Réttur


Réttur - 01.01.1971, Page 5

Réttur - 01.01.1971, Page 5
•immmim Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn, sem Halldór Laxness hefur réttilega kallað „efnabræðsluhelvítið á vatnsbakkanum". VIRÐINGARLEYSI VALDHAFA Virðingarleysi ýmissa stjórnmálamanna gagnvart náttúruverndaraðgerðum, birtist okkur m.a. í þjóðgarðshneykslinu á Þingvöll- um, þar sem úthlutað hefur verið skikum til nokkurra útvalinna innan þjóðgarðsins, í stað þess að færa hann út og koma í veg fyrir sumarbústaðafarganið á bökkum vatnsins. Þrátt fyrir náttúruverndarlögin frá 1956 hafa verið unnin mörg óhæfuverk síðustu 15 árin með fulltingi sjálfs Alþingis og ríkis- stjórnar, og ber þar hæst Kísilgúrverksmiðj- una við Mývatn og flúorspúandi álverið í Straumsvík. Tilkoma þessara mannvirkja, sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu útlend- inga, veldur í senn pólitískum þáttaskilum í atvinnusögu á Islandi, og um leið hafa skap- azt ný viðhorf í umhverfismálum okkar. VERKEFNIN SEM BÍÐA Við stöndum nú samtímis frammi fyrir margbrotnum verkefnum. Við þurfum að vinna upp það fjölmarga, sem vanrækt hefur verið í félagslegri og menningarlegri nátt- úruvernd í landinu. Þar til heyrir friðlýsing margra staða og svæða, stofnun þjóðgarða og útivistarsvæða fyrir almenning. Við þurf- um að efla alhliða vísindarannsóknir á nátt- úru lands og sjávar, ekki sízt á sviði vist- fræði, og verja til þeirra umtalsverðu fjár- magni. Við þurfum að beita okkur af alefli að hagrænni náttúruvernd með því að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu í landinu og rán- yrkju á nytjadýrum hafsins yfir öllu íslenzka landgrunninu. Og við þurfum síðast en ekki sízt að koma í veg fyrir, að Island verði vettvangur fyrir mengunariðnað, erlendan 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.