Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 FRÉTTAYFIRLIT ANABTA, Vesturbakk-- inn - ísraelskir hermenn , skutu tvo Palestínumenn til ' bana og særöu nokkra aöra í róstum á Vesturbakkanum. : Yitzhak Rabin varnarmálaráð- herra Israels endurtók fyrri yfir- lýsingar um aö sínir menn myndu halda uppteknum hætti til aö berja niður mótspyrnu : Palestínumanna á herteknu svæöunum. RÓM - Esmat Abdel-Maguid utanríkisráðherra Egyptalands kom óvænt til Rómar á sama tíma og Hússein Jórdaníukon- ungur var þar í heimsókn. Leiðtogar Egyptalands og Jórdaníu reyna nú að fá stuðn- ing Evrópuríkja við að reyna að koma á friði í Mið-Austur- löndum. MOSKVA - George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna mun koma í heimsókn til Sovétríkjanna 21 -23. febrúar og eiga viðræður við Eduard Shevardnadze starfsbróður sinn. BEIRÚT - Stjórnir Sýrlands og íran reyndu að þrýsta á liðsmenn Hizbollah (Flokkur Guðs) í Líbanon að láta lausan vestur-þýska gíslinn Ralph Schray. DUBAI - Slökkviliðsmenn um borð í dráttarbát á Persa-' flóanum börðust við mikinn eld er logaði í flutningaskipi er rak stjórnlaust I miðhluta Persa- flóans. Áhöfnin, alls 22 menn, hafði yfirgefið þetta rúmlega fimmtán tonna skip og sam- kvæmt heimildum frá svæðinu var farið með áhöfnina til írans. Skipið sigldi undir fána Pan- ama og varð fyrir árás íranskra byltingarvarða sem tóku það fyrir annað skip. LUNDÚNIR - Bandaríkja- dalur hækkaði í verði gagnvart, öðrum helstu gjaldmiðlum ‘ heims á gjaldeyrismörkuðum út um allan heim. Hækkunin kom aðallega til vegna frétta um að Japanar myndu hafa sig mikið í frammi í vikunni þegar Bandaríkjastjórn selur ríkis- skuldabréf fyrir 27 milljarða dala. VÍN - Einn meðlima alþjóð- legrar nefndar sagnfræoinga sem rannsakar ásakanir um stríðsglæpafortíð Kurt Wald- heims forseta Austurríkis sagði I gær að þeir söknuöu frumrits skjals sem tengdi Waldheim við stríðsglæpi nas- ista. Skjalið var ekki í vörslu safns í Zagreb í Júgóslavíu en talið var að þar væri það geymt. MOSKVA - Tilkynnt var í Sovétríkjunum í gær að Georai Malenkov fyrrum forsætisráð- herra landsins væri látinn. Mal- enkov var hægri hönd Stalíns en varð síðar undir í valdabar- áttunni við Níkíta Krúshsjov. Tíminn 13 llllllllll ÚTLÖND Ronald Reagan hringdi í þingmenn um helgina og reyndi að fá þá til að fallast á aðstoð til handa Contra- skæruliðunum ■ Nicaragua Ronald Reagan og stjórn hans: Kapp lagt á Contra-aðstoð Ronald Reagan vann sjálfur við það ásamt aðstoðarmönnum sínum um helgina að fá óákveðna þingmenn til að fallast á beiðni sína um styrk til handa Contra-skæruliðunum í Nicaragua. Reagan hefur farið fram á 36 milljónir dala í styrk til skæruliðanna sem berjast gegn stjórn Sandinista í Nicaragua og mun þingið greiða atkvæði um þessa beiðni nú í vikunni. Reagan og hans menn hringdu í þá þingmenn sem þeir töldu að væru ekki búnir að gera upp hug sinn í þessu máli. í gær ætlaði svo Banda- ríkjaforseti að flytja ræðu og mæla fyrir aðstoðinni á fundi með samtök- um sjónvarpspredikara. Reagan hóf þessa lokabaráttu á laugardaginn í vikulegu útvarps- ávarpi sínu til þjóðarinnar. Þar viðurkenndi hann að Sandinistar hefðu komið á einhverjum lýðræðis- legum umbótum að undanförnu en hélt því fram að áframhaldandi stuðningur við Contra-skæruliðana væri nauðsynlegur til að þrýsta á ÚTLÖND Nicaraguastjórn. Þeir sem andvígir eru frekari hern- aðaraðstoð til Contra skæruliðanna segja hinsvegar að ef beiðnin verði samþykkt muni það skemma fyrir tilraunum leiðtoga fimm Mið-Amer- íkuríkja að tryggja frið á þessu svæði. Þessir leiðtogar skrifuðu und- ir samkomulag í ágúst á síðasta ári sem kennt var við Arias forseta Costa Rica. Andstæðingar aðstoðarinnar hafa einnig haft sig í frammi og fjármagn- að sjónvarps- og útvarpsauglýsingar í að minnsta kosti sautján ríkjum. Báðir aðilar eru vissir um sigur á þingi. „Við ætlum að vinna í þessari atkvæðagreiðslu og við leggjum okk- ur alla fram til þess að svo verði,“ sagði Shultz utanríkisráðherra um