Tíminn - 02.02.1988, Qupperneq 3

Tíminn - 02.02.1988, Qupperneq 3
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 Tíminn 3 Skoðanakönnun Hagvangs: Stóraukið fylgi við Framsóknarflokkinn, í könnun Hagvangs frá í liaust, er orðin staðreynd og fjórðungur þjóðarinnar myndi kjósa Framsókn ef kosningar yrðu núna. Þetta kemur fram í nýjustu skoðanakönnun Hagvangs og heldur Framsókn öllu sínu frá glæsilegri frammistöðu í októberkönnun Hagvangs. í þessari nýjustu könnun kemur auk þess fram að Kvennalistinn hefur bætt mjög við fylgi sitt og er það lang mesta sveiflan sem kemur fram í niðurstöðum Hagvangs. Kvennalistinn er nú með talsverðri vissu orðinn þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Aiþýðubandalagið er hætt að missa fylgi og er komið niður á fast grunn. Alþýðuflokkurinn missir mjög mikið og fær höggið af vaxandi andstöðu við ríkisstjórnina, en það mælist einkum á meðal kvenna. Þá er Ijóst orðið að óánægðir sjálfstæðismenn snúa ekki aftur til Sjálfstæðisflokksins þótt fylgi fari hratt minnkandi við Borgaraflokk. Ef aðeins eru skoðaðir þeir sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var á föstudaginn var, kemur fram að Sjálfstæðisflokkur fengi 29,8%, Framsóknarflokkurinn 24,1%, Kvennalistinn 21,3%, Alþýðuflokk- ur 9,2%, Alþýðubandalag 8,4%, Borgaraflokkur 5,6%, Flokkur mannsins og Þjóðarflokkurinn fengju 0,8% hvor um sig, en fylgi við1 framboð Stefáns Valgeirssonar og Bandalag jafnaðarmanna mælist ekki. Miðað við fráviksprósentur er fylgi þriggja stærstu flokkanna hlut- fallslega réttast. T.d. getur fylgi Sjálfstæðisflokksins hvikað til um 4,0% (það er m.ö.o. frá 25,8% - 33,8%), en fylgi Borgaraflokks er í raun frá 3,6% - 7,6% miðað við frávikshlutfall. Þannig er í raun mest að marka hæstu hlutfallstölurnar en minnst að marka þær lægstu. Alþýðubandalagið Ef við berum saman fylgi sam- kvæmt þessari könnun Hagvangs, fylgi samkvæmt könnun Hagvangs í október s.l. og fylgi samkvæmt niðurstöðum síðustu alþingiskosn- inga, er þróun mála á þessa leið: Alþýðubandalag hefur misst mikið frá kosningum og kom það strax fram í október. Þá féll það úr um 14% í tæplega 9% og er nú í 8,4%. Fylgishrunið virðist því vera komið í einhver mörk eða þá að þessi neikvæða þróun hefur verið stöðvuð. Meðal skýringa á niður- stöðunum í október var talið að náiægð átakamikils landsfundar þess væri hluti skýringa, en nú er sem sagt komið í ljós að fylgið hefur lítið sem ekkert breyst frá þeim tíma. Alþýðuflokkur Alþýðuflokkurinn virðist í fljótu bragði taka höggið af vaxandi and- stöðu við ríkisstjórnina og heldur fylgið áfram að hrynja utan af þeim frá kosningum. Þá voru þeir með um 15% en í október voru þeir komnir niður í um 13% og nú eru þeir komnir niður fyrir tuginn og er fylgið 9,2%. Er hluta skýringanna vafalaust að sækja til „matarskatts- ins“ margrædda og fleiri óvinsælla verka ráðuneyta flokksins. Framsókn Framsóknarflokkurinn jók mjög við sig fylgi í október, eða úr tæplega 19% í um 24% frá kosningum. Þessi fylgisaukning er orðin staðreynd, þar sem Framsókn er nú komin með 24,1%. Sagði Gunnar Maack fram- kvæmdastjóri Hagvangs að hann teldi allt benda til þess að framsókn- armönnum hafi tekist að koma mjög sterkir út úr málum eins og t.d. fiskveiðifrumvarpinu. Framkoma þeirra í stjórnarsamstarfinu hafi greinilega haldið því fylgi sem þeir voru komnir í við októberkönnun- ina. Kvennalisti