Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 36

Réttur - 01.10.1931, Side 36
228 5-ÁRA ÁÆTLUNIN [Rjettui* 67000 með minni menntun handa Evrópuhluta Sovjet- Rússlands, auk þeirra sem mennta þarf handa Síbiríu! En þar sem öll framleiðslan hefir farið langt fram úr áætluninni og sérstaklega aukning ríkisbúanna og samyrkjubúanna, sem lauk viö cLætlvrmna á einu ári, þá hefir orðið að hraða hinni faglegu menntun enn miklu meir. í þessu sambandi má benda á hina frægu ræðu Stalins í júnímánuði í sumar, þar sem hann bend- ir á leiðirnar til þessa. Um þessa ræðu skrifaði enska stórblaðið »Evening News«, að með framkvæmd þess- arar stefnu, muni kommúnisminn slá kapitalismann rothögg! Undirtektir verkalýðsins í Sovjet-Rússlandi sanna okkur, að hún verður framkvæmd! Hin ógurlega aukning framleiðslunnar, eftirspurnar- innar eftir vísindalega menntuðum sérfræðingum og hin skipulagsbundna þróun vélamenningarinnar, krefst auðvitað hraðrar þróunar þjóðfélags- og framleiðslu- vísindanna. Til þessa skal varið 2,2 miljarða rúbla. Aldrei nokkurn tíma hafa vísindin fengið slíkan stuðn- ing frá því opinbera eins og í Sovjet-Rússlandi, og aldrei hefir þróun þeirra verið eins ör. Þess ber líka að gæta að í Sovjet-Rússlandi er vísindarannsóknin skipulögð, en í hinum kapitalistiska heimi vinna vís- indamennirnir hverjir í sínu lagi, og leyna árangrin- um sem lengst, auk þess, sem uppfinningar og upp- götvanir þeirra eru einokaðar með sérréttindum. Mik- ilvægum uppfinningum er haldið leyndum, eða keypt- ar til þess að stinga þeim undir stól, því að framleiðsl- an er orðin þar of mikil — miðað við hina sílækkandi kaupgetu almennings! Sovjet-Rússland er þvi á sviði vísindanna þegar farið að fara langt fram úr hinum fremstu kapitalistisku lönd/um. En það væri ógerningur að fá allan þennan miljóna- her faglærðra, verkfræðinga, sérfræðinga og vísinda- manna úr hópi verkamanna og bænda, ef menning og menntun allrar alþýðu þróaðist ekki að sama skapi. En

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.