Réttur


Réttur - 01.06.1962, Qupperneq 58

Réttur - 01.06.1962, Qupperneq 58
170 II E T T U R eftir föngum, fá þeim ný verkefni. Þær eru nú aðeins ráðgefandi samkunda, en vera má að í framtíðinni verði ákvarðanir þeirra gerðar bindandi fyrir stjórnir fyrirtækjanna. Þá er og til umræðu að fela verkalýðsfélögunum allt frumkvæðið í sambandi við samningu launalaga, breytingu á launalöggjöfinni, en slíkt skref mundi vera rökrétt afleiðing af þeirri þróun sem hefur þegar orðið. Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin muni smám saman leysa ríkisstofnanir algerlega af hólmi sem fara með heilbrigðismál. Svo er það auðvitað stöðugt á dagskrá að hafa eftirlit með því að áætlunum um lífskjarabætur sé framfylgt. Senn munu verkalýðs- félögin hefja undirbúning að nýrri styttingu vinnutímans — ofan í 35 stundir. Síðar verður tekið fyrir eitt þeirra mála, sem áður var getið: ókeypis máltíðir á vinnustöðum. * Ég hef reynt að gera nokkra grein fyrir verkalýðsfélögum í Sovét- ríkjunum, fyrir hlutverki þeirra í þróun lífskjaranna. Ég vona að tekizt hafi að draga upp nokkurn veginn rétta heildarmynd. Allt verður ekki gleypt í einu: þegar menn til dæmis tala um þróun lífskjaranna, þá má aldrei gleyma því hve miklu máli í þeirri þróun það skiptir hvort landbúnaðinum tekst að uppfylla skyldur sínar eða ekki. Ekki liggur heldur allt jafn ljóst fyrir: ég get ekki vel gert mér grein fyrir því, hvernig sambandi og samstarfi verkalýðsfélags og stjórnar fyrirtækis er háttað í smáatriðum. Hér er líka um fræði- legt vandamál sósíalistísks þjóðfélags að ræða: hvernig hlutdeild verkamanna í stjórn sósíalistískra fyrirtækja skuli háttað. I Sovét- ríkjunum hefur vald ríkisskipaðra stjórna fyrirtækjanna verið mikið, en heldur dregið úr því á síðustu árum, sem fyrr er sagt. En auðvitað kemur margt annað til greina í sósíalistísku þjóðfélagi: hefur ekki verið stungið upp á því til dæmis, að verkalýðsfélög stjórnuðu sjálf fyrirtækjunum — en hefðu svo ákveðnar skyldur gagnvart áætlunarráði ríkisins? Slíkum spurningum verður aðeins svarað með ítarlegum samanburði á reynslu sósíalistískra landa i þessum efnum. Ég hef heldur ekki minnzt á það, að það getur kannske kostað þref og bazl að halda verkalýðsfélögunum virkum, að láta stjórnir þeirra og nefndir vinna samvizkusamlega þau störf sem þeim ber: við sjáum í blöðum skrifað um þungbæra skriffinnsku, um íviln-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.