Kvennalistinn kemur mjög skemmtilega út úr könnuninni. Þær hreinlega stika upp vinsældalistann og kemur aukið fylgi þeirra frá í október, að mestu frá stjórnarflokk- unum. í október sóttu þær aukið fylgi aðallega til Alþýðubandalags- ins og halda þær því núna. Þótt ekki sé gott að meta það hvort fylgi listans sé varanlegt, er Ijóst að þær hafa aukið fylgi sitt verulega frá kosningum. I kosningunum fengu þær um 10%, í október mældist fylgi þeirra ríflega 14% og núna er það orðið helmingi meira en í kosningun- um, um 21,3%. Benti Gunnar Ma- ack á að rétt gæti vcrið að bera saman gífurlega fylgisaukningu við Kvennalistann og áberandi andstöðu kvenna við ríkisstjórnina, eins og betur kemur fram hér neðar. Það mætti jafnvel segja sem svo að óvinsældir aðgerða ríkisstjórnarinn- ar meðal kvenna komi einna skýrast fram í afstöðu til Kvennalistans. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðismenn sögðu cl'tir kosn- ingarnar síðustu að óánægðir sjálf- stæðismenn, sem farið hefðu til fylgis við Borgara, myndu snúa aftur til flokksins. Það hefur ekki orðið raun- in. Þótt flokkurinn bæti nú lítillega við sig, er það ekki í neinu hlutfalli við fylgistap borgara. Sjálfstæðis- menn eru nú með 29,8% fylgi, voru með innan við 29% í október og með rúmlega 27% í kosningunum. Þeir virðast því hafa sloppið við að láta kenna sér um óvinsælustu að- gerðir ríkisstjórnarinnar, en ná ekki að kalla til sín nema lítinn hluta þeirra sem hurfu við klofninginn fyrir kosningarnar. Klofningur flokksins er því að öllum líkindum orðin varanleg staðreind í langri sögu hans. Borgarar Borgaraflokkurinn missir mikið fylgi. Borgarar voru með vel yfir 10% í kosningunum, voru búnir að missa hátt í 3% þjóðarfylgi í október s.l. og missa enn. Nú eru þeir með 5,9% og ekki sér enn fyrir endann á fylgishruni borgara. Ríkisstjórnin Einnig var spurt uni afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Eins og að fram- an greinir var mikill munur á afstöðu kvenna og karla til stjórnarinnar og einnig kom fram ólík dreifing á fylgi ma'nna eftir aldurshópum. 1 október voru 59,6% fylgjandi henni. en 40,4% voru henni andvíg. Nú er minnihlutinn fylgjandi henni, um 47,9%, og 52,2% eru henni andvíg. Sérstaklega var kannað hvernig afstaðan skiptist eftir kynjuni. Væru karlar teknir sérstaklega, kom í Ijós að meirihluti þeirra studdi stjórnina og voru 55,7% fylgjandi henni en aðeins 44,3% voru henni andvíg. Ef afstaða kvenna var skoðuð sérstak- lega snerist dæmið við. Aðeins 39,4% kvenna voru stjórninni fylgj- andi, en 60,1% kvenna voru henni andvíg. Kom það hcim og saman við skýringar Gunnars Maack, að lík- lega mótaði nýleg skattlagning ríkis- stjórnarinnar mjög niðustöður könnunarinnar. Hér væri greinilegt samhengi við mikla fylgisaukningu Kvennalistann. Eftir aldri skiptist afstaðan til stjórnarinnar á þá leið að meirihluti 50 ára manna og eldri styðja hana, en ekki nema 40,4% manna á aldrin- um 18-29 ára. Andstaðan er mest hjá yngstu mönnunum en minnst hjá þeim sem eldri'eru. Segir það m.a. að niðurstaðan er neikvæð fyrir ríkisstjórnina og ekki síður fyrir gömlu flokkana. Fylgistryggð Ef skoðuð er tryggð kjósenda við flokka sína kemur í ljós að Kvenna- listinn og Framsóknarflokkurinn eru þar efstir á blaði. Tæplega 90% þeirra sem kusu þessa flokka í kosningunum segjast ætla að kjósa þá aftur. Næstir í tryggð eru sjálf- stæðismenn. Um 