Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 Tíminn 15 llllllllllllllllllllll ÁRNAÐ HEILLA Sjötugur Magnús Bjarnason bóndi, Birkihlíð í dag er frændi minn, Magnús Bjarnason. bóndi í Birkihlíð í Reyk- holtsdal, sjötíu ára. Þegar ég var strákur var mér komið fyrir í sveit á Skáney, en þar bjuggu þá foreldrar Magnúsar, þau Bjarni Bjarnason bóndi og orgelleikari og kona hans Helga Hannesdóttir, móðursystir mín frá Deildartungu. Ég var í mörg sumur snúninga- strákur á Skáney. Þar var mann- margt og þar ríkti mikil gleði og kátína, jafnframt því að fólki var haldið að vinnu svipað og þá gerðist. Hestar voru margir og þeir tömdu notaðir til dráttar, undir heyband, að ég ekki tali um til reiðar. Mér fannst þá langt að færa fólkinu matinn á engjarnar, en til þess hafði ég í nokkur sumur mósótta meri, fíngenga, og kom það sér vel. Ég reiddi þverbakspoka með mörgu matarkyns, og lá hann yfir hnakkkúl- una og læri mér. Þá var ég oft með súpubrúsa íklæddan prjónahólk, og reiddi ég hann fyrir framan mig á hnakkkúlunni. Ég hafði mikið að gera í þessu trúnaðarstarfi, en var stundum óánægður með þá mósóttu, af þvt' hún hafði vit fyrir mér og fór mátulega hratt. Aftur á móti hef ég metið það við hana hvað hún var fíngeng, og gott fyrir lítinn pilt að koma öllu því, sem færa þurfti engjafólkinu, heilu að matartjald- inu. Á þessum sumrum kynntist ég vel öllu fólkinu sem var á Skáney, en eðlilega sumu sumarfólkinu meira og öðru minna. En Magnúsi frænda mínum kynntist ég vel, enda þó hann væri fáum árum eldri en ég. Við brölluðum margt, lögðum undir okkur stórt holt og byggðum þar vegi og brýr og bjuggum okkur til bíla af mismunandi gerðum. Um tíma var Holtið okkar annað heimili, svo gaman höfðum við af að ráðskast þar og skipuleggja. Hestar voru margir og góðir á Skáney. Þar voru þrír mósóttir fín- gerðir reiðhestar. Þeir hétu Dúr, Moll og Mósi og voru hestar hjón- anna og elstu dótturinnar, Vigdísar. Þar voru hlaupahestar eins og Hrani og hæfileikahestar eins og Þjálfi og Óðinn, svo fáir séu taldir. Við unga fólkið nutum þess að ríða oft út, heimsækja frændfólk okkar á næstu bæjum, fara í sund- laugina eða á samkomur hjá Ung- mennafélaginu. Á hverju sumri rið- um við niður að Stóra-Kroppi og Kletti, og oftast fórum við eina ferð suður í Lundarreykjadal að heim- sækja frændfólk okkar á Oddsstöð- um. Þá var oft mikið hlegið og sögur sagðar, og stundum létum við gæð- ingana spretta vel úr spori, eða við teygðum þá á góðganginum á heim- leiðinni. Skáney var landmikil og góð jörð, og Bjarni faðir Magnúsar stóð þar fyrir miklum framkvæmdum, bæði í byggingu útihúsa ogjarðrækt. Börn þeirra hjóna, Helgu og Bjarna, voru þrjú, ogöll settust þau að áfæðingar- jörð sinni. Guðráður Davíðsson, maður Vigdísar Bjarnadóttur, byggði nýbýlið Nes, en Magnús og kona hans, Brynhildur Stefánsdóttir frá Flateyri, byggðu nýbýlið Birki- hlíð. Vilborg, sem var í miðið, giftist Marinó Jakobssyni og bjuggu þau iengi á heimajörðinni Skáney. Á Skáney var mikið músíklíf. Bjarni faðir Magnúsar var í áratugi orgelleikari í mörgum kirkjum og þjálfaði þar kirkjukóra. Þá var hann kennari í Hvítárbakkaskóla og sfðar í Reykholtsskóla. Hann stofnaði karlakórinn „Bræðurna“ og stjórn- aði honum í áratugi. Var mikið um að vera þegar „Bræðurnir" komu að Skáney til að æfa sig í söng, grípa í spil og spjalla saman. Helga spilaði á gítar. Úr þessum jarðvegi var Magnús, og snemma fór að bera á músíkhæfi- leikum hans. Ungur