gerpla heldur sína árlegu vetrarsýningu, laugardaginn 26. nóvcmber í íþróttahúsi félagsins að Skemmuvegi 6, og hefst sýningin kl. 13.00. Fram koma mörg sýningaratriði frá öllum aldurshópum, þar á mcðal landsliðsfólk í fimlcikum, J udo og Karate, en Gerpla hefur átt keppendur í öllum þcssum íþróttagreinum á Norðurlandamótum á þessu ári. Gerpla lofar fjölbreyttri og góðri sýningu fyrir alla fjölskylduna og er aðgangur ókeypis. -SÖE Ársþing FSÍ ■ Fimleikasamband fslands heldur ársþing sitt nxstkomandi laugardag, 26. nóvembcr. Þingið er haldið í Félagshcimili Kópavogs, og hefst klukkan 14.00. -SÖE Hörpumótið I • sjöunda stigamótið haldið í Ingólfsbilljard ■ Hörpumótið í billjard. eða svo nefnist sjöunda stigamótið áíslandsmóti billjan.spiiara verður haldið um helgina. Mótið hefst í kvöld og verður keppni síðan haldið áfram á laugar- dag og sunnudag, frá hádegi. Þarna verða allir hclstu keppinautar um íslandsmeistaratitilinn. Staðan í stigakeppninni er nú þessi: Kjartan Kári Friðþjófsson 83,5 Sigurður K Pálsson 70,5 Guðni Magnússon 66,5 Ásgeir Guðbjartsson 66,5 Jón Örn Sigurðsson 62,5 Gunnar Júlíusson 53 Kjartan Kári er núverandi íslandsmeistari, en Gunnar Júlíusson er sigurvegari á síðasta móti. Gunnar hefur hlotiö stig sín á þeirn fjórum mótum, sem hann hefur tekið þátt í. -SÖE Jafnt hjá Lens og Anderlecht ■ Ixns frá Frakklandi og Anderlecht frá Belgíu, lið Arnórs Guðjohnsen knattspyrnu- manns sem enn er meiddur, gerðu jafntefli 1-1 f Frakklandi í fyrrakvöld. Úrslit þessi féllu niður í blaðinu í gær. -SÖE — til að fá að keppa á Norður- landamóti unglinga í sundi — Bryndís Ólafsdóttir reynir að ná lágmarkinu um helgina ■ Bryndís Ólafsdóttir, íslandsmet hennar í 100 metra skriðsundi kvenna nxgir ekki til að hún fái að keppa á NM unglinga í sundi. Vonandi tekst þessari bráðefnilegu stúlku að sannfæra stjórn Sundsambandsins um það um helgina, að hún eigi erindi á NM unglinga. -SÖE/Tímamynd Árni Sæberg I I I I I I I I I I I I I I I I I I Bikarkeppni KKÍ 1. umferð: Úrslitaliðin frá í fyrra lentu saman! ■ Einn stórleikur a.m.k. verður í fyrstu umferð Bikarkeppni Körfu- knattleikssambands íslands, en dreg- ið var í fyrstu umferð í fyrrakvöld. Þá mætast meðal annarra lið IR og Vals, liðin sem léku til úrslita í keppninni síðastliðið ár. Einnig var dregið í bikarkeppni kvenna. Dregið var í keppnina þannig, að fyrst voru dregin út fjögur lið í forkeppni, til að fá 16 liða úrslit í fyrstu umferð. í forkeppnina drógust þessi lið; heimalið á undan: Keflavik - Reynir Sandgerði KR-ÍS Þau tvö lið sem vinna í þessum leikjum koma svo inn í 16 liða úrslit. Dráttur í þau fór svona: Akranes - Grindavík Haukar - Breiðablik Njarðvík - HK Valur - ÍR Skallagrímur - KR b Fram - Snæfell Þór Ak. - Keflavík/Reynir KR/ÍS - Laugdælir í bikarkeppni kvenna drógust þessi lið saman: ÍR - Njarðvík ÍS-KR Akranes - ÍR b Haukar sitja hjá. Öllum leikjunum á að ijúka fyrir 20. janúar. -SÖE ■ Vel getur svo farið, að íslandsmet Bryndísar Ólafsdóttur frá Þorlákshöfn nægi henni ekki til þátttöku á Norður- landamóti unglinga í sundi, sem haldið verður í Linköbing í Svíþjóð 10.