Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 10
10 HELGIN Laugardagur 7. maí 1988 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMAL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAt ■■■■■■■■■■ Honum veittist auðvelt að fá stúlkur upp í bílinn hjá sér. Flestum nauðgaði hann aðeins, en fjórar stakk hann til bana og fleygði líkum þeirra í Djöflamýrina miklu. Loks var það 18 ára (■WMWRíiIBP^HBSMI stúlka, sem felldi hann með logandi sígarettu Bnmaan °9 hyggjuviti. Djöflamýra- morðinginn var einstakt snyrtimenni Snyrtimennið Thomas Rath. Hann kenndi mömmu sinni um allt saman. Sterkbyggðar 18 ára stúlkur trúa gjarnan því sem sagt er um jafnræði kynjanna, stundum meira að segja, að konan sé karlinum fremri hvað varðar líkamlega seiglu. Til eru sögur um hraustar konur, sem hafa jafnað rækilega um árásarmenn sína. Þessu má svo sem trúa, þangað til stúlkan er ein með kynóðu ruddamenni í myrkri og kulda og uppgötvar að allir kraftar hennar nægja ekki til að koma í veg fyrir að hann slíti af henni fötin. Þá finnst henni fjölmiðlar hafa skrökvað og að konur hafi aldrei roð við karlmönnum, þeir séu skapaðir til að veiða og drepa, en þær til að fæða af sér börn. Hin þrjú fómarlömbin. Heide Shier, Britta Schilling og Angela Marks. Gisela Braun var 18 ára, hraust stúlka og það hvarflaði vissulega ekki að henni, að hún væri að fara upp í bíl hjá manni, sem hafði nauðgað að minnsta kosti 12 stúlkum og drepið fjórar þeirra um leið. Hún var ekki hið minnsta smeyk. Kalt og blautt var í veðri þann 8. mars 1984 og Gisela vildi komast sem fyrst heim til sín í Bremen í Vestur-Þýskalandi. Hún var í námi hjá efnafyrirtæki í bænum Oster- holz. Hún hafði stansað til að fá sér bjór með vinnufélögunum og misst af strætisvagninum heim. Sá næstu fór ekki fyrr en klukkan 11, eftir hálfa þriðju klukkustund. Það var of langt að ganga 16 km svo Gisela ákvað að fara bara á puttanum. Hún óttaðist það hvergi, hafði oft gert það áður og þar sem hún var laglegasta stúlka, hafði hún fengið aðskiljanleg tilboð um leið, en aldrei komist í hann krappann. Einstakt snyrtimenni í þetta sinn gegndi öðru máli. Ökumaðurinn, sem nam staðar, var ekki hið minnsta líkur kynferðis- glæpamanni, eins og Gisela hugsaði sér slíka. Han var lítið eldri en hún sjálf, sléttrakaður. Snyrtilega klædd- ur og betur klipptur og greiddur en flestir, sem hún þekkti. Hann spjall- aði greindarlega, talaði gott mál og var afar kurteis. Hreimurinn benti til að hann væri af sama svæði og Gisela. Eftir fárra mínútna akstur, beygði ökumaðurinn inn á einn þeirra ótelj- andi afleggjara, sem lágu að ökrum bænda á svæðinu, stöðvaði bílinn og þreif um brjóst Giselu. Hún fjar- lægði hendur hans, sem þá færðust bara neðar. Hún fann að hann skalf og varð andstuttur af æsingi. - Farðu úr fötunum, skipaði hann. - Ég held nú síður, svaraði Gisela. Þá krækti hann fingrunum í háls- málið á þunnum jakka hennar og svipti honum sundur niðurúr, við hliðina á rennilásnum. Tölurnar á blússunni innan undir létu einnig undan, svo og þunnt efnið milli skálanna á brjóstahaldinu. Því næst stakk hann hendinni niður í buxna- streng hennar og efnið hrökk í sundur eins og grisja. Hann andaði ótt og títt, eins og eitthvað væri að honum í hálsinum. - Nei, hrópaði Gisela. - Ég skal gera það. Lofaðu mér að fá mér sígarettu fyrst. Annað datt henni ekki í hug þá stundina. Hann sleppti henni. Þó hann væri nær frá sér af kynæsingi, var hann ekki vanur að beita ofbeldi. Hann kaus að stúlkurnar létu undan, þó tregar væru. Umfram allt vildi hann ekki þurfa að beita hárbeittum veiði- hnífnum, sem var í slíðri sínu undir holhönd hans. Fjórum sinnum var nóg. Hnífnum stundum beitt Fyrsta skiptið hafði verið tæpum þremur árum áður, á föstudegi síðla í október 1981. Britta Schilling hafði verið að dansa á diskóteki skammt fyrir utan Bremen. Hún var 18 ára eins og Gisela og fór iðulega bæjar- leið á puttanum. Þó haust væri, var veðrið ekki ósvipað og í mars 1984, kalt og blautt. Enginn veit nákvæmlega, hvað kom fyrir Brittu Schilling, því hún hvarf og það var ekki fyrr en viku síðar, að nakið og illa leikið lík hennar fannst í Djöflamýrunum miklu norðan við Bremen. Hún hafði verið stungin 27 sinnum með beittum veiðihníf. Þremur dögum síðar, þann 9. nóvember 1981, var hin 17 ára Karin Franck á puttaferðalagi heim úr skólanum í Bremen, þegarsnyrtileg- ur, ungur maður stöðvaði bíl sinn, ók á afvikinn stað og nauðgaði henni. Karin var