Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.02.1988, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 2. febrúar 1988 Tíminn 19 mamma Gene Simmons, söngvari hljóm- sveitarinnar Kiss, hefur nú bannað móður sinni að koma á hljómleika sveitarinnar. í fyrsta lagi geðjast honum illa að því að höfða til kynhvata áhorfenda, þegar hann veit af mömmu í salnum og jafnvel enn verra finnst honum þegar hún kemur á staðinn og veifar stóru spjaldi með áletruninni: - Þetta er sonur minn. Nú ganga þær sögur fjöllunum hærra, að Greta Garbo sé búin að skrifa erfðaskrá sína - í meira lagi merkilegt rit. Eignir stjörnunnar öldruðu eru meðal annars mikið af listaverkum og fasteignir í Los Angeles og Boston. Erfinginn að öllum herlegheitunum er sagður enginn annar en Viktoría, krón- prinsessa Svíþjóðar. Ástæðan fyrir þessu kvað vera sú, að Greta Garbo var mikill aðdáandi Gústafs Adólfs konungs IV. Það getur verið hentugt að eiga aðdáunar- verða forfeður. Michael Landon ætlar að láta sig hverfa í ár Tekur sér frí i fyrsta sinn í þrjátíu ár og undirbýr heimsreisu með konu sinni. í fyrsta skipti í 30 ár er Michael Landon að undirbúa sitt fyrsta frí. í þrjátíu ár hefur hann stanslaust verið önnum kafinn við leik, í hinum ýmsu hlutverkum en nú segir hann tíma til kominn að bregða sér í sitt uppáhaldshlut- verk, að lifa lífinu með fjölskyld- unni. En framleiðandinn/leikstjór- inn/handritahöfundurinn og leikar- inn Michael Landon er ekkert að flýta sér. Þátturinn hans, Mikla- braut (Highway to Heaven) er í fullum gangi og svo lengi sem NBC sjónvarpsstöðin kærir sig um þætt- ina heldur hann áfram, en þegar þeim líkur ætlar hann að taka sér ársfrí. „Ég hef ekki tekið mér frí í 30 ár eða frá því ég byrjaði minn feril í Bonanza, sælla minninga," segir þessi 49 ára hægláti maður. „Þegar Miklubraut lýkur ætlum við Cindy konan mín að fara í árs heimsreisu. Börnin mín sem eru föst í skóla, koma til okkar þar sem við erum stödd hverju sinni í sínum fríum. Þau eldri gera það sama þegar þau eru laus og geta komið því við. Við hlökkum virkilega til og erum byrj- uð að skipuleggja þessa ferð.“ Landon er ákveðinn í að halda fast í þá ákvörðun sína að taka ekki að sér önnur vcrkefni en framleiðslu og leik í Miklubraut. í gegnum árin hefur hann leikið í fjölda sjónvarpsþátta, í raun haft meira að gera en hann hefur kært sig um. „Það er föst regla á mínu heimili að fjölskyldan kemur alltaf saman og snæðir kvöldverð, og ég læt mig aldrei vanta. Ég tek heldur ekki vinnuna með mér heim, nema að það sé eitthvað sem ég get annað á morgnana áðuren aðrireru komnir ■ á fætur. Heimilið er fyrir fjölskyld- una en ekki vinnuna,“ segir Landon. Landon á hús við Malibu-strönd- ina nærri vinnustaðnum, þar sem hann slakar á eftir vinnu, og fjöl- skyldan dvelst í þangað til búgarð- ur sem hann er að láta byggja fyrir sig vcrður tilbúinn. Hann segir húsið við ströndina ekki nægilega stórt fyrir þau hjónin og öll börnin, þegar þau eru öll samankomin. ' Enda fjölskyldan stór, þó hann grínist með að segja að börnin séu ekki nógu mörg til að mynda heilt fótboltalið. Hann á tvo ættleidda syni frá fyrsta hjónabandi sínu. Með annarri eiginkonu sinni á hann fjögur börn, auk þess sem hún átti dóttur fyrir. Með Cyndi þriðju eiginkonunni á hann síðan tvö börn. Það er því ekki að furða að hann byggi heilan búgarð fyrir allan þennan fjölda. Að öllu jöfnu eru þau aðeins með tvö yngstu, en um helgar koma þau eldri. t>á er Landon í fríi og nýtur lífsins með Cyndi og börnunum. Þau synda mikið, leika tennis, og fara í hjól- reiðatúra. Hann segist hafa mikla ánægju af útiveru og íþróttum, auk þess sem hann sé oft límdur við sjónvarpstækið þegar íþróttir séu á dagskrá. Jennifer yngsta dóttirin, hefur mikinn áhuga á leiklistinni og hefur metnað í þá átt þó ung sé. „Hún er alltaf að nudda í mér að fá hlutverk, og tek ég hana oft með mér í upptökur. Hún situr gjarnan í kjöltu minni á meðan við horfum á Miklubraut og grætur þá yfir sorglegum endi. Ég er viss um að hún býr yfir hæfileikum,” segir Landon og bætir við að þau séu fleiri börnin hans sem hafi áhuga og hæfileika í þá átt. Ein er sú ákvörðun sem Landon hefur ekki tekið fyrir sjálfan sig, heldur gerði fjölskyldan það fyrir hann. Hann er sannarlega hús- bóndi á sínu heimili, en hann má ekki reykja innan veggja þess. Þar tóku Cindy og börnin í taumana, en hann má reykj a þar sem þau eru hvergi nærri. Landon þarf því að hlaupa út til að fá sér smók. „Það er þess vegna sem ég er alltaf með kvef,“ segir hann hlæjandi. Michael Landon langar að eyða meiri tima með konu sinni Cindy, og börnunum Jennifer þriggja ára og Sean sex mánaða. Þau undirbúa nú árs heimsreisu. Vertu heima, Efnuð, ung dama t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.