Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. maí 1988 Mörg þeirra hljóðfæra sem Sverrir færtil viðgerðar hafa lifað sittfeg- ursta. En oftast tekst honum að hressa þau svo við að þau ganga í fullkomna endurnýjun lífdag- anna. Hafi hljóðfærið verið gott í upphafi má lengi gera við það, segir hann. (Tímamynd Gunnar). hljóðfærum og orgeli. Á öðru ári áttum við svo að læra ítarlegar um þrjár þessara greina. Ég valdi tré og málmblásturshljóðfærin og loks gít- arviðgerðir. Að öðru námsárinu loknu skilaði ég ritgerð sem náminu tengdist og valdi ég mér að skrifa um óbóið og sögu þess, en hún er ákaflega löng og merkileg. Þá ákvað ég að leggja stund á hljóðfærasmíðar og þær var ég að læra þriðja veturinn og valdi sem verkefni að smíða barrokóbó og svo lútu, sem er fornt strengjahljóðfæri. Þetta reyndist mikið verk og óbóinu lauk ég Ioks hér heima um páskana í fyrra. Enn á ég ólokið við lútuna. Hún er líka með erfiðari hljóðfærum að smíða,enda valdi ég hana svo ég fengi að reyna sem mest á hvað ég gæti. Heim kom ég haustið 1985, en það var ekki hlaupið að því að stofna viðgerðaverkstæði. Áhaldakostur- inn er svo sérhæfður og dýr að maður getur verið að bæta við alla ævina. Meðan ég var í námi reyndi ég að afla mér þess sem ég gat og hér heima hef ég smfðað fjölda hluta sjálfur. Stundum er hægt að breyta algengum verkfærum, eins og töngum, með því að breyta kjaftin- um á þeim til þessara sérhæfðu nota, en annað þarf að láta smíða. Ég hef til dæmis látið renna sérstaka stál- hluti til viðgerða og það er ákaflega dýrt. Einnig er margt, svo sem lökkun eftir viðgerð, sem krefst sérstakrar aðstöðu, sem ég hef ekki enn. Þegar ég var á ferð í Bandaríkj- unum fyrir nokkru gafst mér færi á að heimsækja verksmiðju sem fram- leiðir áhöld til hljóðfæraviðgerða, en um þrjár slíkar munu til í heimin- um. Þar voru þeir peningar sem ég hafði heldur betur fljótir að fara. Ég byrjaði á því að fá að láni geymslukompuna hjá foreldrum mínum og þar var ekki beinlínis rúmt um mig. Eftir að ég flutti hingað á Hverfisgötu 69 hefur að- staðan mikið batnað, en hér hef ég 30 fermetra. En þótt ég stækkaði við mig um helming mundi samt sem áður ekki líða á löngu þar til ailt yrði jafn troðið í kring um mig og þú sérð hér. Það er misjafnt hve langan tíma það tekur mig að afgreiða verkefnin, enda eru þau svo mismunandi. Oft get ég skilað þeim af mér eftir viku, en svo geta liðið mánuðir, ef við- gerðin er þess eðlis. Mikill munur getur líka verið á viðgerð á samskon- ar bilun á samskonar hljóðfærum og fer það oft eftir tegund hlj óðfærisins. Reglan er sú að mun auðveldara er að gera við vönduð hljóðfæri en léleg og það ættu þeir sem hljóðfæri kaupa að hafa í huga. Ég verð að verðleggja vinnuna eftir því hve mikill tími fer í hana og viðgerð vegna óvandaðrar smíðar getur mjókkað muninn til móts við það ef dýrara hefði verið keypt. Einnig er áberandi stór hluti bil- ana kominn til vegna tómrar van- hirðu, ekki síst af því að ekki er skeytt um að smyrja hljóðfærin, en þau þurfa öll sína olíu, rétt eins og bílvél. Verkefnin hafa verið óþrjótandi og ekki síst hef ég hjálpað tónlistar- skólunum. Stundum er það þó svo að hljóðfærin eru það slitin á veiga- miklum stöðum að ekki er ráðlegt að ráðast í viðgerð og ræð ég fólki þá til að afskrifa þau. Ég hef annars nokk- uð gert af því að kaupa hljóðfæri, gera þau upp og leigja þau svo eða selja, því gott hljóðfæri, vel upgert, er betra en nýtt og óvandað. Ég ver þó ekki nema hluta vinnu- vikunnar í viðgerðir. Tvo eftirmið- daga í viku kenni ég við Tónmennta- skólann og það er góð tilbreyting frá viðgerðunum, sem eru auðvitað fremur einmanaleg iðja. Kennslan á vel við mig og ég kann ágætlega við mig meðal krakkanna, sem yfirleitt eru mjög áhugasöm. Nú, og svo bjóðast alltaf einhver verkefni fyrir mig sem óbóleikara, svo ég get ekki kvartað yfir því að mér þurfi að leiðast." Storknað blóð úr dýrlingi rennur Storknað blóð Heilags Gennaro, vemdardýrlings Napólí borgar, er sagt haft breyst í rennandi blóð s.l. mánudag, tveimur dögum á eftir áætlun. Talsmenn kirkjunnar segja að þessi umbreyting hafi átt sér stað þrisvar á ári síðan á miðöld- um. Blóð dýrlingsins, sem uppi