Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 2
2 HELGIN Laugardagur 7. maí 1988 Missti hempu sína tvisvar... Fagradal. Segir fátt af honum í heimildum til að byrja með, en svo.verða fregnir greinabetri og kom það ekki af góðu. Verður það nefnilega vorið 1770 að Jórunn, dóttir Brynjólfs bónda, elur sveinbarn - og lýsir föður- inn að því prestinn í Saurbæjar- þingum, Jón Þorláksson. Jón leitaði nú eftir að mega giftast Jórunni, en þar gekk hann á vegg. Viðbrögð Brynjólfs við þessum kvonbænarmálum urðu með ólíkindum. Ýmsir málsmetandi menn urðu til þess að skerast í leikinn og stuðla að giftingunni, en karluglunni varð svo mikið um að hann féll í öngvit. Hann hafði jafnvel í hótunum um að heldur skyldi hann fleygja stúlkunni í Gullfoss, en gefa hana Jóni: „Dálti svona, fygli minn, Jórunn ,skal heldur fara í Gullfoss," er eftir honum haft. Menn hafa getið þess til að Jón hafi þótt óefnilegur til búskapar og lítið í honum búsílagið fyrir fátæktar sakir, en óhemjuskapur karlsins verður þó tæpast skýrður með því einu. Ofsi hans nálgast geð- veilu. Það var ekki að sökum að spyrja. Eftir hórdómsbrotið var Jón Þorláksson sviftur kjól og kalli og hvarf hann þá úr Saur- bæjarþingum, dvaldist um stund í Hjarðarholti x Borgarfirði og á Ballará, en veturinn 1771 - 1772 var hann skrifari hjá Bjarna Pálssyni, landlækni, í Nesi. í febrúar 1772 fékk Jón Þor- láksson uppreisn til prestskapar fyrir barneign sína og segir í bréfi kirkjustjórnarinnar að hann og barnsmóðir hans hafi verið leynilega trúlofuð, en for- eldrar hennar ekki samþykkt giftinguna. Honum var þá veitt- ur Staður í Grunnavík. Hann var nú orðinn nálega þrítugur að aldri, en þessum manni virtist ætla að haldast undarlega illa á hempunni: vorið 1773 elur Jór- unn Brynjólfsdóttir annað barn og kennir honum. Þetta var drengur og var skírður Benoní, sem útleggst „harmkvælason- ur,“ en svo kallaði Rakel hinn síðasta son sem hún ól og beið bana af. Barn þetta andaðist kornungt. Jóni Þorlákssyni hefur verið ljóst að hér stefndi í mikið óefni. Reyndi hann í bréfi til stiftamt- manns að bera það á Jórunni að hún hefði verið sér ótrú, en stiftamtmaður tók þeirri skýr- ingu þunglega og sama gerði Finnur biskup Jónsson. í byrjun árs 1774 tók presturinn líka þann kost að kannast við barn- eign þessa og dregur úr staðhæf- ingum um að þau Jórunn hafi verið heitbundin. Segist hann vilja sleppa Stað í Grunnavík góðfúslega og færist undan mál- sókn og dómi. Þar skildi leiðir með þeim Jóni og Jórunni. Misjöfn eru ummæli manna um þessa stúlku, Jórunni. Á einum stað er hún sögð „álitleg stúlka og efnileg,“ en séra Friðrik Eggerz hefur dregið af henni miður vingjarn- lega mynd í minningablöðum sínum. Segir hann um Jórunni að hún hafi verið „stutt og digur, sívöl á vöxt og herðar, langháls- uð, siginaxla, langleit, mjóleit, stóreygð með krepju í augum, munnófríð með geiflu, einföld og gufuleg.“En ástin er blind og oft skyggnari þó á fegurðina en þeir sem sjónina hafa. Jón Þor- láksson hefur ort mansöngsvísur um hana og segir þar m.a. „Sorgarbára yfir und, elda rasta njórunn. Freyju tára fögur hrund, falleg ertu Jórunn. “ FYRSTA UÓÐABÓK EFTIR ÍSLENDING Jón hafði nú misst hempuna tvívegis á fimm árum. Hann hafði heldur ekki komið undir sig fótunum í búskap, enda hafði vist hans í Grunnavík ekki orðið löng. Ætla hefði mátt að við honum hefði blasað að verða að gerast vinnumaður, hefði óvænt happ ekki komið til. Sumarið 1773 fluttist prentverk í eigu Olafs Ólavíusar til Stykkishólms og var það flutt til Hrappseyjar, þar sem Bogi Benediktsson reisti yfir það hús og hóf mikla útgáfustarfsemi. Þarna var Jón nú ráðinn prófarkalesari. En hann gerðist ekki aðeins fyrsti prófarkalesarinn í Hrapps- ey, heldur fyrsta skáldið sem leggur þar fram handrit til