Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 43

Réttur - 01.07.1966, Page 43
Réttur 243 brauð. Og svo varð í mestöllum þeim þriðja liluta heims, sem nú er sósíalistískur, að í þessum írumstæðu löndum, lítt þróuðum á kapitalíska vísu, varð alþýðan að taka völdin og gera sósíalistískar ráðstafanir til þess að tryggja atvinnu og brauð, en leggja um leið með fórnfrekri iðnvæðingu tæknilegan grundvöll að fullkomnu sósíalistísku framtíðarþj óðfélagi. Nú er um það barist í „þróunariöndum“ Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, þar sem hungraður helmingur mannkyns býr, hvort það þurfi sósíalisma til þess að þær rændu þjóðir sigri í baráttunni um atvinnu og brauð, — eða hvort unnt verði að skapa þar slíkt borg- aralegt þjóðfélag með byltingum gegn erlendri kúgun og innlendu landeigendaafturhaldi, að þeim kröfum verði fullnægt innan auð- valdsskipulags. Reynslan mun útkljá hvað verður, — en það er grimmúðleg kaldhæðni örlaga, að einmitt auðvald Bandaríkjanna skuli styðja allt það afturhald og lierforingjaklíkur þess, er frek- ast standa í vegi fyrir að borgaraleg lýðræðisþróun geli orðið í slíkum löndum, er máske uppfyllti þessi skilyrði, að sigur í baráttu um atvinnu og brauð ynnist innan borgaralegs þjóðfélags. Hér á Islandi vannst úrslitasigurinn í baráttu alþýðu fyrir brauði og atvinnu undir forustu Sósíalistaflokksins á árunum 1942—’46. Og hann vannst innan liins borgaralega þjóðfélags, en með sósíal- istískum úrræðum. Það var vald sósíalistískrar verkalýðshreyfing- ar, er braut gerðardómsfjötrana með skæruhernaðinum 1942 og vann sigurinn í bardaganum um liið daglega brauð. Og sú nýsköp- un atv.innulífsins 1944—’46, er lagði tæknigrundvöllinn að atvinnu- öryggi, átti upphaf sitt í sósíalistískum hugmyndaheimi. Síðan varð að heyja þrotlausa baráttu til þess að tryggja og festa þennan grundvöll. Meðan auðvaldið ræður, er hann ætíð í hættu. Alvar- legasta atlagan var gerð 1951—’52, er fésýsluflokkarnir (íliald og Framsókn) sameinaðir reyndu að undirlagi amerískra auðjöfra að skipuleggja í senn atvinnuieysi og skort, m. a. með því að svifta Islendinga frelsi til íbúðahúsabygginga. Með verkfallinu mikla 1955 og vinstri stjórninni 1956—’58 tókst að tryggja á ný fulla atvinnu um allt land og liið daglega brauð. Lífskjarabyltingin frá 1942—’46, afkomu- og atvinnuöryggið, sem þar með fékkst, hefur nú verið fest svo í sessi fyrir baráttu Sósíalistaflokksins og þeirra aðila, sem hann á hinum ýmsu skeið- um hefur unnið með, að þeim grundvelli verður héðan af vart hnekkt, nema völd burgeisastéttarinnar komist í alvarlega hættu. lslenzk alþýða léti ekki bjóða sér á ný atvinnuleysi og neyð for-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.