Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 14
14 ífc HELGIN Laugardagur 7. maí 1988 1111 ÍTÍMANSRÁS :: . lllllllltllllllllllll Atli Magnússon Magnusson KAUPVERÐ „ÖRYGGISINS“ Það er gömul saga og ávallt ný að það hefur verið hættulegt að vera til. Enginn veit í verunni hvort hann snýr heill heim til húsa að kvöldi, sem gengur út að morgni. Kannske verður ekið yfir hann og hann blátt áfram drepinn eða eitthvert annað slys hendir hann, skekkir, brýturog örkumlar. Menn uppgötva einhverja misfellu á heilsufari sínu eitthvert kvöldið eða morguninn og það kemur inn- an skamms í Ijós að endirinn er í vændum fyrir tilverknað hrað - eða seindrepandi sjúkdóms. Það þótti hnyttin fyndni hér einu sinni að hættulegasti staður sem um gæti væri rúmið manns, því þar dæju flestir. Svipað er um eignir manna. Bruna eða flóð ber að höndum, þjófur hverfur út með búslóðina og áralangur sviti hefur runnið til lítils, nema menn séu svo lánsamir að hafa tryggt sig eimitt fyrir þeirri tegund af skaða sem hendir þá. Nákvæmlega þetta er það sem menn óttast hvað mest - heilsutjón og eignamissi og fátt er það sem setur meiri svip á daglegt líf manna nú um stundir en reyna að vernda sig gegn þessu. Fyrir vikið er það orð sem einna oftast bregður fyrir í dalega lífinu, en þó sérstaklega h vers kyns auglýsingum - „öry ggi. “ Tryggingafélög, lánastofnanir, heilsuræktarstöðvar og pólitíkusar hafa löngu gert sér grein fyrir að á ótta almúgans við skakkaföll er hægt að reka blómleg þjónustu- fyrirtæki, safna upp gífulegum fjár- munum eða fleyta sér upp til hæstu metorða. Tryggingafélögin leiða mönnum fyrir sjónir að ekkert sé vísara en heimili þeirra fuðri upp í eldi og neistakófi á næsta andartaki og bíllinn hangi skakkur og skæld- ur á ljósastaur eða brúarhandriði. Lánastofnanir hóta elliárum í ör- eigð á gamlamennaheimili, þar sem bjargarlaus skör híma skæl- andi af einstæðingsskap, séu ekki hin einu arðbæru skuldabréf og gullbækur keyptar hið óðasta. Heilsuræktarstöðvarnar eru sí- reiðubúnar að kenna fólki allra handa glennur og fettur, til þess að verjast blóðtappanum, liðagigtinni og heilablóðföllunum. Pólitíkusar trana fram pólitískum félagmála- pökkum sem lausninni gegn hungr- inu og dauðanum, og heimta ekki annað en atkvæðið fyrir. í kjölfar alls þessa sigla svo smærri aðilar. Ekki verður þverfót- að fyrir reykskynjurum, þjófabjöll- um, handbókum um sjálfslækning- ar og mataræði, einkennisbúinni öryggisvörslu, kvöldvorrósarolíu, patentlæstum barnabílbeltum og yfirleitt öllu því sem hugvitssömum mönnum hefur dottið í hug að skelfingulostinn nútímamaðurinn haldi sig þurfa með í óvissri tilveru. Löggjafinn leggur sitt af mörkum og reyrir allan landslýðinn í bíl- belti, stórfé er veitt til tóbaks og annarra fíkniefnavarna. Ekki skal efast um að margur uppsker laun allrar þessarar aðgát- ar og fær firrt sig einhverjum óskunda, sem ella hefði hent hann. En svo margbrotið er lífið að eftir sem áður má hann búast við að hvenær sem er geti eitthvað það að höndum borið sem ekki einu sinni allra hugkvæmustu kaupahéðnum gat dottið í hug að bjóða vörn gegn. Eftir sem áður er það í gildi sem fyrr segir -það er stórhættulegt að vera til. Þar á meðal er einn áhættuþáttur sem efalaust á við um margan nútímamnninn, en ekki allir gera sér grein fyrir. Það er ótvíræð aukning áhættu á hjartaslagi eða heilblóðfalli vegna hlaupa og ann- ríkis við að auka öryggi sitt. Himin- háir tryggingareikningar halda vöku fyrir mörgum manninum, sem í nóg horn hefur að líta fyrir. Hlaup, símhringingar og eftir- grennslanir um heilsufar verðbréfa og tryggingabréfa á peningamark- aði sem haldinn er 40 stiga hita tekur á taugarnar. Það getur líka verið strekkjandi að finna akró- biktímanum stað í yfirfullu pró- grami dagsins og áraunin við að halda staðfestu á heilsufæðiskúrun- um er vís til að færa „systóluna" á blóðþrýstingmælinum upp um nokkur stig. Svo er það beiskt að verða vitni að hinu er þeir hirðulausu sem reykja tvo pakka fram undir áttrætt kenna sér varla nokkru sinni meins. Þeir sem aldrei tryggja og sofa sem hrútar við galopna glugga og dettur þjófur ekki í hug verða aldrei fyrir minnsta skakkafalli. Akfeitir silakeppir, sem forsóma alla hreyfingu, virðast við fyrirtaks líðan, meðan aðrir ganga úr augna- köllunum eða útvega sér hrygg- skekkju til frambúðar undir orku- bótarlóðunum. Því er best að taka allt þetta öryggistal hóflega alvarlega. Enn einu sinni. - lífið er áhætta og henni er skást mætt með því að lifa iífinu með blávanalegum „com- mon sens“ og njóta þess vel sem fáir hérvistardagar mannsins hafa upp á að bjóða. GETTU NÚ Já, við vorum á ferð um Strandir í síðustu þraut fyrir viku - og það var Tröllakambur við Hornvík, sem var á myndinni. En nú birtum við mynd af stað, af byggingu sem margir þekkja og best þeir sem eiga þaðan Ijúfar minningar frá bernskuár- unum. En það er ekki svo lítill fjöldi. Hver er staður- inn? Ji. o -o c> G — £ □í £ 15. I > u w ►—< ~ZL <J3 d O Á a O C* ■ E3E3EE o cc 21 cr KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.