Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 6
6 HP HELGIN í BETRI SÆTUM Og ég semféll í tölvum íVersló! Dirty Dancing getrauninni sem birtist í Tímanum síðasta laugar- dag. Það eru nefnilega þrjú eintök af myndinni í verðlaun og mildu fleiri en þrjú rétt svör þegar komin... ... að Blind Date, með þeim Bruce Willis og kyntákninu Kim Basinger, er að slá öll met á myndbandamarkaðnum. Óborg- anlega góð mynd sem þú ættir ekki að missa af... ... að í betri sætum verður með aðra getraun á næstunni. Bara til að viðhalda spennunni, þá getum við sagt að verðlaunin verða ekki mikið amalegri en núna. Fylgstu því með Tímanum... miiiiiaiiiiaiiiiiiMinmi Ævintýri Max Headroom: ... að Skífan stendur í stórræð- um þessa dagana við að gefa út myndbönd og meðal annars er væntanlegur vestri með köppum eins og Kirk Douglas og Arnold Schwarzenegger, en sá síðarnefndi hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir leik í kúrekamyndum. Mynd- in heitir Cactus Jack og sögð í svipuðum anda og Three Amigos... ... að hin geysivinsæla mynd, Something WUd, með Melanie Griffith og Jeff Daniels, sem sýnd var í Háskólabíó á dögunum, er líklegast komin á myndbandalei- gurnar þegar þú lest þetta. Ekki bíða of lengi eftir að ná þér í hana... ... að Radio Days, mynd Woody AUen er nú komin á myndbanda- leigur og leigist grimmt út, enda góð mynd hér á ferðinni. Eftir ekki mjög svo langan tíma, sem þýðir næsta laugardag, lítum við á mynd- ina. Bíddu því spenntur... ... að nú eru komnar út þrjár myndir með Max Headroom og bera þær þau frumlegu nöfn, Vol. 1, Vol. 2 og Vol. 3. Matt Frewer leikur sem fyrr hinn ódrepanlega fréttahauk Edison Carter og Max Headroom aðstoðar hann við lausn hinna ýmsu mála. Þeim sem vUja nánari upplýsingar bendum við á umfjöllum um mynd númer 2... ... að þú ættir ekki að bíða mikið lengur eftir að taka þátt í The Adventures of Max Headroom Aðalhlutverk: Matt Frewer, Amanda Pays, George Coe. Á myndbandamarkaðnum eru nú þrjár Max Headroom myndir. Ég horfði á mynd númer tvö í vikunni, þó ég sé ekki búinn að sjá númer 1. Á spólunni eru tvær sögur, á þessari Body Banks og Security Systems. Myndirnar gerast báðar eftir 20 mínútur, og segja frá sjónvarps- fréttamanninum Edison Carter og tölvumynd hans, Max Headroom. Þeim til aðstoðar eru síðan fram- leiðandinn, einhvers konar ritari og pönkarinn stórgóði, sem rekur þá bestu sjónvarpsstöð sem ég hef séð, Big Time TV, og spilar stund- um sama lagið 12 sinnum í röð. í fyrri myndinni er sagt frá ránum á ungum stúlkum í úthverf- um borgarinnar. Stúlkurnar eru sundurlimaðar og notaðar ti að halda lífi í gamalli konu. í síðari myndinni er Edison að gera frétt um Security System, öryggisfyrirtæki sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu. Skyndilega er Edison hundeltur af löggunni fyrir lánasvik, sem er verra en morð eftir 20 mínútur. Báðar myndirnar eru að mínu mati nokkuð skemmtilegar. Ég hafði sem sagt gaman af þeim. Þær eru ekkert ofsalega spennandi, ofsalega fyndnar, eða ofsalega leyndardómsfullar, en ég hafði samt sem áður gaman af þeim. Max Headroom er sem fyrr óborganlega fyndinn í tilsvörum og það er