Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 12
12 HELGIN Laugardagur 7. maí 1988 Chester Whitmore Sprunginn hjólbarði færði hann í fang danssnillingsins - Sagt frá Chester Whitmore, listrænum stjórnanda „Black Ballet Jazz“ flokksins C hester Whitmore, list- rænn stjórnandi „Black Ballet Jazz“ flokksins, var kjörinn af forlögunum til hlutverks sins. Ótrúleg fótafimi hans, spengilegir fætur og hrífandi hreyfingar bera vitni um það og einnig sagan sem skýrir fró hvernig ferill hans hófst. Það var kvöld eitt, eftir að hann hafði lokið prófi frá Dorsey mennta- skólanum í suðvesturhluta Los Angeles og var að koma heim frá steppdansæfingu í Menningamið- stöðinni í miðbænum. Það hafði verið fyrsta danskennslustundin á ævi hans. Hann hafði engan sérstak- an áhuga á að dansa opinberlega og hélt sig í skugganum á fjölskyldu- skemmtunum - lét eldri systrum og bræðrum eftir dansgólfið. En þegar hann var að hjóla heim á leið rakst hann á mann, sem var í öngum sínum yfir bíl með sprungið dekk við vegarbrúnina. Hann nam staðar og hjálpaði manninum við að skipta um dekk. En þá tók maðurinn eftir steppdansskónum, sem héngu yfir stýrið á reiðhjólinu. „Ég sé að þú ert þarna með steppdansskó," sagði maðurinn. „Já, ég er að fikta við þetta,“ sagði Whitmore. „Bíddu við,“ sagði maðurinn. „Því kemur þú ekki heim til mín á morgun og ég skal sýna þér dálítið. “ „Dansar þú?“ spurði Whitmore. „Ojá, ég dansa ögn,“ sagði maður- inn. Daginn eftir heimsótti hann manninn og hann gapti af undrun. „Drottinn minn - aldrei hef ég séð anan eins steppdans! Hann er úti um allt í senn!“ „Langar þig til að læra hjá mér?“ „Hvort ég vil!“ hrópaði Whit- more. Eftir þetta sótti hann reglulega tíma hjá manninum sem hann hitti við vegarbrúnina. En þar með er sögunni ekki lokið. Það var ári seinna að Whitmore sá kvikmynd „Stormy Weather", en inn í hana voru felld atriði úr söngleikjum svartra og þar komu þau fram Lena Horne, Fats Waller og dansarar á borð við Bill „Bojang- les“ Robinson. Kvikmyndin endaði á frábæru lokaatriði, þar sem tveir menn dönsuðu upp og niður stiga af fáheyrðri leiki og frömdu fleiri ótrú- legar listir. „Þetta tók fram öllu sem ég hafði séð,“ sagði Whitmore! Þetta var nú eitthvað annað!“ Hann beið þar til nöfn leikara birtust á tjaldinu og sá að þetta höfðu verið hinir svonefndu „Nicholas bræður“. Er hann kom til kennara síns daginn eftir sagði hann honum frá Þau túlka sögu ameríska dansins A - SAGT FRÁ VIÐFANFGSEFNUM „BLACK BALLET JAZZ" SEM HINGAÐ KEMUR Á LISTAHÁTÍÐ í SUMAR komandi Listahátíð í Reykjavík í sumar mun koma fram dansflokkurinn „Black Ballet Jass,“ frá Bandaríkjunum, sem getið hefur sér orðstír um víðan heim fyrir frábæra danslist. Sérstaklega er vert að geta hér í upphafi um listrænan stjórnanda hópsins, Chester Whitmore og söngkonuna, leikarann, dansar- ann og dansahöfundinn, Trinu Parks, sem orðið hefur kunn úr sjónvarpsþáttum og kvikmyndum þ.á. m. úr James Bond myndinni „Diamonds are Forever“ og sjónvarpsþáttunum „Fame.“ Þetta er 17 manna hópur, sem með dansi, látbragðsleik og akrobat- ik sýnir sögu dansins í ameríku í 200 ár, allt frá afrikönskum trommu ritúölum til break - dansins og þeirra dansa sem notaðir eru í dag. Hér á eftir víkjum að að ýmsu sem þessa sögu snertir og danshópurinn leitast við að skýra og túlka í list sinni: Congo Square Ætla mætti að dans og stjórnmál ættu fátt sameiginlegt, en í sögu amerísku danslistarinnar hefur það þó gerst að þetta hefur blandast saman. Þannig kom borgarráðið í New Orleans saman árið 1817 til þess að ræða ýmsan vanda sem dansiðkun svartra bakaði. Iðkun voodo galdurs hafði breiðst út í borginni meðal þrælanna og ekki allir hvítir ósnortn- ir af þessari. Þetta kukl var í