ekki óspjölluð og fannst pilturinn aðlaðandi. Hann meiddi hana ekkert og óvíst er að yfirvöld hefðu nokkurn tíma fengið að vita um atvikið, ef hann hefði ekki skilið Karin eftir 7 km frá næsta þorpi, allsnakta, nema í skónum. Fötunum fleygði hann smám saman út úr bílnum og henni tókst að finna þau öll og komast til þorpsins, heil á húfi en hún var bálreið og dauðhrædd, þvf umhverfið þarna er drungalegt. Þess vegna sagði hún foreldrum sínum alla söguna, en varð að viður- kenna, að hafa harla lítið barist við nauðgarann, því ekki sást á henni minnsta skráma. Enginn láði henni, því lögreglan hafði látið þau boð út ganga til ungra stúlkna, sem urðu á vegi nauðgara, að lofa þeim að fara sínum fram, til að bjarga lífinu. Dökkur bíll Karin hafði verið fleygt úr bílnum skammt frá þar sem lík Brittu fannst þremur dögum áður og Brittu hafði líka verið nauðgað. Ekki fór framhjá lögreglunni, að margt var líkt í þessum málum. Því miður var líka líkt, að ekkert benti til, hver verið hafði að verki. Við leit í mýrinni höfðu föt Brittu fundist, en ekkert sem tengdi hana við morðingjann. Bíllinn var dökkur, en Karin hafði ekki hugmynd um gerð hans eða aldur. Pilturinn hafði verið í meðal- lagi að hæð og vexti, snyrtilegur, glæsilegur og sterkur. Það eina óvenjulega við hann, var að hann var mjög stuttklipptur, sagði Karin. Tíu árum áður hefði þetta geta leitt til einhvers. Þá var sítt hár í tísku og fáir ungir Þjóðverjar létu sjá sig stuttklippta. Nú voru hins vegar breyttir tímar og margir piltar stutthærðir. Á lögreglustöðinni í Bremen ríkti kvíði og óvissa. Þessi tvö atvik voru að svo mörgu leyti lík, en þó gat það verið tilviljun. Sú von hvarf þó tæpum mánuði síðar, þann 3. des- ember, er hin tvítuga Ilse Bamment- haler fékk far með dökkum, jap- önskum bíl, sem ekið var út í Djöflamýrar, þar sem Ilse var nauðgað. Eins og Karin, fór Ilse að ráðum lögreglunnar og veitti enga mót- spyrnu, en reyndi að láta sem hún nyti reynslunnar, meðan hún lagði á minnið að allt sem hún gat í fari nauðgarans. Þetta hefði kannski tekist betur, ef Ilse hefði ekki verið óspjölluð jómfrú. Hún fann til og leiklistar- hæfileikarnir fóru fyrir lítið. Eins og Karin, var hún síðan skilin eftir nakin við veginn og fötum hennar dreift á hálfan kílómetra. Það var augljóslega gert til að koma í veg fyrir að stúlkurnar gætu farið strax til lögreglunnar, en á þessum árstíma var kalt og hreinlega hætta á að stúlkurnar dæju úr kulda. Það sem eftir var vetrar, var ekki tilkynnt um fleiri nauðganir í mýrunum. Var hann hættur? Skýringar gátu verið margar. Nauðgarinn gat hafa slasast, veikst, látist, flutt til annars landshluta eða úr landi. Kannski fannst honum líka bara of kalt til að vera úti að nauðga. Það seinasta virtist vera ástæðan, því það var ekki fyrr en versti hluti vetrarins var liðinn, í febrúar 1982, að Heike Schier, 17 ára, missti af strætisvagni og hvarf. Seinast sást til hennar reyna að sníkja sér far við veginn. Leitað var vandlega í mýrunum, en veðrið var ekki gott, rok og rigning flesta daga þar. Heike fannst ekki og talið var að morðinginn hefði fleygt líkinu annars staðar. Þó lögreglan gerði ráð fyrir að hún hefði verið myrt, héldu foreldrar hennar áfram að vona, að hún hefði stungið af í ævintýraleit. Lögreglan hafði sínar efasemdir um það. Rætt var við kunningja hennar sem sögðu að Heike hefði ekki haft áhuga á neinum sérstökum náunga og engum sem átti heima annars staðar. Hins vegar var hún lagleg og hafði ætlað á puttanum. Það nægði til að nú varsérstök nefnd lögreglumanna sett í málið. Yfir- maður hennar var Walter Drecher, sem hafði mikla reynslu frá Hamborg, mun stærri borg en Bremen. í nefndinni var einnig læknirinn, sem krufið hafði lík Brittu Schilling og skoðað bæði Karin Franck og Ilse Bammenthaler. Honum gafst raunar líka tækifæri að kryfja lík Heike Schier og úrskurða að hún hefði verið stungin 36 sinnum, líklega með sama veiðihníf og Britta. Það var vel að verki staðið hjá honum, því lík Heike fannst ekki fyrr en 43 dögum eftir hvarf hennar og fuglar og smádýr höfðu þá leikið það grátt. Það var fólk í gönguferð, sem fann líkið í Djöflamýrum. Þar sem svo langt var um liðið, kom ekki á óvart, að ekkert fannst, sem bent gæti til morðingjans. Drecher lög- regluforingi var þó viss um, að þarna hafði sami maður verið að verki og áður. En hvers vegna myrti hann sumar stúlkurnar, en aðrar ekki?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.