hann sem heldur húm- ornum í myndinni uppi. Edison Carter er hins vegar töffarinn og sem slíkur tekst honum nokkuð vel upp, þó svo hann hafi nú ekki beint þessi töffaralegu tilsvör sem Marlow, Dick Tracy, Poirot, Col- ombo, McCloud, Bob Moran, Bill Ballantine og Hvell-Geiri hafa allir notað í gegnum árin með góðum árangri. Ég hef ekki séð margar góðar framtíðarmyndir. Mér fannst jú gaman að Escape from New York, fyrsta Mad Max myndin fannst mér góð, en svo man ég bara ekki eftir... jú, Blade Runner og hérna myndin með honum Tom Selleck, æi ég man ekki hvað hún heitir. Annars hefur ekkert komið af góðum framtíðarmyndum, nema Álien og Aliens, en þær teljast ekki með í þessum flokki. Svo birtist Max Headroom og með honum Edison Carter og ég varð bara þokkalega ánægður. Það eina sem er, tölvur virðast dálítið mikið notaðar eftir 20 mínútur, og ég sem féll í tölvum í Versló! Ergo, ég get alveg mælt með þeim félögunum í videotækið þitt. -SÓL RoboCop: Ekki beint fyrir sunnudagssteikina RoboCop/Riddari götunnar Aðalhlutverk: Peter Weller, Nancy Allan Leikstjóri: Paul Verhoeven RoboCop var ansi vinsæl mynd í Háskólabíói fyrir nokkru, og er ennþá ansi vinsæl á myndbanda- leigunum og leigist grimmt, að sögn afgreiðslufólks. Myndin gerist í bílaborginni Detroit í Bandaríkjunum eftir nokkur ár og hefur einkafyrirtæki tekið löggæsluna í sínar hendur. Mikið er um löggumorð og einn þeirra, Murphy (Weller) lendir einmitt í því að vera skotinn í spað (í bókstaflegri merkingu) af vondu gaurunum. Framagjarn, ungur maður innan löggæslufyrirtækisins, eygir nú von til að sýna fram á súperlögguna, RoboCop, sem búin er til úr manni og vél. Murphy verður því að „nýrri“ löggu, en ekki náðist alveg að þurrka allt minnið út, og... Það má deila lengi um hvort svona mynd eigi rétt á sér. Vissu- lega er ofbeldi og vissulegi hefur maður orðið vitni að pottþéttari söguþræði. Vissulega hefur maður líka séð skemmtilegri myndir. En ég myndi aldrei ganga svo langt að segja að ég hafi ekki haft gaman af henni. Þar að auki virðist ég ekki hafa hlotið sálarskaða af að horfa á hana. Mig langar ekkert meira að drita niður fólk eftir að ég sá myndina heldur en áður (en það er náttúrlega einstaklingsbundið). Það er blóð í henni, það er , ofbeldi í henni, það eru eiturlyf í henni, það er spilling í henni, það er fáránleiki í henni og það er líka gaman að henni, án þess þó að ég hafi gaman af slíkum myndum undir venjulegum kringumstæð- um. Kannski annarlegt líkamlegt ástand mitt geri það að verkum að ég kemst að svona niðurstöðu. En ég virðist ekki vera sá eini, ef marka má útleigur. Ég get því óhikað, og án þess að skammast mín hið minnsta, sagt blákaldan sannleikann, án þess að vera neitt að fara í kringum hlutina eða reyna að komast hjá því að segja sannleikann, mælt með þess- ari mynd, þó ekki rétt fyrir sunnu- dagssteikina. Það ermjögauðveld- lega hægt að hafa gaman að henni síðar um kvöldið eða fyrr um daginn. -SÓL- HÚSMÆÐRAÞRILLER Pack Of Lies/Lygavefur Aðalhlutverk: Ellen Burnstyn, Teri Garr og Alan Bates Leikstjóri: Anthony Page Myndin Pack Of Lies sem ég kýs að nefna Lygavef (fleiri nöfn koma til