Tíminn - 02.02.1988, Page 7

Tíminn - 02.02.1988, Page 7
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 Tíminn 7 Raisa kemur til sögunnar: - Brúðkaup á stúdenta- garðinum Háskólastúdentar í Moskvu bjuggu við þröngan kost á þessum árum. Fyrstu 3 árin bjó Gorbatsjov á Stromynka stúdentagarðinum, sem var til húsa í fyrrum hermanna- skálum frá 18. öld. Þar voru 10.000 stúdentar til húsa, 8 eða fleiri í hverju herbergi og höfðu sameigin- legt eldhús og þvottahús á hverri hæð. En þrátt fyrir þrengslin og skortinn á svigrúmi tókst stúdentun- um koma því þannig fyrir að þeir gætu átt sín ævintýri í friði. Herberg- isfélagar Gorbatsjov höfðu þann háttinn á að í hverri viku skyldi hver þeirra hafa herbergið út af fyrir sig eina klukkustund, sem þeir gætu notað til að fá stúlkur í heimsókn. Og það var einmitt á stúdenta- garðinum sem Mikhaíl kynntist fallegu stúlkunni Raisa Maximovna Titorenko. Hún var greind og vinsæl, lærði heimspeki og var ári yngri en hann. Mlynar rifjar það upp að Mikhaíl átti í upphafi marga keppinauta um ástir hennar en fór með sigur af hólmi. Þau giftu sig snemma árs 1954 og héldu upp á brúðkaupið í einu horni matsalarins með u.þ.b. 30 skólasystkinum sínum. Brúðkaupsnóttinni eyddu þau í herbergi Mikhafls, en félagar hans höfðu komið því þannig fyrir að þeir yrðu fjarverandi þá nótt. Næsta dag hélt Raisa á sitt eigið herbergi og virku dagamir runnu upp á ný. Margir mánuðir liðu þar til þau fengu húsnæði og gátu stofnað heimili. Starfsmaður Komsomol á háskólaárunum Þó að Gorbatsjov sé lögfræðingur að mennt hefur hann aldrei unnið sem slíkur enda hefur hugur hans alltaf staðið til stjómmála. Strax á unga aldri, í Privolnoye, var hann orðinn meðlimur æskulýðshreyfing- ar flokksins Komsomol og vopnaður meðmælum frá flokksvélinni í Stavropol gerðist hann starfsmaður hreyfingarinnar við lagadeild há- skólans 1952. Um svipað leyti varð hann fullgildur félagi Kommúnista- flokksins. Honum var fengið það starf að sinna áróðri og hlýða á kvartanir íbúanna í verkamann- ahverfi í Moskvu. Þeim sem þekktu hann á þessum árum ber saman um að hann hafi fylgt sannfæringu sinni í starfinu. Hann var tómlátur um að sinna þeim málum sem honum féll ekki í geð, Raisa Gorbatsjov hefur vakið at- hygli og aðdáun hvar sem hún hefur komið. Hún er fædd í Síberíu en segir í viðtölum að hún sé hreinræktaður Rússi. Sú saga er sögð að þegar þau hjón voru í kvöldverðarboði hjá Margaret og Denis Thatcher 1984 hafi talið borist að „hinum vinnandi stéttum“. „I mínu landi tilheyrum við öil hinum vinnandi stéttum,“ sagði aðalrítarinn. „Nei, við gerum það ekki,“ sagði kona hans snöggt. “Þú ert lögfræðingur“. Myndin er tekin þegar Raisa kom tíl Islands 1986 og birtist með greininni ■ Time. en hinum sinnti hann af heilum hug. Þeir sem ekki fylgdu honum þar að málum höfðu fulla ástæðu til að óttast hann og einn samstúdentinn minnist þess að þegar Gorbatsjov komst að raun um að einhver skóla- systkin áttu foreldra í pólitískri útlegð, hefði