-11. desember næstkomandi. Ástæðan er sú, að lágmarkið sem Sundsamband íslands setur til að keppandi verði sendur á mótið, hafl náð sama eða betri tíma og nægði til 6. sætis á síðasta Norðurlanda- móti unglinga. Sjötti besti tími í 100 metra bringusundi stúlkna var slétt ein mínúta, en íslandsmet Bryndísar er 1:01,1 mín. Bryndís á þó nokkra mögu- Hannes og Guðmundur í hópinn ■ Bogdan Kowatlczyk landsliðsþjálf- ari í handknattleik hefur valið tvo nýja menn í 24 manna landsliðshóp sinn. Eru það Hannes Leifsson Stjörnumaður, og Guðmundur Albertsson KR-ingur. Þeir kappar koma í hópinn í stað Aðalsteins Jónssonar Breiðabliki og Karls Þráins- sonar, sem dregið hafa sig út vegna prófa. Þá mun Þorbjörn Jensson, varn- armaðurinn sterki úr Val, gefa kost á sér í landsliðið, en hann hafði áður ekki gefið kost á sér. -SÖE leika á að bæta metið enn, tekur þátt í tveimur mótum um helgina. Guðmundur Árnason, formaður Sundsambands íslands sagði í samtali við Tímann í gxr, að ekki vxri hægt að gera undantekningu með Bryndísi, sökum þess að fleiri væru nálægt lág- mörkum, sem ekki fengju að fara. Fjórir íslendingar hafa þegar tryggt sér rétt til að keppa á mótinu, Eðvarð Þ. Eðvarðs- son Njarðvík í 100 og 200 metra bak- sundi, Guðrún Fema Ágústsdóttir Ægi í 100 og 200 metra bringusundi, Ragn- heiður Runólfsdóttir ÍA í 100 og 200 metra baksundi og Ragnar Guðmunds- son Ægi í 400 og 1500 metra skriðsundi. Bryndís mun keppa í kvöld á innanfé- lagsmóti Sundfélags Hafnarfjarðar í 100 metra skriðsundi, og reyna við metið, og síðan mun hún synda vegalengdina á Unglingameistaramóti Islands sem hald- ið verður í Sundhöll Reykjavíkur um helgina og byrjar í kvöld, sökum gífur- legrar aukningar í þátttöku. En verður Bryndís að bæta sig um 1,1 sekúndu til að komast á NM? Guðmund- ur formaður sagði, að ef hún færi vel undir 1:01,0 yrði hún að öllum líkindum send í keppnina, þar eð Bryndís væri aðeins 14 ára, og það að hún fengi reynslu af slíkum mótum væri „fjárfest- ing“ fyrir framtíðina. -SÖE ALLT A FULLU HJA TRIMMNEFNDINNI Viðurkenningar veittar fyrir Trimmstarf ■ Trimmnefnd íþróttasambands ís- lands hefur að undanförnu kynnt örv- unaræfingar á vinnustöðum, haldið námskeið fyrir leiðbeinendur, og full- trúar nefndarinnar farið á nokkra vinnustaði í Reykjavík og nágrenni til að kynna þessa hluti. Fyrirkomulagið er þannig, að valdar eru nokkrar líkamsæfingar sem ná þreytu úr vöðv- um og er stefnt að stuttum tíma í hvert skipti, ekki meira en 5 mínútum. í framhaldi af þessum námskeiðum og öðru sem viðurkenningar hefir verið vert í íslensku trimmstarfi hefur Trimmnefnd ÍSÍ dreift viðurkenning- um, heiðrað þá sem lokið hafa. leið- beinendanámskeiðum, þá staði sem hafa stuðlað að auknu trimmi, og að auki heiðrað frækna hlaupagarpa sem hlupu norður Kjöl sl. sumar. íþróttasambandið hefur sent blað- inu myndir af þessum viðburðum, og eru þær birtar hér. Trimmnefndin mun halda áfram á sömu braut: -SÖE. ■ Vaskir kappar, hlupu norður Kjöl síðastliðið sumar. Þeir fengu viðurkenn- ingu frá Trimmnefnd ÍSI fyrir afrekið. Frá vinstri í fremri röð eru: Sigurjón Andrésson, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Guðmundur Gíslason. Frá vinstri í aftari röð eru: Gunnar Kristjánsson, Stefán