Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 37

Réttur - 01.10.1931, Page 37
Rjettur] 5-ÁRA ÁÆTLUNIN 229 það hefði heldur ekki verið hægt, ef hið nýja sósíalist- iska líf alþýðunnar, samvinnan fyrir sinn eigin hag, hin bættu kjör hennar og þátttaka hennar í stjórn rík- is og framleiðslu, hefði ekki vakið hjá henni þann óslökkvandi mennhmarþorsta, sem allir, er koma til Sovjet-Rússlands, dást að. 5-ára áætlunin styður þessa sjálfsmenntunarþrá fjöldans á alla vegu. Um allt landið hafa verið byggð svonefnd lestrarhús. Samkvæmt áætluninni fjölgar þeim úr 24924 árið 1926 upp í 383000 árið 1933. Bókas- söfnunum fjölgar úr 22163 í 35000. Auk þess hafa veriðbyggð alþýðu- <xj klúbbhús bæðiísveitum og borg- um. Hin nýjustu þeirra eru risahallir með bókasöfn- um, samkomusölum, leikfimisölum, leikhúsum, bíóum, útvarpssölum o. s. frv. Tala þeirra eykst úr 11600 í 14-700. Bíó-liúsum fjölgar úr 8500 í 34700, auk 13700 skólabíóa. Tala viðtækja vex úr einni miljón í 13 milj. Byggja skal 50 risavaxnar útvarpsstöðvar. Þær verða með þeim stærstu í heimi, sumar þeirra margfalt stærri en þær stærstu erlendis! Bestu hugmynd um fróðleiksfýsn alþýðunnar og við- leitni stjórnarinnar til að fullnægja henni fæst þó við að athuga aukningu á upplögum bóka, tímarita og blaða, og efni það, sem þær fjalla um. Árið 1913 voru prentaðar alls 120 miljónir bóka, ár- ið 1928 voru þær orðnar 220 miljónir, árið 1930 500 miljónir, samkvæmt 5-ára áætluninni áttu þær að verða 690 milj. en nú hefir orðið að breyta áætluninni þann- ig, að í ár verða prentaðar 1200 miljónir bóka! Hundr- aðshluti tekniskra bóka hefir vaxið úr 14 upp í 30 1930, og hundraðshluti bóka um þjóðfélagsfræði úr 3 í 50! »Kapitalið« eftir Marx er prentað árlega í 50000 eintökum. Bækur eftir Lenin og Leninismann voru á tveim síðustu árum prentaðar í 60 milj. eint. Ræða Stalins í fyrra um samyrkjuhreyfinguna og gallana sem þá voru á henni og ákvarðanir miðstjórnar komm-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.