hann farið fram á að þau yrðu rekin úr Komsomol og jafnvel háskólanum líka. Og franski sérfræðingurinn í Sovétmálum Michel Tatu, sem nú vinnur að ritun : ævisögu Gorbatsjovs, heldur því fram að hann hafi ekki látið sitt eftir liggja í eitruðum andgyðinglegum áróðri í ræðum sínum þegar Stalín fór í síðustu herferð sína gegn gyð- ingum rétt fyrir dauða sinn 1953. Mlynar ber ekki á móti þessu en segir að Gorbatsjov hafi aldrei ofsótt neinn einstakan. Á Stavropol-svæðinu í 23 ár - hvað gerði hann þar? Gorbatsjov útskrifaðist úr há- skólanum 1955 en þá voru umróts- tímar í Sovétríkjunum. Stalín var fallinn frá og Krústjoff tekinn til við að vinda ofan af illverkum hans. Þá tók Mikhaíl sig upp frá Moskvu ásamt Raisu og fluttist til Stavropol- svæðisins. Þar dvöldust þau næstu 23 árin. Blaðamaður Time segir að hvað erfiðast sé að safna upplýsing- um um hvað Gorbatsjov aðhafðist þessi ár en vitað er að frami hans innan flokksins var skjótur og 1970 var hann orðinn aðalritari flokksins á Stavropol-svæðinu, þar sem búa 2,4 milljónir manna. í leiðinni viðaði hann að sér mikilli þekkingu í land- búnaðarmálum. Hann kynnti sér þau gegnum bréfaskóla og 1967 lauk hann háskólaprófi í landbúnaðarvís- indum. Frá þessum árum er þó til ein og ein frásögn af manninum Mikhaíl Gorbatsjov. Fómarlamb Stalíns skrifar Gorbatsjov bréf - þýski rithöfundurinn Horst Bienek fer fram á að dómur yfir sér verði ógiltur Nú er ekki um annað meira talað um allan heim en aðalritara sov- éska Kommúnistaflokksins Mikha- il Gorbatsjov og endurbótastefnu hans. Hann hefur afneitað stefnu og grimmd Stalíns sáluga og hefur látið í veðri vaka að hann vilji bæta fyrir ranglæti og misgerðir Stalíns. En þar á leiðtogi Sovétríkjanna mikið verk fyrir höndum og ekki víst að honum sé það svo ljúft þegar allt kemur til alls. Ekki alls fyrir löngu skrifaði jafnaldri Gorbatsjovs honum bréf þar sem hann fór fram á leiðrétt- ingu sinna mála en hann hafði ungur og saklaus - að eigin sögn - orðið fórnarlamb þess leiða siðs Stalíns að safna saman alsaklausu fólki í Austur-Evrópulöndum á árunum eftir síðari heimsstyrjöld- ina og verða sér þar með úti um ókeypis vinnuafl í Síberíu og á öðrum góðum stöðum í Sovétríkj- unum. Bréfritarinn er þekktur þýskur blaðamaður og rithöfund- ur, Horst Bienek, nú búsettur í Munchen. Horst Bienek segir svo frá að á árunum eftir stríðið hafi hann haft búsetu í Potsdam en haldið sig jöfnum höndum í Austur- og Vest- ur-Berlín. Hann las pólitísku mál- gögn yfirvalda í báðum borgar- hlutunum, stundaði háskólabóka- söfnin báðum megin og naut leik- sýninga jafnt í Austur- og Vestur- Berlín. Hann leit á sig sem eksist- entialista og tók fullan þátt í því félagslífi sem honum féll, hvorum megin markanna sem var. Hann segir sig og félaga sína hafa verið nægilega eigingjarna til að vilja njóta þess besta sem á boðstólum var hvar sem það væri að finna. Að vísu var hann ekki marxisti, sætti sig ekki við öll þau boð og bönn sem listin var beygð undir í