Réttur


Réttur - 01.07.1966, Side 47

Réttur - 01.07.1966, Side 47
Réttur 247 Það er þörf hugsjónalegrar endurfæðingar verkalýðs- og sam- vinnuhreyfingarinnar. Þessum hreyfingum fólksins er ekki nóg að vera vald, — þó það sé vissulega knýjandi í mannfélagi, sem aðeins metur völd og fé. Þær þurfa að vera siðferðilegt afl, sjálfar fyrir- mynd og boðberar betra mannfélags, það er: menningarlega og siðferðilega æðra þjóðfélags. Og það er sósíalisminn einn sem hreyfing og hugsjón, sem megnar að máttkva þær til slíks hlutverks. Þess vegna mun sá þáttur í starfi Sósíalistaflokksins að verða boð- heri sósíalismans á öllum sviðum, ekki sízt því menningarlega, vaxa mjög á næstunni. Það mætti jafnvel tala um nauðsyn á end- urvakn.ingu sósíalismans í Sósíalistaflokknum, um nýsköpun lians sem sósíalistísks flokks miðað við hve mjög flokkurinn hefur ein- beilt sér að verkefnum hagsmunabaráttunnar og þjóðfrelsisbarátt- unnar undanfarna áratugi. Það mun alveg sérstaklega reyna á fuli- komna samvinnu menntamanna og verkamanna Sósíalistaflokksins sem aflgjafa í þessum þætti sóknarlotunnar að næsta áfanga. * Það verður löng og erfið vegferð að þessum næsta áfangastað. Það var að því leyti hægra að vinna völd með áhlaupi og uppreisn, að hetjuskapur stórra augnabl.ika virðist vera fjöldanum og oft for- ingjunum líka auðveldari en hin langa, þrautseiga barátta um ára- tugi undir látlausum áhrifum hins daglega borgaralega lífs.* Hin friðsamlega þróun, sem að öllum líkindum verður héðan af leið sósíalismans í Evrópu og Norður-Ameríku, er seinfær og verður liin mesta siðferðilega og pólitíska þolraun fyr.ir flokka sósíalism- ans, — þá sem hvorki vilja gefast upp og spillast né heldur einangr- ast frá fjöldanum. En hún er í þessum hluta heims vafalítið sú eina * Stephan G. Stephansson tjáði þessa hugsun í kvæðinn um Ingersoll: „Minna reynir styrk hins sterka, stuttur dauði og þyrni-krans heldur en margra ára æfi, eydd í stríð við hjátrú lands, róg og illvild." Nordal Grieg tjáði í ýmsum vísulínum viðhótarkvæðisins um Viggo Ilan- steen sömu ltugsun, svo sem: „Kanskje det samme lijerte som kunne lta git sitt blod vil ikke tale i livet det som de falne forstod." eða: „Jorden skal ryddes for dpde, ldi rede lil salg og kjpp. (Den sl0ve tanken kan myrde sa godt som et hþsselpp)."

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.