Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.05.1988, Blaðsíða 13
Laugardagur 7. maí 1988 HELGIN 13 myndinni og hve stófenglegir dansar- arhir tveir hefðu verið. ',,En þú heitir Nicholas að eftir- nafni, er það ekki?“ spurði hann. „Það er víst,“ sagði maðurinn. „Áttu þér bróður?" „Ojá.“ „Þú er að gera grín að mér! Ert þú þá annar „Nicholas bræðra?“ Maðurinn svaraði engu en gekk að skúffu, þar sem hann tók fram nokkrar kvikmyndaspólur og innan skamms sást á tjaldinu gömul kvikmynd. „Þetta er hann - þetta ert þú!“ Örlögin höfðu birst honum í mynd sprungins hjólbarða og komið hon- um í læri hjá einum besta dansara heims - Fayard Nicholas. (Fayard og yngri bróðir hans höfðu komið fram á Cotton Club og Appollo og á Ken Murrays Blackouts í Holly- wood. Þeir höfðu líka dansað á Broadway og urðu frægir fyrir listir sínar í sex „big band“ kvikmyndum sem þeir léku í á árunum 1936 til 1943. Það að Whitmore skyldi rekast þannig á Nicholas var líkt og að hann hefði verið gerður að fóstursyni Fred Astaire. Þetta var ótrúlegt. Nú er Whitmore 31 árs gamall og „steppar" upp sömu braut og þeir héldu Fayard og bróðir hans. Þegar hann ekki er að kenna fyrir Fayard, er hinir margfrægu Nicholas bræður eru á fyrirlestraferðum, sinnir hann störfum sínum hjá „Black Ballet Jazz“ sem listrænn stjórnandi, dans- ahöfundur og dansari. Hópurinn hefur farið víða um lönd og m.a. komið fram í Grikklandi, Ítalíu og í Hong kong. Whitmore er ágæt blanda af kennara og nemanda og í hreyfing- um er hann eins og gáskafullur krakki. Ást hans á hreyfingunni hefur orðið til þess að hann hefur spreytt sig á fleiri greinum danslistar og bætt þeim á skrá hjá sér, þar á meðal nútíma jazzdansi og nútím- aballett. Á sviðinu ber Whitmore með sér andann frá gullöld steppdansins, en aðeins fáir eru á þeirri línu nú og eru þar af kunnastir Gregory Hines og í minna mæli Ben Vereen. Þegar hann ekki er á ferðalögum með hópnum býr hann hjá móður sinni. tæki á sig ný og ný form var þarna um að ræða hefð sem ekki hafði rofnað í hundrað ár, allt frá hinum orðlagða „Honi“ Coles til Nicholas bræðra og „Boujangles“ Robinson og enn aftur til hin orðlagða Juba, sem Charles Dickens átti ekki orð til að vegsama. Margs er að minnast. Þannig má geta um ballöðuna „Frankie og Johnny“, sem enginn efar að styðjist við atvik úr raunveruleikanum. En hvaða atvik? Á árunum 1849 - 1899 gáfu sig fram minnst tíu konur sem létust vera sú ákveðna kona er skaut eiginmann sinn hinn ótrúa til bana. Kannske sögðu allar satt, því slík atvik mun geradt meðan afbrýðisem- in er á ferli meðal manna. Break dance Árin liðu og „Apollo Theatre" í New York varð það sem „Cotton Club“ og „Grand Terrace Ballroom" höfðu verið fyrir kynslóið þriðja áratugarins. Þar sló Count Baisie í gegn og svo margir stórir á eftir honum. Á árunum eftir 1960 voru þar kynntir dansar ein og „Huckle Buck“, „Mashed Potatoes" og „The Swim.“ En seint á áttunda ártugnum kom nýtt fyrirbæri til sögunnar: „break dansinn.“ Þetta var blanda af „disco“, danslist afrískra þræla í Brasilíu og nýstárlegri og stórhættu- legri akróbatik. Dansinn varð til í fátækrahverfum á austurströnd Bandaríkjanna og var túlkun í æðra veldi á viðureignum óeirðaunglinga. Meira að segja orðfæri iðkenda segir sína sögu - en orðin „rumble“ og „battle“ eru notuð í danskeppnun- um. Segja má að þesar boðið er upp í dans í „break dance“ sé við hæfi að segja, svo gripið sé til enskunnar: „You wanna fight or you wanna rock.“ Sem sagt - öll þessi saga verður túlkuð betur en nokkur orð fá gert af félögum „Black Ballet Jass“ á Listahátíð í Reykjavík og það má láta sig fara að hlakka til. Cinhell vandaðar vörur Loftpressur Margar stæröir. Afar hagstætt verö. T.d. 300 Itr. kr. 27.750. Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 Vilja konungbornir Mitterrand í stólinn? Jarðneskum leifum Charles X, eins af síðustu kóngum sem ríktu í Frakklandi fyrir um tveim öldum, verður skilað til síns heima á komandi ári, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins í Frakk- landi. Fjölskylda Charles X tók við völdum eftir fall Napóleons 1815, en í byltingunni 1830 var Charles sviptur krúnunni og gerður útlæg- ur, eftir aðeins sex ára veru í konungsstól, af frænda sínum Lou- is Philippe. Hann dó síðan sex árum síðar í klaustri í Kostanj- evica, þar sem Júgóslavía er nú og var hann grafinn í kirkjugarði klaustursins. Hugmyndin er að jarðneskar leifar konungsins verði fluttar til Frakk- lands og grafnar við hlið bræðra hans og móður. Philippe var hins vegar rekinn úr landi eftir bylting- arölduna sem gekk yfir Evrópu 1848 og dó hann í útlegð á Eng- landi. Þrátt fyrir að rúm öld sé liðin síðan síðasti konungur var við völd í Frakklandi, þá eru konungssinnar ennþá tvískiptir í afstöðu sinni til fyrrverandi konunga. Einn af þeim elstu sem teljast til afkomenda fyrri konunga hefur hvatt alla af- komendur þeirra að fylkja liði og kjósa Mitterrand til embættis for- seta í kosningunum á sunnudag, en yngra fólkið sem rekur ættir sínar til þeirra er hins vegar á öðru máli og hafa hvatningarorð hans að engu. 83.468 FERMETRAR Byggingarsamvinnufélag ungs fólks í Reykjavík, BYGGUNG, var sfofnað 1974 fil að byggja meðsem hagfelldustum kjörum íbúðir og íbúðarhús fyrir unga félagsmenn sína. Fró þeim tíma hefur BYGGUNG byggt íbúðarhús víða í Reykjavík og ó Seltjarnar- nesi. í lok þessa órs verður BYGGUNG búið að afhenda alls sjö hundruð óttatíu og ótta íbúðir. í órslok verða því samanlagðar fimmtón óra byggingaframkvœmdir BYGGUNG orðnar rétt um 83.468,89 heildarfermetrar. Við reiknum að meðaltali með u.þ.b. 2,5 íbúum ó hverja íbúð, sem þýðir að í órslok 1988 búa nólœgt um 1970 íslendingar í BYGGUNG-húsnœði, eða jafnmargir einstakl- ingar og búa í Grindavík. BYGGUNG er virkur þótttakandi í að gera búsetu í Reykjavík betri. BYGGINGARSAMVINNUFÉLAG UNGS FÓLKS Lynghólsi 3, 110 Reykjavík, sími (91)-67-33-09.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.