Friðgeirsson, Árni Þór Kristjánsson og Leiknir Jónsson. Útskrifaðir leiðbeinendur ásamt fulltrúum trimmnefndar og leiðbeinend- um. Á myndinni eru: Hermann Níelsson íþróttakennari, stjórnandi námskeiðs- ins, Svana Jörgensdóttir í Trimmnefnd ÍSÍ, Ragnheiður Lárusdóttir í Trimmnefnd ISI, Sigríður Sigurðardóttir frá íslenskum aðalverktökum á Keflavíkurflugvelli, Sigríður Lúthersdóttir Trimmnefnd ÍSÍ, Aðalheiður Fra- nsdóttir Bæjarútgerð Reykjavíkur og Ástbjörg Gunnársdóttir íþróttakennari og formaður Trimmnefndar ÍSÍ, en hún ieiðbeindi einnig á námskeiðinu. ■ Forstjóri Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Laugarási, Rafn Sigurðsson, tekur við viðurkenningu fyrir hönd heimilisins úr hendi formanns Trimmnefndar ISI, Ástbjargar Gunnarsdóttur. ÆSKAN Æskan er komin út! Full af frísku efni. M.a: ★ Laddi í opnuviðtali ★ Lög unga fólksins ★ Gagnvegir ★ David Bowie ★ Jólagetraun ir Veggmynd af Bubba, Agli Ólafs, Ragnhildi o.fl. ★ Kaflar úr nýjum bókum Æskunnar: — Frú Pigalipp og jólapösturinn — Lassi i baráttu — Við erum Samar — Sara — Til fundar við Jesú frá Nasaret Áskrift að Æskunni er vinsæl og góð gjöf Askriftarsími 17336 Einhell vandaöar vörur Enska knattspyrnan beint á laugardag: Ipswich - Liverpool Enskir sjónvarpsmenn hættir í verkfalli Þús færist aldrei of raikið í fang, sértu með leikfang á Ingvari Helgasyni hf. ■ „Þeir eru loks hættir í verkfalli í Englandi, svo við fáum leik beint á laugardag“, sagði Bjami Felbcson, íþróttafréttamaður sjónvarpsins í sam- tali við Tímann í gær. Það verður leikur Ipswich og Liverpool sem sýndur verður. Það hefur staðið til nokkurn tíma, að sýndur yrði leikur beint hingað úr ensku fyrstu deildinni í knattspymunni á laug- ardaginn kemur, og mun það vera í samvinnu við hin Norðurlöndin, sem gert hafa samning við enska knatt- spyrnumenn þar að lútandi. Það kom hins vegar ekki á hreint fyrr en í gær að af þessu gæti orðið, vegna þess að verkfall hefur staðið yfír í þó nokkum tíma hjá breskum sjónvarpsmönnum. - SÖE. Frá knattspyrnufélaginu Þrótti í Reykjavfk, sem er að verða 35 ára: í fyrstu deild íöllum greinum ■ Þróttarar í Reykjavík búa sig nú undir að halda upp á 35 ára afmxli félags síns, Knattspyrnufélagsins Þróttar, sem er á næsta ári. lþróttastarfíð stendur mcð blóma í öllum greinum, í blaki, handknattleik og knattspyrnu. Ný deild, borðtennisdeild, hefur verið stofnuð. Og stefnt er að áframhaldandi frant- kvæmdaátökum á félagssvæðinu við Holtaveg. í öllum íþróttagreinunum sem Þróttur hefur haft á stefnuskrá sinni undanfarið eru aðalflokkarnir í 1. deild. Blakdeildin náði þeim einstaka árangri síðasta vetur að sex flokkar hennar í | íslandsmóti náðu sex gullverðlaunum. 1 19 innanlandsmótum hrepptu blakmenn Þróttar, í karla- og kvennaflokkum, 13 gullverðlaun, fjögur silfursæti og þurftu aðeins tvisvar að sætta sig við neðri sæti. í haust varði meistaraflokks- lið karla Reykjavíkurmeistaratitil sinn áttunda árið í röð. Handknattleiksdeildin hélt sæti sínu í 1. deild karla í vor og er nú í sókn í deildinni. 5. flokkur karla náði titli Reykjavíkurmeistara síðasta vetur. Kvennalið í 2. deild er í baráttu um 1. deildarsæti og allir yngri flokkar deildar- innar í mikilli framför. Knattspyrnudeild Þróttar hlaut örugg- an sigur í 2. deild í fyrra og hélt sætinu í sumar í hörkubaráttu. 