Austurblokkinni. En hann átti sér samt einskis ills von þegar hann var skyndilega tekinn fastur 7. nóv- ember 1951. Við yfirheyrslur var hann ekki beint pyntaður, þó spýtti hann einhverjum tönnum. Eftir fimm mánaða yfirheyrslur fór mál hans fyrir „rétt“ og tók afgreiðsla þess ekki nema hálftíma enda var enginn verjandi til að flækja málið. Dómurinn hljóðaði upp á 25 ára nauðungarvinnu og svo var haldið af stað -fyrst til Moskvu í fangalest og þaðan í flutningalest í gæslu vopnaðra varða, ásamt fjölda póli- tískra fanga frá Sovétríkjunum og löndum Austur-Evrópu. Áfanga- staðurinn var Workuta í Síberíu þar sem árið 1952 voru u.þ.b. 30 vinnubúðir og í hverjum 3000 nauðungarvinnufangar. Þar vann hann í kolanámu í fjögur ár. Þrátt fyrir dauða Stalíns 1953 og handtöku og líflát Bería í desem- ber það ár (fyrir að hafa brotið gegn lögum sósíalismans) varð engin breyting á högum fanganna, sem höfðu verið dæmdir í nauð- ungarvinnu í Síberíu í nafni Bería. Fangarnir fóru þess vegna í verkfall í júlí 1954 sem var brotið á bak aftur eftir 11 daga þegar sérsveitir úr leynilögreglunni, undir stjórn rússneska saksóknarans í Nurn- bergréttarhöldunum, Rudenko, • skaut á fólkið með vélbyssum. 50 voru drepnir og 300 særðir. Loks í árslok 1955 voru þýsku pólitísku fangarnir látnir lausir, ásamt dæmdum þýskum stríðs- föngum, samkvæmt náðunarsamn- Þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Horst Bienek er jafnaldri Gorbatsjovs. Hann vill fá ógiltan ranglátan dóm sem felldur var yfir honum 1951. ingi sem Adenauer og Krústjoff gerðu með sér. „Ég vil fá endurreisn vegna þess að ákæran var bæði fölsuð og tilbúin og refsingin gerræðisleg," segir Horst Bienek í bréfi sínu. Hann segist hafa verið ákærður fyrir að hafa flutt með sér svæðis- símaskrá um Potsdam til Vestur- Berlínar. Saksóknari krafðist 20 ára nauðungarvinnudóms fyrir það. Þá var hann ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum andsovésk- ar bókmenntir, þ.e. eintök af Der Spiegel, Stern og Die Zeit. Það bætti ekki úr skák fyrir honum að í þessu tölubiaði af Die Zeit var skopmynd af Stalín. Fyrir þessa forboðnu blaðaeign krafðist sak- sóknari dóms upp á 10 ára nauð- ungarvinnu í viðbót. ÞriðjífiMer- uatriðið var að Horst Bienifk'h'lífði tekið þátt í félagsskárjiT-sem ynni gegn Sovétn'kjtínuínV é?n "jáfnvel dómarinn varð áð fiMSM'é að^ékki væri fótur fyrir þeirrí&læSrii. 3® ári» dómurinn varsy p á Wkrttu sáinífúr lækkaður í 25'áÉ' Þessi dómúr ftendufl ra'uuiám ennþá þrátt fyr*»ííðuj|i4a J9$5..A skjölum BieneSs júss- neskan stimpiff swul stendur „Geymist alltaf . Etfþ®5ef éinmitt það sem Bienek kaejir sig ekki um. Hann ítrekar að geðþóttadóm af þessu tagi og svó þungan, sem þar að auki stríði gegd lögum sósíal- ismans, eigi enginn að þurfa að geyma alltaf. „Þess vegna, háæruverðugi hr. aðalritari, fer ég fram á opinbera ógildingu á dómnum og endur- reisn,“ skrifar Horst Bienek í bréfi sínu til Gorbatsjovs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.