Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 39

Réttur - 01.10.1931, Side 39
Yijettur] 5-ÁRA ÁÆTLUNIN 231 mótspyrnu fyrir sakir deyfðar og skilningsleysis sumra. Baráttan gegn menningarleysinu er orðin nauðsynlegur þáttur í hinni sósíalistisku uppbyggingu, en öllum er enn ekki orðið þetta nógu ljóst. Auk þess spyrnir hluti hinnar fornu yfirstéttar enn á móti menningarbyltingunni, sem þannig verður þátt- ur í stéttabaráttunni. Málsvarar »gamla tímans«, prestarnir og stórbændurnir agitera gegn menningar- byltingunni, og beita jafnvel ofbeldi, brenna skóla, drepa kennara og agitatora. Prestarnir reyna með öllu móti að halda hinum trúuðu frá skólunum, alþýðuhús- um og öðrum menningarstofnunum. En allt hefir þetta verið árangurslaust. 1 stað þess að æsa lýðinn gegn stjórninni, hefir verkalýðurinn, smábændur og meðal- bændur skilið gagnbyltingareðli agitationar þeirra og snúið bakinu við þeim. Nú er jafnvel svo komið, að æ fleiri af borgurunum sjálfum sjá hve tilgangslaust það er að berja höfðinu við steininn, og að sósíalisminn veitir þeim líka tryggara, margbreyttara og gleðirík- ara líf. Þátttaka lýösins i menningarbyltingnmni. Lýðurinn sjálfur tekur geysimikinn þátt í menning- arbyltingunni og hinni sósíalistisku uppbyggingu yfir- leitt. Án þessarar þátttöku og áhuga fjöldans sjálfs hefði aldrei verið hægt að framkvæma áætlunina, hvað þá að fara fram út henni. Á sviði menningarbaráttunnar hefir alþýðan myndað hina svokölluðu menningarheri, sem þegar telur hundr- uð þúsunda »hermanna«. Þeir taka að sér að berjast gegn menningarleysinu á öllum sviðum, kenna mönn- um sjálfir að lesa og skrifa, líta eftir starfi skólanna, bæði ríkisskóla og skóla fagfélaga og samvinnufélaga og styðja þá á ýmsa vegu. í Úral tókst þannig að kenna 651000 mönnum að lesa og skrifa á einum ársfjórð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.