helgina og Thomas Foley leiðtogi demókrata á þingi og forsvarsmaður andstæðinga Contra- aðstoðar sagði nokkurn veginn það sama. Atkvæðagreiðslan í vikunni gæti verið síðasta tækifæri Reagans og stjórnar hans til að fá samþykkta hernaðaraðstoð við skæruiiðana. Fari svo að beiðnin verði felld gæti þó verið að önnur tillaga um stuðn- ing verði samþykkt, með því skilyrði að ekki sé unt hernaðaraðstoð að hans nú er gert ráð fyrir 3,6 milljón- ræða. í beiðni Reagans og stjórnar um dala í hernaðarstyrk. hb Efnahagshorfur í Noregi: - Svört skýrsla Þjóðhagsstofan í Norcgi gaf í gær út skýrslu þar sem sagði að framundan væru erfiðir tírnar í cfnahagsmálum, fleiri Norðmenn myndu eiga á hættu að missa störf sín og þjóðarframleiðslan myndi dragast saman. Líklegt er að Norðmenn muni kaupa meira af vörum erlcndis frá en þeir muni selja og þjóðarfram- leiðslan muni minnka um 0,25% á þessu ári og að öllum líkindum ekki aukast að nýju árið 1989. Skýrslan er ckki skcmmtileg lesning fyrir Gro Harlem Brundt- land forsætisráðherra og Verka- mannaflokk hennar sem stjórnar þrátt fyrir að vcra í minnihluta á þingi. Stjórnin hefur þegar farið fram á við verkalýðsfélög að kaup- kröfum verði stillt í hóf á þessu ári. „Lítill eða cnginn hagvöxtur er sjáanlegur innanlands sem utan, það erstöðnun framundan í norsku efnahagslífi og framleiðslan mun heldur dragast saman," stóð í skýrslu þjóðhagsstofunnar. Norðmenn eru næststærsti olíuframleiðandi Vestur-Evrópu á eftir Bretum og verðfallið á hráolíu árið 1986 hefur komið verulega illa niður á efnahagslffi þeirra. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofn- unnar mun atvinnuleysi aukast nokkuð á næstu árum. Atvinnu- leysið nú er 2,5% en gæti orðið 3,25% árið 1989. Þetta þykir ekki mikið í flestum löndum en í Noregi yrði þetta óvcnjulega há tala. Það sama gildir um verðbólguna sem er nú rúmlega 7% sein þykir mikið þar í landi. hb Caspar Weinberger fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Næstum því „Sör“ Elísabet Englandsdrottning mun sæma Caspar Weinberger fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna orðu og gera hann að heiðurslávarði þegar hann kemur til Bretlands síðar í þessum mánuði. Heiðursnafnbótina fær Weinberger fyrir framlag sitt til varnarmála og þá sérstaklega fyrir að efla samvinnu Breta og Bandaríkjamanna á þeim vettvangi. Weinberger lét af störfum í nóv- ember á síðasta ári. Hann verður sæmdur heiðurslávarðarkrossinum en eins og aðrir útlendingar fær hann ekki að bera nafnbótina „Sir“ eða eins og sagt er á íslensku „Sör“. Drottningin mun láta Weinberger fá krossinn sinn þann 22. febrúar. Bandaríski varnarmálaráðherr- ann fyrrverandi ræddi oft um nauð- syn á miklum varnarmætti Evrópu þau ár sem hann starfaði í stjórn Reagans Bandaríkjaforseta. Ahrif Weinbergers eru sjáanleg, aldrei áður á friðartímum hefur hernaðar- leg uppbygging verið jafn gífurleg og þau sex ár sem Weinberger stjórnaði bandaríska varnarmálar- áðaneytinu. hb , Caspar Weinberger fyrrum vamarmálaráðherra Bandaríkjanna: Bretar ætla að gera hann næstum því að Sör Caspar Weinberger, þó ekki alveg Of mikið víta- mín veldur heilsutjóni Foreldrar sem troða vítamín- töflum oní krakka sína til að gera þá gáfaðri gætu átt á hættu að eitra fyrir þau. Þetta var haft eftir breskum læknum í gær. Nýlega komu út í Bretlandi niðurstöður tveggja rannsókna sem bentu til að vítamíntöflur gætu haft áhrif til góðs á gáfnafar krakka og dregið úr árásargirni þeirra. Fjölmiðlar gerðu niður- stöðunum góð skil og sala á vítamíntöflum hefur aukist mikið í kjölfar þessa. Læknar vöruðu hinsvegar í gær við of miklu vítamínáti og sögðu að óhófleg inntaka af B, C og D vítamínum í langan tíma gæti valdið eitrunaráhrifum, leitt til skemmda í nýrum og lamað starf- semi tauga í höndum og fótum. „Fólk heldur að fyrst ein tafla geri gott þá muni nokkrar töflur gera betur," sagði doktor An- drew Tomkin næringarfræðingur við Lundúnaháskóla. hb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.