Réttur


Réttur - 01.06.1962, Page 27

Réttur - 01.06.1962, Page 27
ÞORSTEINN VALDIMARSSON Hattstrympuvísur Þeir mættust í Víxlarasundi, vindurinn og skrattinn. — Húh, sagði vindurinn, heilsaðu kurteislega og taktu’ ofan hattinn. Bah, sagði skrattinn, þú belgir þig, Kári, og sproksetur höfðingja. — Húh, sagði vindurinn, ég þekki þig, Fjári! Og hlæjandi þreif hann í hattinn og svipti, — en skrattinn er handfastur og liafði nú gripið um börðin og kippti. Og hattbeyglan teygðist upp í hástromp. — En skrattinn er handgenginn tízkunni. — Síðan skartar allt stórmenni með sótpípuhattinn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.