5. flokkur karla náði silfri á íslandsmótinu í fyrra og 4. flokkur lék í úrslitum í sumar. Félagsaðstaða og útiaðstaða er að sjálfsögðu í Þróttarheimilinu og á félags- svæðinu við Holtaveg. í innigreinum fær félagið aðallega inni í íþróttahúsi MS við Skeiðarvog, en einnig þarf að sækja Laugardalshöll, Seljaskóla og Haga- skóla. UÓSIN K0MIN, NÆST GIRÐINGIN 0G GRASIÐ Þróttarar kveiktu í fyrravetur á flóð- ljósum við malarvöllinn á félagssvæði sínu. Þau eru fullkomnari en önnur slík ljós hér enn sem komið er, og hægt að bæta þau. En ætlunin er að breyta malarvellinum í gerMgrasvöll innan fárra ára, enda ógerningur að þröng félags- svæði þjóni þörfunum öðrú vísi. Félagsheimili Þróttar, yfir 700 fer- metrar á tveim hæðum, var múrhúðað í haust. Þróttheimar Æskulýðsráðs leigja efri hæðina fyrir félágsmiðstöð hverfis- ins. En félagið hefur þegar sprengt utan af sér neðri hæðina og er komið í húsnæðishrak. Stórátök eru framundan við að girða félagssvæðið og umbylta mýrartúni í grasvöll, sem gera verður með skyndiá- taki vegna landþrengslanna. Þá er það gervigrasið og loks fullnaðargerð lítils vallar sem henta mun fyrir tennis, hand- knattleik og fleiri greinar. Ljóst er að það sem ógert er á félagssvæðinu mun kosta talsvert á þriðja tug milljóna. Og Þróttarar bíða einnig eftir aðstöðu í fyrirhuguðu íþrótta húsi i við Langholtsskólann, eins og íbúarnir í hverfinu. NÝ DEILD ST0FNUÐ Borðtennisdeild hefur nú verið stofn- uð og starfar í nafni Þróttar með stjórn- arheimild, en næsti aðalfundur félagsins fjaliar endanlega um málið. Þessi deild sprettur í raun upp úr starfi Þróttheima. Auk íþróttadeildanna hefur um árabil starfað sérstök kvennadeild að margvís- legum stuðningi við félagsstarfið. Á döfinni er að mynda öfluga, almenna deild styrktarfélaga og stuðningsmanna. STJÓRN ÞRÓTTAR Á aðalfundi félagsins nýverið var Herbert Guðmundsson kjörinn formað- ur annað árið í röð. Varaformaður er Hennig Finnbogason, ritari Baldur Þórðarson, gjaldkeri Birna Garðarsdótt- ir, meðstjórnandi Hallvaður S. Óskars- son, varastjórnendur Skúli Björnsson og Guðjón Oddsson. Formaðurblakdeildar er Valdimar S. Jónasson, formaður handknattleiksdeildar (í umboði aðal- stjórnar) Baldvin Óskarsson, formaður knattspyrnudeildar Ómar Siggeirsson, formaður borðtennisdeildar Björgvin Hólm Jóhannesson og formaður kvenna- deildar Gróa Yngvadóttir. Vorum að fá frábœra sendingu af gœðaleikföngum og nú dugar ekki að drolla, því jafnvel heitar lummur renna ekki eins vel út. 27 ára reynsla hefur kennt okkur að velja aðeins það besta. Við einir bjóðum í heildsölu merki eins og: SUPERJOUET - KIDDIKRAFT - NITTENDO - KNOOP - RICO EKO - DEMUSA og LONE STAR, auk ritfanga frá ASAHAI- og úrval gjafavara - postulíns og kerta. Hafið samband í síma 91-37710 eða komið og skoðið úrvalið. INGVAR HELGASON HF. VONARLANDI VIÐ SOGAVEG. SÍMI 37710 VÖRUTRILLUR KR. 985.00 VIÐGERÐAR- LEGUBRETTI KR. 616.00 Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 PIh.sI.os IiI'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.