greina s.s. Haugalygi og Allt í plati, en ég valdi það virðulegasta) er nokkuð sérstök mynd. Það gerist í raun afskaplega lítið þessar 103 mínútur sem spólan er að rúlla í vídeótækinu. Myndin er allt að því langdregin og virðist sem leikstjór- inn hafi ekki getað gert almenni- lega upp við sig hvenær hefja ætti endasprettinn. Þrátt fyrir að lítið gerist í myndinni er hún spennandi á sinn hátt. Ég t.d. beið í ofvæni eftir því að leyst væri úr þeirri flækju sem sköpuð var í upphafi myndarinnar. Leikurinn í mynd- inni er mjög góður. Ellen Burnstyn leikur enska húsmóður sem lifir í afskaplega þröngum heimi þar sem lítið gerist og hún er sátt við sitt. Teri Garr leikur andstæðu Ellenar. Hressa konu sem til er í allt. Alan Bates er háttsettur leynilögreglu- maður sem kemur inn í áhyggjulít- ið líf þeirra vinkvenna og verður þar örlagavaldur. Hugmyndin sem myndin byggir á er mjög frumleg. Við fylgjumst með mjög nánum vinkonum og allt leikur í lyndi. Einn daginn er bankað upp á hjá Ellen og manni hennar. Það er nokkurs konar lög- regluþjónn, að því er hann segir sjálfur. Ástæðan fyrir komu hans er grunur sem hvílir á dularfullum manni er vanið hefur komur sínar í hverfið. Ellen og maður hennar fá lítið að vita um hvað málið snýst. „Lögreglumaðurinn" fer að venja komur sínar í hús Ellenar og nota svefnherbergi hjónanna til að fylgjast með vinafólki þeirra sem býr handan götunnar. Þessi uppá- koma breytir miklu í lífi Ellenar og manns hennar. Hún fer að forðast vinkonu sína, sem Teri Garr leik- ur, og andleg spenna hleðst upp milli fjölskyldnanna tveggja. Endirinn er góður. Ég átti von á þessum endi, þorði þó ekki að trúa því, því það var þessi endir sem var líklegastur og einmitt þess vegna hélt ég að myndin endaði öðruvísi. í heildina fullyrði ég að hér er á ferðinni húsmæðraþriller sem horf- andi er á. -ES Nightmare on Elmstreet 3: Hann fer í Ijós þrisvar í viku! Nightmare on Elmstreet 3 Leikstjórl: Wes Craven Aðalhlutverk: Zsa Zsa Gabor og fullt að Ijótu liði Ég fór á martraðamyndina í Laugarásbíó þcgar hún var sýnd á síðasta ári. Ég mundi alveg að mér fannst ekki gaman, en samt... það var aldrei að vita nema eitthvað hefði breyst. Ég hefði jú auðveldlega getað þrosk- ast til muna. En það hafði akkúrat ekkert breyst. Hún var alveg jafn hund- leiðinleg, asnaleg, væminn og fúl og mig hafði minnt. Hér er söguþráðurinn: Sjálfsmorðsæði virðist hafa gripið um sig í smábæ einum og eins og venjan er í bíómyndum, er fullorðna fólkið heimskt og gera frekar ógagn en hitt. Nokkr- ir unglinganna eru hýstir i álmu einni í sjúkrahúsinu og þar birtist allt í einu Nancy Thompson, sem lék aðalhlutvericið í fyrstu mynd- inni, og vill hjálþa. Það sem eftir er gengur síðan út á baráttuna við Freddy Kruger, sem satt að segja lítur út fyrir að hafa farið í ljós þrisvar í viku í svona 1.200 ár. Ef þú hefur ekki enn náð hvað ég er að reyna að segja, þá get ég sagt það hér og nú: Þetta er afskaplega leiðinleg mynd og ég get einfaldlega ekki skrifað með góðri samvisku að þú eigir að leigja þér hana. -SÓL ÞAÐ . VAR . HELST . I. VIDEOFRETTUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.