Réttur


Réttur - 01.10.1931, Page 61

Réttur - 01.10.1931, Page 61
Rjettur] BARÁTTA BÆNDA ERLENDIS 253 tonna í lok 5 ára áætlunarinnar 1933. Og eng'inn vafi er á að þessi áætlun verður að fullu framkvæmd löngu fyrir tímann. Með hverjum degi sem líður sjá menn betur hve mikil nauðsyn er á heimsbyltingu verkalýðs og bænda. Sá þungi, sem hinar vaxandi gróðaálögur auðvaldsins leggja á atvinnuvegina, eru að sliga þá alveg niður. Saga komandi ára mun því verða barátta um það, hvort heimsauðvaldinu á að takast að koma þeim milj- ónum atvinnulausra verkamanna, sem eru í löndum þess út á vígvöllinn í eiturgasþokuna og losna þannig við hann með hægu móti og um leið leggja undir sig fyrsta vísir að sósíalismanum, sem enn er til orðinn, verkalýðs- og bændaríkið Ráðstjórnar-Rússland, eða hvort verkalýðurinn í auðvaldsheiminum og bændur eiga að fara að dæmi stéttarbræðra sinna og systra í Rússlandi, snúa árásarstríði auðvaldsins upp í borg- arastríð og byltingu og afnema hið þrautreynda og úr- elta arðránsskipulag auðvaldsins. Barátta bænda eriendis. Irskir bændur berjast við bankana. Nálægt Dublin hafa írsku smábændurnir myndað samtök gegn bönkunum, sem arðræna þá ógurlega. Skipuðu þeir sjerstakar baráttu- og varnarnefndir tii að koma góðu skipulagi á baráttu sína. Risa-kröfugöngur bænda i Grikklandi. Tugir þúsunda bænda í Grikklandi eru ofurseldir eymd og vesöld. Landbúnaðarráðherrann fór í ferða- lag um landið til að reyna að sefa þá, en þeir tóku á

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.