Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 15

Réttur - 01.06.1962, Síða 15
R E T T U R 127 pappírsgröf grasasafnsins. Minning Alexöndru Kollontay á betra skilið. Ég ætla aö reyna að gera lesandanum lifandi manngildi hennar með nokkrum svipmyndum frá 40 ára kynnum okkar. Við hittumst fyrst á alþjóðlegu þingi sósíalista í Kaupmannahöfn 1910, bæði landflótta. Alexandra var einn rússnesku fulltrúanna á þinginu en ég ungur blaðamaður. Ég hafði heyrt hennar getið. Ég vissi að hún kom frá frjálslyndri liðsforingjafjölskyldu, nálgaðist marxismann og ljyltingarsinnaða verkalýðshreyfingu þegar á unga aldri, hafði dvalið erlendis undir lok áttunda tugs nítjándu aldarinnar, kynnt sér sósíalisma í Evrópu og kynnzt forustumönnum sósíalismans í Þýzkalandi og Englandi ■—- þeim Bebel, Kautsky, Klöru Zelkin og hjónunum Webb. Hún hafði tekið þátt í byltingunni 1905 og haldið hvatningaræður í Pétursborg og naut hylli verkamanna og kvenna. Þegar afturhaldið hóf sókn 1908 varð hún að flýja land. Erlendis hélt hún áfram byltingarstarfsemi sinni og kom sér vel að hún talaði jöfnum höndum þýzku, ensku og frönsku. Að tilhlutan þýzkra sósíaldemokrata fór hún um vesturhluta Þýzkalands og flutti fyrirlestra um rússnesku bvltinguna, fór síðan í hoði sósíalista og margra félagssamtaka til Frakklands, Englands, Belgíu, Hollands, Balkanlandanna og Skandinavíu, boðaði sósíalisma af miklum hita, var málsvari rússnesku byltingarinnar og réttinda kvenna. Allt þetta vissi ég. En það var annað sem ég hafði ekki hugmynd um og kynntist fyrst í Kaupmannahöfn, það voru liinir einstæðu persónulegu töfrar hennar. Hún var þá 38 ára og í útliti sem ung stúlka. falleg, gáfuð, dugleg og full af æskugleði. Hún heillaði marga. Hún hélt enga ræðu á sjálfu þinginu, en lét þeim mun meira að sér kveða í viðræðum. Að þingi loknu liöfðu dönsku sósíaldemokratarnir boð fyrir er- lenda félaga í ráðhúsi horgarinnar. Um þúsund manns sátu boðið. í sal skammt frá aðalinngangi ráðhússins mátti segja að væri óslitinn fundur. f miðjum sal var sett upp ræðupúlt, í kringum það var stanzlaus ys og þys. Fólk kom og fór en nokkur hundruð hlust- uðu á þann sem talaði hverju sinni. Allt í einu gekk Kollontay snögglega og léttilega í ræðustólinn. Allir viðstaddir hlustuðu. Ræð- an var stutt, á að gizka fimm mínútur. Hún lét í Ijós ánægju sína

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.