var hann þegar hann fór að leika í danshljómsveit með frændum sínum, Sveinbirni Þorsteinssyni frá Hurðarbaki og Jak- obi Jónssyni á Varmalæk. En hann fékk sér fljótlega forláta harmon- ikku og náði á stuttum tíma góðum tökum á henni, og lék hann næstu árin víða á samkomum. Til að auð- velda sér ferðalögin á og af böllunum fékk Magnús sér mótorhjól eitt mikið. Mér fannst mikill „stæll" yfir Magnúsi þegar hann gat klukkutím- um saman látið fólk - oft troðfullt hús af fólki - svífa um gólfið undir tónaflóði nikkunnar, og það söng þá „Á hörpunnar óma", „Jósef, Jósef" og „Ó, viltu með mér vaka í nótt" af innlifun, krafti og kærleika. Magnús fór ungur í Reykholts- skóla og seinna í bændaskólann á Hvanneyri. Með dvöl sinni þar fór hann að búa sig undir starf bóndans. Það varð líka hans vettvangur, þó hann hefði getað haslað sér völl nánast hvar sem hann hefði valið sér, slíkur maður er Magnús. Ungu hjónin, Magnús og Bryn- hildur, fóru nú að koma sér fyrir á nýbýlinu, byggja hús, kaupa vélar og rækta og fjölga búpeningi. í mörg horn var að líta, en þau gáfu sér líka tíma til að rækta fagran blómagarð sem stendur sunnan og austan við íbúðarhúsið, er þar nú slíkur unaðs- reitur að óvíða sjást aðrir slíkir. Ofan við bæinn Birkihlíð stendur Skáneyjarbungan, þar hafa þau hjón plantað þúsundum plantna, vestan við skógræktargirðingu sem Helga móðir Magnúsar, húsfreyja á Skáney, hóf í ræktunar- og gróðar- störf fyrir langa löngu. Magnús hefur af mörgu gaman. Músíkin hefur alltaf setið í hásæti í Birkihlíð, en veiðiskap hefur hann stundað í vaxandi mæli. Árlega rennir hann fyrir lax í einhverja af bergvatnsám héraðsins, en þegar jörð fer að grána og rjúpan að hópa sig, þá fer Magnús að huga að henni. Af veiðiskap hvers konar hefur hann mjög gaman. Ég hef því miður ekki þessa veiðináttúru og hef því ekki notið þess nema sjaldan að fara með Magnúsi til veiða. Það hefur þó gerst að við höfum tengt saman ánægju beggja og farið ríðandi inn á Arnar- vatnsheiði í nokkurra daga veiði- ferðir. Sérstaklega man ég eftir ferð sem við fórum fimm saman. Ég og Ingigerður, Magnús og dóttir hans Elín og Guðmundur heitinn Ás- mundsson. Við riðum þessa fögru leið frá Birkihlíð og inn á Arnar- vatnsheiði. Við vorum með gnægð góðra hesta, svo ferðin sóttist vel og dásamlegt veður dró fjöllin og jökl- ana nær okkur og varpaði á þá slíkum litum að sjaldgæft er að sjá. Það var áliðið þegar við komum í kofann við Álftakrók, en Magnús vildi lcggja netin strax, og var það gert. Við veiddum vel og var þaö mest Magnúsi að þakka. Hann var svo útsjónarsamur, laginn og róleg- ur. Við höfðum með okkur tösku- hest undir aflann og var hann mcð gnægð fiska í töskunum þ'egar heim var haldið. Gaman var þá að koma í Birkihlíð eins og jafnan endranær, þar höfum við notið gestrisni og vináttu alla tíð. Synir okkar Ingigerðar nutu þess að vera snúningastrákar í Birkihlíð. Frá því ég var á Skáney og þar til þeir voru í Birkihlíð hafði átt sér stað bylting í landbúnaði. Vélar höfðu tekið viö, en reiðhestar voru notaðir æskunni til glcði og þroska. Við Ingigerður erum þakklát hjón- ununt í Birkihlíð fyrir að taka strák- ana af okkur í mörg sumur og aðstoða okkur við uppeldi þeirra. Magnús og Brynhiklur eiga 5 mannvænleg börn, þau eru: Elín húsmæðrakennari, gift Ara Teits- syni, ráðunaut á Hrísum, S-Þing., Helga fóstra, gift Sigurði Kristófer Péturssyni, lækni á Akureyri, Guð- finna sjúkraliöi, gift Gylfa Karlssyni