var á fjórðu öid, er geymt f lítilli flösku og höfðu trúaðir beðist fyrir í tvo daga áður en umskipti áttu sér stað. Búist hafði verið við því að storknaða blóðið færi að renna s.l. laugardag og er töfin túlkuð sem illur fyrirboði. Sumir túlka töfina sem merki um óánægju dýrlingsins, aðrir sem vonbrigði hans yfir slæmum úrslit- um Napóií fótboltaliðsins s.l. sunnudag. Þá tapaði Napólí fyrir A.C Mílan og datt úr fyrsta sæti fyrstu deildarinnar. Hreinlæti V-Þjóðverja ekki eins og af er látið? Vestur-Þjóðverjar eru vel þekkt- ir fyrir að vilja hafa bíla sína vel bónaða og umhverfið og göturnar hreinar, en þegar kemur að undir- fatnaðinum horfir málið öðruvísi við ef marka má könnun sem Henkel fyrirtækið, sem einkum framleiðir þvotta- og hreinsiefni, stóð fyrir. Niðurstöður könnunarinnar sem voru kynntar á tveggja daga ráð- stefnu um hreinlæti leiddu í ljós að 45% karla í V-Þýskalandi skiptu um nærföt á hverjum morgni, en 56% karla í Frakklandi og 59% karla á Spáni. Þegar komið er að kvenfólkinu var hlutfallið nokkru hærra. 70% v-þýskrakvennaskipta daglega um nærföt, miðað við 94% franskra og 96% spænskra kvenna. Einnig kom í ljós að franskar konur skiptu helmingi oftar um brjóstahöld en þær v-þýsku. Einnig var athugað hversu oft skipt var um rúmföt á hverju heimili í löndunum þremur. í ljós kom að þar voru Þjóðverjarnir einnig langt á eftir, um 17% heim- ila skiptu um rúmföt vikulega í V-Þýskalandi á móti 56% heimila í Frakklandi og 93% heimila á Spáni. Könnunin náði til á milli 1000 til 2000 karla og kvenna í hverju landi. Námsaðstoð LÍN skólaárið 1988—89 Hlutverk Lánasjóös íslenskra námsmanna er að veita íslenskum námsmönnum, sem fullnægja skilyrðum sjóðsins varðandi lánshæfi, fjárhagsaðstoð til framhaldsnáms. Skilyrði LÍN eru: - Fyrirhugað nám verður að falla undir ákvæði laga og reglugerðar um aðstoðar hæft nám; - Fullnægja þarf kröfum LÍN um árangur og eðlilega framvindu í námi; - Viðmiðunartekjur mega ekki fara yfir ákveðin mörk. Aðstoðarhæft nám A. Hérlendis. 1. Nám í háskólum og sérskólum. Bændaskólinn á Hvanneyri (búvísindadeild) Fiskvinnsluskólinn (2. og 3. ár) Fósturskólinn Háskólinn á Akureyri Háskóli íslands lönskólar (framhaldsd.) íþróttakennaraskólinn Kennaraháskólinn Leiklistarskólinn Ljósmæöraskólinn Myndl.- og handíðaskólinn Nýi Hjúkrunarskólinn Samvinnuskólinn (rekstrarfræöideild) Stýrimannaskólar Tónlistarskólar (7. stig og ofar) Tækniskólinn (nema undirbúningsdeild) Tölvuskóli Verslunarskólans Tannsmíöaskólinn Vélskólar Þroskaþjálfaskólinn 2. Annað sérnám ef umsækjandi hefur náð 20 ára aldri: Bændaskólar (búfræöi) Fiskvinnsluskólinn (1. ár) Garöyrkjuskólinn Hótel- og veitingaskólinn Iðnskólar (allt nema almennt nám og fornám) Kirkjubæjarskóli (fiskeldi) Lyfjatæknaskólinn Meistaraskóli iðnaöarins Sjúkraliðaskólinn Undirbúningsdeild Tækniskólans B. Erlendis. 1. Allt viöurkennt nám á háskóla- stigi (ekki er veitt lán til greiöslu skólagjalda í fyrrihlutanámi sem hægt er að stunda hérlendis). 2. Veigamikiö sérnám eöa starfs- réttindanám sem ekki er hægt að stunda hérlendis og tekur minnst 1 námsár. Tegund aðstoðar: Almennt námslán vegna - Framfærslu á námstíma - bóka- og efniskaupa - skólagjalda Ferðastyrkur Lán vegna sérstaks aukakostnað- ar Umsókn Umsækjandi um námsaðstoð veröur aö fylla út sérstakt eyðublað sem fæst í afgreiðslu sjóösins, sendiráöum (slands erlendis og flestum lánshæfum skólum hér- lendis. Umsókn skal skila í síðasta lagi 2 mánuöum áöur en nám hefst. Nýliðar Byrjandi í lánshæfu námi fær 1. hluta námsláns afgreiddan í lok fyrsta misseris, ef hann fullnægir kröfum sjóösins um námsárangur. Lánskjör Námslán eru til 40 ára, verðtryggð en vaxtalaus. Upphæð árlegrar endurgreiðslu miöast viö 3.75% af brúttótekjum ársins á undan. í sumar (15. maí - 31. ágúst) er skrifstofa LÍN að Laugavegi 77 í Reykjavík opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 8.15-15. Símatími ráðgjafa er kl. 8.15-11.30 alla daga og viðtalstími þeirra er kl. 12-15 alla daga nema fimmtudaga. Skrifstofan er lokuð á tímabilinu 27. júní -13. júlí. Lánasjóður íslenskra námsmanna Laugavegi 77 101 Reykjavík Sími 91-25011

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.