undar- legum sambeiskingi við kaþólisma samtíðarinnar og iðkuninn fylgdi margháttaður söngur og dans. Þetta leist öldungum borgarinnar ekki á og að auki óttuðust þeir að trumbu- sláttur þrælanna yrði notaður sem merkjamál, ef til uppreisnar kæmi meðal þeirra. í stað þess að banna dansinn með harðri hendi ákvað borgarráðið þó eftirfarandi:“Sam- komur þræla þar sem þeir hyggjast skemmta sér eða fremja annan fagnað, má aðeins halda á sunnudög- um og það á opnu svæði sem borgar- stjórinn skal tiltaka hvar verður. Ekki má gleðskapurinn standa leng- ur en fram til sólarlags og þeir þræla sem eftir þann tíma verða staðnir að dansiðkun, skulu færðir í borgar- tugthúsið og hýddir tíu til fimmtán svipuhöggum... “ Þessi ráðstöfun reyndist hin merk- asta í menningarsögu landsins, því svæðið þar sem dansskemmtanirnar voru haldna og fékk heitið „Congo Square“, varð vettvangur þar sem afrísk menning náði að skjóta rótum í nýja heiminum, þar sem hún drakk í sig áhrif frá öðrum menningar- straumum og varð að tónlistarundri 20 aldar - jassinum. Cake walk Hið svonefnda „Cake Walk“, dans orðinn til undir afríkönskum, evrópskum og amer - indískum áhrifum var fyrsti ameríski dansinn, afríski „rytminn“ af. Stafir, steinar, matskeiðar, bein og mannslíkaminn sjálfur varð að ásláttarhljóðfærum. Þannig varð dansinn „Hambone“ líka til, en þar börðu menn á læri sér og brjóst og stöppuðu með fótunum. Og ekki má gleyma trúarsöngvun- um. Löngum varðaði það stórsekt- um að kenna svörtum að lesa og því breiddu þeir út boðskap ritningar- innar í sálmum sínum og trúarsöngv- um er endurspegluðu gleði þeirra, sorgir og vonir um betra líf að loknu þessu. Eftir heimsstyrjöldina fyrri má segja að „svarta endurreisnartíma- bilið“ hafi byrjað. Þetta var sá tími þegar dansararnir gripu pípuhatt og silfubúinn staf og bjuggust sjakket og hvítum silkitreflum. Fyrsti söng- Félagar „Black Ballet Jazz“ dansa ekki síöur á götum úti en annars staðar. Árið 1817 úthlutaði bæjar- stjórn New Orleans forfeðrum þeirra og formæðrum iítinn land- skika, þar sem þau máttu dansa og hvergi annars staðar. En það varð örlagarík ráðstöfun... sem ekki gat kallast innfluttur. Þarna var um að ræða einskonar „stælingu" og stundum skopvísa eftirlíkingu á háttum yfirstéttarinnar og átti hann áhangendur meðal bæði svartra og hvítra. Plantekrueigendur efndu til keppni, þar sem þeir tefldu fram bestu dönsurunum meðal þræla sinna- og verðlaunin voru hveiti- kaka. Þaðan nafnið á dansinum. Þegar svartir menn voru þar með komnir með tærnar inn í „show business“ varð algengt að þeir fengju léttari störf, yrðu heimilisþrælar í stað plantekruþræla. Og smám sam- an greiddist þeim leið upp á svið í fábrotnum samkomuhúsum sem þeim stóðu opin. Oft var um að ræða sýningar skottulækna, sem buðu upp á snákasmyrsl og rammáfengt sull, sem lækna átti kvensjúkdóma. Þar var svörtu listamönnum gert að mála sig í negragervum þeim, sem kákás- iskir leikarar höfðu notað áður til að hæða svarta. Þannig voru nú svartir að leika hvíta sem léku svarta! „Shuffle along“ Þótt hvítir þrælaeigendur óttuðust lengi að notkun trumba mundi verða tæki í hugsanlegri uppreisn, lifði leikurinn, þar sem allir leikendur voru svartir, „Shuffle Along“, birtist á Broadway. Meðal leikenda var ung dansmær - Josephine Baker. Brátt urðu „Chicago's Grand Terr- ace Ballroom“, „Savoy“ og „Cotton Club“ í New York, dansháskólar heimsins. Steppdansinn var kominn til skjalanna og meistari hans var hinn óviðjafnanlegi Bill „Bojangles" Robinson. Charleston, Black Bottom, Balling the Jack - hvert nýtt spor fylgdi á eftir öðru. Hinn ærslafengni þriðji áratugur var hafinn. En þótt danslist svartra manna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.