rafvirkja, Akranesi, Stefán trésmið- urá Akranesi, giftur Kristjönu Krist- jánsdóttur hjúkrunarkonu og Magn- ús búfræðingur í Birkihlíð. Þá ólu þau upp Bjarna Viðarsson, son Elínar. Hann er verkfræðingur og stundar nú framhaldsnám í Kaup- mannahöfn. Bjarni er giftur Sólrúnu Halldórsdóttur frá Grundarfirði, sent nemur viðskiptafræði. í ákaflega mörg ár hef ég látið síðustu sumarhestaferö mína enda í Birkihíð. Þar dreg ég undan klárun- um og horfi á eftir þeim skokka upp Bunguöxlina í átt til „Norðurlands- ins". Þar njóta þeir skjóls og góðrar haustbeitar þar til ég tek þá í hús. Þau eru því mörg orðin árin sem við frændurnir höfum haldið vinskap, og það veit ég að svo mun veröa meðan báðir ráða, að ég mun koma síðustu sumarferð mína að Birki- hlíð, ríðandi í réttirnar, og láta hesta mína ganga létt og bera höfuðin hátt þegar ég ríð upp Holtið og fram hjá Pillublctti. Þá er ég viss um að Magnús lítur niður veginn og veit hver er að koma. Við Inga sendum frænda mínum og fólkinu í Birkihlíð bestu kveðjur í tilefni af 70 ára afmælinu. Hjalti Pálsson Athygli söluskattsgreiðenda er vakin á því að 20% álag fellur á söluskatt vegna desembermánaðar sé hann ekki greiddur í síðasta lagi hinn 3. febrúar n.k. Fjármálaráðuneytið, 1. febrúar 1988 Fjórhjól Til sölu Honda 350 4wd árg. ’87. Upplýsingar í símum 68172 og 51422 ^ Akranes Lóðaúthlutun 1988 Þeim sem hyggjast hefja byggingaframkvæmdir á árinu 1988 og ekki hafa fengið úthlutað lóð, er hér bent á að lóðir á eftirtöldum svæðum eru lausar til umsóknar fyrir: Einbýlishús og raðhús í Jörundarholti. Verslanir og þjónustustofnanir í Jörundarholti. Iðnaðarhús á Smiðjuvöllum, Kalmansvöllum og í Höfðaseli. Iðnaðarhús tengd sjávarútvegi á Faxabraut og Breið. Verslanir, þjónustustofnanir og íbúðir í Miðbæ. Hús fyrir búfénað í Æðarodda. Nánari upplýsingar eru veittar á Tæknideild Akra- neskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 300 Akranesi, sími 93-11211. Lóðaumsóknum skal skilað á sama stað, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást, fyrir 20. febrúar nk. Bæjartæknifræðingur Innkaupastarf Við óskum eftir að ráða starfsmann til -innkaupa- starfa á matvörum sem fyrst. Um er að ræða innkaup frá innlendum og erlendum aðilum. Við leitum að manni með reynslu í innkaupastörf- um og/eða þekkingu á matvörum. Málakunnátta (enska) nauðsynleg. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra er veitir nánari upplýsingar. SAMBANDISL. SAMVINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD Hjúkrunar- '***' fræðingar Laus er til umsóknar staða hjúkrunarfræðings á sjúkradeild Hornbrekku í Ólafsfirði. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna Ólafs- vegi 4, Ólafsfirði, fyrir 15. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita eftirtalin: Formaður stjórnar í síma 96-62151 Forstöðumaður Hornbrekku í síma 96-62480 Hjúkrunarforstjóri Hornbrekku í síma 96-62480 + Faðir okkar Benedikt Jónsson, Aðalbóli lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. janúar. Útför hans fer fram frá Staðarbakkakirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 2 e.h. Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni. Fyrir hönd aðstandenda Jón Benediktsson Aðalbjörn Benediktsson + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar. Brynjólfs Guðmundssonar Sólheimum, Hrunamannahreppi Guðrún Brynjólfsdóttir Erla Brynjólfsdóttir og fjölskyldur V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.