Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 9
Laugardagur 7. maí 1988 HELGIN 9 - þá mundi það minnka fram- hjáhald um helming. Fíkn í konur líkt og eiturefni? Ótrúa eiginmenn fékk grein- arhöfundur einnig til að leysa frá skjóðunni: „Það er löngun í tilbreytingu. Spenningurinn við að tæla og sigra. Fjöldi manna hefur stöð- uga þörf fyrir að reyna við konur. Hjá mér mætti á vissan hátt líkja þessu við fíkn ofneyt- anda í eiturefni‘% sagði 37 ára sjónvarpsmaður. Sá kvað ekki einu sinni hafa liðið viku frá brúðkaupinu þar til hann var kominn uppí hjá annarri. Ekki fann hann til nokkurrar sektar- kenndar nema síður væri, né ótta um að þetta stofnaði hjóna- bandinu í hættu - mundi kannski fremur styrkja það. „Mönnum tekst mjög vel að leyna ævintýr- um sínum fyrir eiginkonunni - það er raunar mun erfiðara að halda fram hjá hjákonunni. Kvennafar mitt er ekki á neinn hátt til að sanna fyrir mér karl- mennsku mína. Þú gætir alveg eins spurt hvort ég fái mér girnilegan málsverð vegna þess að ég efist um matarlystina". Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur „Maður er á höttunum eftir spenningi og þeirri holdlegu eftirvæntingu sem fylgir því að verða ástfanginn. Önnur ástæða er „veiðigleðin,“ unaðurinn sem fylgir því að fanga bráðina. Hún hverfur ekki þótt maður gifti sig“, sagði 36 ára bankamaður. „Frá 19 til 29 ára hugsar maður fyrst og fremst um konur, „sex“ og hverful ástarævintýri. Það þarf því geysilega aðlögunar- hæfni til að geta allt í einu orðið einni konu trúr. Kynlíf í hjóna- bandi er ósköp indælt, en hins vegar ekki spennandi til lengdar, m.a. vegna þess að mönnum þykir erfitt að ræða um kynlíf við konur sínar. Eftir nokkur ástarævintýri fór þó svo fyrir bankamanninum að spennan og stressið vegna hans tvöfalda lífs varð honum ofviða svo hann flutti að heiman. Þegar hann þurfti ekki lengur að stelast á fundi ástkonunnar var hrifningin af henni fljót að fölna. Og allt í einu fann aumingja maðurinn hversu dásamlega konu hann átti og að ekkert gat jafnast á við hjónabandshamingjuna. „Égfór því heim aftur og þori nú ekki lengur að standa í neinu kvenna- fari af ótta við að missa það, sem ég uppgötvaði að er mér öllu öðru verðmætara“. Greinarhöfundur kvaðst Iengi hafa verið þeirrar skoðunar að kynhegðun karla réðist öðru fremur af því hvað þeir kæmust upp með. Framangreind svör sérfræðinga og sökudólga hafi í raun litlu breytt þar um, þótt vissulega hafi þau verið fróðieg og nokkuð megi af þeim læra. En einhlít svör um flóknar ástæður framhjáhalds verða lík- lega seint fundin. (Þýtt og endursagt HEI) Salernin í Peking í sjónvarpsúttekt Röskur ellilífeyrisþegi í smáþorpi í Svíþjóð: Aldargamall maður sló þjófinn flatan Á dögunum tók kínversk sjón- varpsstöð auk nokkurra blaða- manna í Peking, með yfirmann ferðamála í borginni, Bo Xicheng í broddi fylkingar upp á því að gera úttekt á almenningssalernum borg- arinnar og var útkoman ekki glæsi- leg. f helmingi allra almenningssal- erna var annað hvort um lekar pípur, brotnar skálar, eða um því- líka lykt að ræða að ekki var mönnum bjóðandi, þó svo að þess- ir sömu staðir hefðu skömmu áður fengið vottorð um að allt væri í stakasta lagi. Ferðamálayfirvöld í borginni eru að hugsa um að leggja fram kvört- un til borgaryfirvalda í kjölfar þessarar athugunar, enda hafa ntargirerlendir ferðamenn kvartað sáran yfir lélegri salernisaðstöðu, að sögn Bo. „Margir hafa tjáð okkur að þeir hafi farið á viður- kennda matsölustaði, þar sem maturinn var hreint frábær, en þegar kom að salernunum var rómurinn orðinn annar,“ sagði Bo ennfremur. Salernin sem skoðuð voru á veitingastöðum í þessari ferð Bo og fréttamannanna fengu þó flest góða einkunn fyrir hreinlæti og snyrtimennsku og voru til hreinnar fyrirmyndar að sögn Bo. Níutíu og sjö ára gamall ellilíf- eyrisþegi er hetja í augum þorps- búa í Moheda í Svíþjóð fyrir hreysti sína, en á þriðjudag stökkti hann innbrotsþjóf á flótta, með snöggu hægri handar höggi og vinstri krók. Á yngri árum var hann ævintýramaður og ferðaðist víða. Lengst af stundaði hann loð- dýraveiðar í Alaska. „Ég sá þorparann, þar sem hann var á leið inn um baðherbergis- gluggann minn, og lét höggin dynja á hálsinn á honurn," sagði Nilsson í viðtali við sænska Kvöldblaðið. „Innbrotsþjófurinn greip um hálsinn, missti takið á glugganum og féll flatur í blómabeðið fyrir utan,“ sagði Nilsson hróðugur og vel minnugur átakanna í Alaska forðum. „Roskið fólk verður að kunna að verja sig. Það fær enginn að ræna mig.“ Nilsson er firnahraustur, þrátt fyrir háan aldur. Hann þakkarþað einföldum vodka, sem hann rennir niður á hverjum morgni að læknis- ráði. “Læknirinn segir, að það sé gott fyrir blóðrásina." SWúa9f' fe\6s'a ° „a té'^oaöS e\r> ^ lhpn4\Wá®'5 ffaðgre/ös/aon;, Skilagrein veg^una 9)a,da -----a a wnagreiðslna \ í ®SK 5.07 hvers mánaðar 5 Jíl . ... 0.|OM,,ni„() bsks.'*- Frumrit 0f*l6tluukjil GJAIDDAGI .FYRIRSKIL . A STAÐGRBÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér tjl skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.