Réttur


Réttur - 01.06.1962, Síða 79

Réttur - 01.06.1962, Síða 79
R E T T U R 191 það, að menn taki upp áætlunarbúskap: þjóðin ákveði þróunina vitandi vits’út frá heildarhagsmunum þjóðfélagsins. Það var ein- mitt þetta, sem Framsóknarflokkurinn neitaði að gera í vinstri stjórninni. — Það er sannarlega tími til kominn að Framsóknar- menn, sem vissulega vilja flestir dreifbýlinu vel, skilji að það þarf raunverulega sósíalistískar ráðstafanir til þess að ráða við atvinnu- þróunina, -—■ vera herra hennar, en ekki leiksoppur hlinds lögmáls peningavaldsins. í Tékkóslóvakíu var þetta vandamál mikið fyrir stríð: Bæheimur og Mæri voru iðnaðarhéruð, sem uxu. En Slóvakía var hláfátækt landbúnaðarland. — Nú hafa orðið alger umskipti við tilkomu sósíalismans. Samkvæmt heildaráætlunum hefur nú Slovakia með sínum miklu fossum og náttúruauðæfum verið gerð að iðnaðar- landi. Þróun sósíalismans hefur gerbreytt öllu atvinnulífi þar. Vandamál dreifbýlisins er leyst. Italía þjáist af þessu vandamáli. Norður-Ítalía hefur verið hið vaxandi iðnaðarland, en Suður-Ítalía hið bláfátæka bændaland, sem fólkið streymir hurt úr. Það átti að reyna að breyta þessu (Vanonir-áætlunin svonefnda). En það heppnast ekki á grundvelli auðvaldsskipulagsins. Fjárfestingin í Suður-Ítalíu hefur minnkað síðan 1954. Meðaltekjur íhúa í Suður-Ítalíu eru 43% af meðal- tekjum íbúa á Norður-Italíu. í Rúnieníu var þetta vandamál mikið fyrir stríð. Utlenda auð- valdið, sem öllu réði, festi fé aðeins þar sem því þótti allra gróða- vænlegast. Moldavia t.d. dróst algerlega aftur úr í allri þróuninni. — Eftir að alþýðan tók völdin gerbreyttist þetta. T. d. var nú tekið að hagnýta olíulindir Moldaviu, sem auðvaldinu þótti ekki „borga sig“. Þá var aðeins 7% af olíuframleiðslu Rúmeníu í Moldavíu. 1960 voru hins vegar unnar þar 2 milljónir smálesta, eða 18,8% af heildarframleiðslunni. Fjárfestingin í sumum héruðum Moldaviu varð á tímabilinu 1951 til 1960 tvöföld á mann miðað við heildina í landinu. Meðan aukning iðnaðarframleiðslunnar i Rúmeníu í heild var að meðaltali 13,6% á ári á tímahilinu 1951 til 1959, óx hún enn hraðar í „dreifbýlishéruðum“ Moldaviu, svo nú hefur hún þar náð því að vera 17—18%. Hvert stórfyrirtækið er reist þar á fætur öðru, en þó er síður en svo að hin séu vanrækt. Það er sósíal- isminn og áætlunarbúskapur hans, sem getur leyst vandamál dreif- hýlisins: leyst mannfólkið undan hlindum lögmálum peninga- valdsins.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.