80% þcirra segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur. Alþýðuflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Borgaraflokkurinn koma þannig út að frá 67% og niður í 60% þeirra sem kusu þá síðast segjast ætla að kjósa þá aftur. KB Kristján í La Scala Frá tónleikunum. Á þríðja hundrað manns sótti skemmtunina. Tímamynd mm. Borgarfjörður: Á sunnudagskvöld hljómaði ís- lensk söngrödd í fyrsta sinn í sölum La Scala óperuhússins í Mílanó. Kristján Jóhannsson söng þar í frum- sýningu á óperunni 1 due Foscari eftir Verdi og dró að venju hvergi af sér. Óperan var frumsýnd fyrir fullu húsi og meðal áhorfenda var nánasta fjölskylda Kristjáns og íslenskir að- dáendur sem sáu sér fært að vera við frumraun íslendingsá þessu frægasta óperusviði heims. í sýningunni tók þátt margt frægra tónlistarmanna, sem Kristjáni er sannarlega akkur í að starfa með. Honum var tekið mjög vel af áhorf- endum, en gagnrýni og umsagnir hafa enn ekki birst, því að dagblöð koma ekki út í Mílanó sökum verkfalls. þj Sinfónían í Frá fréttaritara l ímans í Borgarfirði, Magnú.si Magnússyni: Sinfóníuhljómsveit Islands sótti Borgfirðinga heim síðast liðið fimmtudagskvöld og hélt tónleika í félagsheimilinu Logalandi í Reyk- holtsdal. Greinilegt var að Borgfirðingar voru farnir að bíða eftir að fá hljómsveitina í heimsókn, því vel á þriðja hundruð manns sótti tónlcik- ana. Héraðsbúar lögðu einnig sitt af mörkum, þvf 75 manna kór söng með hljómsveitinni. Samanstóð Logalandi hann úr kirkjukórum Hvanneyrar- og Reykholtskirkju, auk Kveldúlfs- kórsins úr Borgarnesi. Stjórnendur þessara kóra voru þau Bjarni Guð- ráðsson og Ingibjörg Þorsteinsdótt- ir. Páll P. Pálsson stjórnaði flutningi og einleikari á píanó var Selma Guðmundsdóttir. Gestir tónleikanna fóru greinilega ánægðir heim og vona menn að ekki líði 12 ár þangað til að hljómsveitin spilar næst, en hún spilaði síðast á Logalandi árið 1976. Þröstur varð skákmeistari Reykjavíkur Þröstur Þórhallsson og Guð- mundur Gíslason deildu með sér efsta sætinu í opna flokknum á Skákþingi Reykjavíkur sem lauk á sunnudagskvöld. Þeir hlutu níu vinninga af ellefu mögulegum. Þröstur Þórhallson hlaut titilinn skákmeistari Reykjavíkur þar sem Guðmundur kemur frá Isa- firði og venjan er að Reykvíking- ur beri þennan titil. í öðru sæti varð Sævar Bjarna- son með átta og hálfan vinning. Þorsteinn Þorsteinsson og Snorri Bergsson lentu síðan í fjórða til fimmta sæti með átta vinninga. Alls voru níutíu og tveir kepp- endur í opna flokknum. Þá lauk keppni í flokki 14 ára °g yngri þar sem keppendur voru sjötíu. Þar urðu efstir og jafnir Snorri Karlsson og Helgi Áss Grétarsson, með sjö og hálfan vinning af níu mögulegum. Þeir þurfa að tefla úrslitaskák um meistaratitilinn síðar. Hvassviöri, bræla og leiöindi á loönumiöunum: Léleg veiði „Þetta var léleg helgi og það má nú segja að það sé mokveiði núna miðað við hana, þó þeir veiði lítið,“ sagði Ástráður hjá Loðnu- nefnd í samtali við Tímann í gær. Þrír bátar tilkynntu afla á laugar- dag, samtals 1.670 tonn og fimm á sunnudeginum, samtals 3.850 tonn. í gær voru tólf bátar úti og dreifðust þeir um stórt svæði fyrir austan. Sex bátar voru komnir með fullfermi og fjórir með slatta. „Það er bræla þarna og leiðindi og spáð hvassviðri á miðunum, þannig að ekki lítur vel út,“ sagði Ástráður. -SOL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.