út- gáfu, ljóðaþýðingar og frumort kvæði, sem birtust árið 1774. Samkvæmt konungsleyfi mátti Hrappseyjarprent ekki gefa út guðsorðabækur, en allar aðrar bækur, erlendar og íslenskar. Þarna virtist hamingjan vera far- in að brosa við Jóni og sama vorið og bókin kom út gekk hann að eiga Margréti, elstu heimasætuna í búi Boga Bene- diktssonar í Hrappsey. Hún var kona vellrík að löndum og laus- um aurum. En búsílag Jóns Þorlákssonar var aðeins lítil dóttir, Guðrún að nafni, sem Margrét ól í árslok 1774. HEMPAN ENURHEIMT - KONAN TÖPUD Þau hjónin munu hafa búið fyrstu ár síri í Hrappsey, en 1777 flytja þau að Galtardal á Fellsströnd, en það var eignar- jörð Margrétar. Hún átti víða jarðir eða parta úr jörðum og þótti eftirgangssamur lands- drottinn, en raungóð. En bónd- inn virtist litla hlutdeild eiga í auði konu sinnar - sami fátækl- ingurinn eftir sem áður. Ekki er ólíklegt að búkonan í Galtardal hafi haft ódulda fyrirlitningu á hinum bókvísa og ljóðelska bónda sínum, sem var frábitinn veraldlegri umsýslan. Kuldinn mili þeirra virðist hafa vaxið með árunum. Það var því engin furða þótt Jón Þorláksson vildi höggva af sér herfjötur konu sinnar og hyggði til prestskapar í þriðja sinni. Það þykir vottur um vinsældir hans hve margir .áhrifamenn urðu til að styðja umsókn hans þar að lútandi. iKvæðabók hans var gefin út í Hrappsey á ný og sjálfur Jón Eiríksson lagði hana fram sem fylgiskjal með umsókn hans til kansellísins. Loks fékk hann svo uppreisn með konungsbréfi að því tilskildu að hann mætti ekki þjóna í Skálholtsbiskupsdæmi. Komið er fram á árið 1788 þegar hann fær veitingu fyrir Bægisá í Eyjafirði. En nú kom babb í bátinn. Margrét Bogadóttir neitaði að fara með honum norður. Síð- ustu nóttina sem hann dvaldi í Galtardal, en það var 5. nóv- ember 1788, kveður hann „Grafskrift“ um sjálfan sig, beiskasta kvæði sem hann orti um dagana. Þar segir: „Leikhnöttur lukkunnar, liggur í þessum reit, mjög þeim hún mislynd var, meir þó oft köld en heit. Hvílu sem þráði þrátt, þversynjað honum var, og rór á engan hátt unnt, nema þessarar. “ Það er til marks um hvernig komið var samlífi þeirra Mar- grétar að hún lét ekki einu sinni undir hann hest. Jón Þorláksson fór gangandi eins og förumaður hina löngu leið norður í land og kemur í fátæklegum klæðum til Hóla. Til Bægisár kom hann kvöldið fyrir jólaföstuinngang, en var settur inn í embættið hinn þriðja sunnudag í jólaföstu. Hann gegndi því embætti til dauðadags og hélt hempu sinni óspjallaðri að minnsta kosti fyrir mannaaugum. Margt bendir til þess að Jón Þorláksson hafi unnað konu sinni hugástum eftir að skilnaður þeirra varð haustið 1788. Hvað eftir annað freistaði hann að fá hana norður til sín og yfirvöldin lögðu honum lið til þess, þar á meðal Sigurður Stefánsson, Hólabiskup, sem kvaðst óttast að konuleysið mundi leiða til enn einnar hrösunar hans og kosta hann hempuna í þriðja sinnið. En Margrét var ósveigj- anleg og loks 1790 er ekki annað eftir en sækja um leyfi til kon- ungs um hjónaskilnað. FÁTÆKTIN VAR MÍN FYLGIKONA... Með komu Jóns Þorlákssonar til Bægisár var lokið mörgum vistaskiptum hans um dagana, því hann settist nú að fyrir fullt og allt í snjóþungum Öxnadal. Hann fór ekki oft að heiman nema þegar hann þurfti að messa í útkirkjunni á Bakka, eða fara kaupstaðarferð til Ak- ureyrar eða hitta vini og kunn- ingja í nærsveitunum. En gott varð honum til vina á Norður- landi, ekki síður en þegar hann dvaldi fyrir sunnan og vestan. Meðal þessara vina urðu þeir Halldór Hjálmarsson, konrekt- or á Hólum og Stefán amtmaður Þórarinsson á Möðruvöllum. Það var sá fyrrnefndi sem eggj- aði hann á að þýða „Paradísar- missi“ Miltons og gaf honum eintak af bókinni á dönsku, en hinn síðarnefndi gaf honum „Tilraun um manninn," eftir Pope. Enn aðrir vinir bægja frá honum búksorgum, þegar þröngt er í búi og senda honum mat. Um það hefur verið deilt hvort hagur Jóns Þorlákssonar hafi verið jafn þröngur og af var látið áður fyrr og hann hefur vottað í einni af frægustu og fleygustu vísum sínum, sem hann nefndi „Hjónavers“: „Fátœktin var mín fylgikona, fráþvíég kom íþennan heim, við höfum lafað saman svona sjötigi veturfátt í tveim, - hvort við skiljum nú héðan af hann veit sem okkur saman gaf. “ Til er vitnisburður manna sem voru Jóni nákunnugir og bjuggu í grennd við hann sem lýsa hag hans sem harla bágum. Sigurður Stefánsson, biskup, segir að Jón lesi mikið en eigi sáralítið bóka- safn og láni bækur hjá hverjum sem hann geti. Varla getur vald- ið þessu annað en fjárskortur og víst er um það að hann keypti ekki bækur þær er hann þýddi, heldur voru þær færðar honum að gjöf. Tryggðavinur hans, Hjálmar konrektor, bað Lær- dómslistafélagið að prenta í rit- um sínum ár hvert eina bók af „Paradísarmissi“, „því það er illt að snoturt verk liggi niðri og maðurinn fari á mis velforþéntr- ar æru og kannske hagnaðar, hvers hann sem bláfátækur er þurfandi.“ Þrem árum áður en Jón lést kom Bjarni Thorarensen að Bægisá, litaðist um í híbýlum þessa aldna skálds, sem hann mat allra manna mest og varð að orði: „Fyrr eg aldreigi fátœkt reiddist en er hún angrar þig ellihruman og hindrar mig hjálp þér veita, gulli gœddi eg þig efeg 8uH œUl- “ 'í.t /f - ,t A'i t )t.-' ‘ ' • * ' ' KV d?j if.'l f , ! t tvt <' s*(*r r /i'. i' f[‘ c m /. . *<t x m < ■* 7,’r _ /V ' , / . • , / .t ,v. 'ít íl 7.t r. : n v r.-C /vp t,tn. L^- h’ j i Á\i k’ .'Vv/ ____j ✓ y ~ ' í*., // ' öT7~ ■ ' l t a / i ,t n L n.*r / ltiTfti.ru, 0$ ^Lí.r.tru i f / / ,0 /* / .> /ú ff Ll >C y Í T L u .2 l n cilil JC t'.T <1 v . LfnJc jiVnj í^.t IV-' c— c i T ,i<f /l / Ttí ,i jl ... /. ,• V’-' / ' - v / IX Ax tl ■ CC C"tv. Tl i ti ti iC Tn-'iju nra %*tt t-/r<%. t ík'.t r.i - h <v ’ . . / • /• / / ! (> x / • f / tíTc Vi,t r /t• rÁö-d t A>< ir7 ‘ -• \ / c \ £ > út.i at r a,w >' t>l t n/rc Ot c/ i • • '“ •,/ / * ~ • '• * ic-iiiit/ti, /ncd Ji\ sm <tj\rLt r i^rtvr ft/af/fruyna^ f/x ' (f \ ~ s Lycrþ.tT/cx ,<ydj ycr /n. /i n r yu//i:Yr k fíx /n itn ti/n^ /u./l&ivr frta!hc/i a,, fr cc LC-f/jX dþx/icjt n u/n . & Rithönd Jóns Þorlakssonar. Sýnishorn úr „Tilraun um manninn" eftir Pope. KREISTU FAST OG KYRKTU ÞJÓF Því er víst að í þau þrjátíu ár er Jón bjó á Bægisá lifði hann við hin kröppustu kjör. Hann var samtímamaður móðuharð- indanna og þau ár er hann lifði af 19. öldinni voru mörkuð felli á mönnum og málleysingjum sakir hafísa og veðurhörku. Margir komust í hann krappann í samskiptum við kaupmenn, ekki aðeins bændur og pasturs- litlir alþýðumenn, heldur einnig embættismenn, ekki síst prestar, sem margir lifðu við sömu kjör og blásnauður almúginn. Árið 1803 spurðist það til Bægisár að kaupmenn á Akureyri væru farnir að taka hesta af skuldu- nautum sínum „undir arrest, til að kúga af þeim skuldalúkning." Einn nágrannapresta Jóns mátti sætta sig við þau býti. Jón á Bægisá skuldaði Baagöe faktor hjá Kyhn kaupmanni á Akureyri 13 ríkisdali, en átti ekki nema helming gjaldsins og tæplega það. Ætlaði hann þá til Akyreyr- ar fótgangandi með berbakaða meri í taumi og egna Baagöe til að taka af sér merina. Bóndi einn, vinur Jóns, lánaði honum þá sjö ríkisdali til sumarmála, svo ekki varð af því að merin væri tekin. En Jón ljóðaði á merina vx'su, sem brátt varð fleyg um allar sveitir Norður- lands og á Akureyri var farið með hana í flimtingum, dæmi- gerð um það að níðið var Jóni ekki umhendis, þegar því var að skipta: „Varla má þér vesœlt hross, veitast heiður meiri en að þiggja kaupmannskoss og kœrleiksatlot fleiri, orðin húsfrú hans; þegar þú leggur harðan hóf háls um egtamanns,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.