Réttur


Réttur - 01.01.1971, Síða 32

Réttur - 01.01.1971, Síða 32
í rauninni persónugervingar rikisvaldsins, — en heldur ekki meira, ekki ný, samfelld valdastétt. En sú alþýða, sem eitt sinn hefur gert byltingu og lifir og hrærist í kenningum sósíalismans, mun fyrr eða siðar setja embættismönnum sinum stólinn fyrir dyrnar. Slíkt kann að gerast og gerist með rikkjum og kippum, uppþotum og jafnvel öfgum, af því um- ræðufrelsi sé heft og flokkurinn oft orðinn of embættaður, of innlimaður í ríkisvaldið, en það gerist. Ríkisvaldi byltingarinnar verður jafnvel mis- beitt gegn þróun byltingarinnar á æðra stig eins og 1968 í Tékkóslóvakíu, en sósíalístísk alþýða mun að lokum brjóta sósialistísku lýðræði og frelsi braut.* Og þrátt fyrir misnotkun heldur ríkisvald Sovétríkjanna og annarra sósíalistiskra ríkja áfram að vera hinn voldugi mótherji imperíalismans, bak- hjallur alþýðustjórna og þjóðfrelsishreyfinga gegn imperíalismanum. 6. HJÁVERK BYLTINGARINNAR En hvað um verkalýðshreyfingu hinna háþróuðu auðvaldslanda Evrópu og Ameríku, — þessara þjóða, sem sósíalismi nútímans var upprunninn hjá? Hefur þessi verkalýður lagt sósíalismann á hyll- una, selt frumburðarrétt sinn til byltingarinnar fyrir baunadisk „velferðarríkisins"? Allar þær endurbæiur, sem knúðar hafa verið fram allt frá 1848 að Kommúnistaávarpið kom út og marxisminn hóf göngu sina, — allt frá almenn- um kosningarétti til alþýðutrygginga, svo ekki sé talað um kauphækkanir og vinnutímastyttingu — hafa verið knúaðar fram af baráttu verkalýðsins, oft með aðstoð þeirra manna, er séð hafa að skyn- samlegt var og nauðsynlegt að láta undan þessum kröfum. Hitt er ekki undarlegt að borgarastéttin elgni sér þessar umbætur, þegar hún treystist ekki lengur til að hindra þær. Hún á jafnvel til að eigna sér þá forystumenn alþýðu sem hún sjálf hefur drepið, ef henni tekst ekki að þegja nöfn þeirra í hel. „Endurbæturnar eru hjáverk byltingarinnar" reit Lenin, ávöxtur þeirrar umbyltingarbaráttu, sem * Þeim, sem vilja kynna sér ýmsar hugmyndir marxista um þetta skal m.a. bent á bókarkafla eftir Búcharin i Rétti 1965, bls. 91. verkalýðshreyfingin heyr í auðvaldsþjóðfélaginu og nær hámarki með sjálfri valdatökunni. Auðmannastéttir stóriðjulandanna hafa vel efni á því, — ekki sízt á timum hinnar öru tækni- og vísindabyltingar, — og pólitíska þörf á þvi — ekki sízt á skeiði nýlenduuppreisnanna, — að stórbæta lifskjör verkalýðs þessara stóriðjulanda. Mikill hluti þessa verkalýðs — og hér merkir orðið einnig allt faglært og allt vísindalega mennt- að starfsfólk — kemst þarmeð í þau lífskjör að tekinn er úr kúguninni sárasti broddurinn, hungur- broddurinn, sem áður gerði hugsjónina svo fagra, af því að hún var i svo skerandi mótsetningu við hungurkjörin, — kapítalisminn, sem áður var sama sem hungur og kúgun, fær á sig blekkjandi vel- ferðarslikju, ef eigi er lengra litið og dýpra skygnst. Þessi hluti verkalýðsins, (þ. e. alls launafólks) kemst í svipaða aðstöðu og borgarastéttin var í t.d. fyrir frönsku byltinguna 1789. Hún var þá orðin rík stétt, en pólitískt réttlaus og valdalaus og því þyltingarsinnuð. Þessi verkalýður er nú orðin stétt með allmikil pólitísk réttindi í þessum löndum, þol- anleg kjör og félagslegt vald, en réttlaus í atvinnu- lífinu, ofurseldur dutlungum og valdi auðhringa, sem ráða framleiðslulífinu. „Lýðræðið þrýtur við verk- smiðjudyrnar". Þjóðfélagsaðstaðan ýtir því á þenn- an verkalýð að verða bylt'.ngarsinnaður, þ.e. að vilja verða sjálfum sér ráðandi, sjálfstæður og það get- ur hann aðeins orðið með því að ná yfirráðunum yfir framleiðslutækjum, atvinnukerfinu í heild. En hin nýja aðstaða krefst meiri þroska af hverj- um einstakling launastéttarinnar heldur en forðum. Meðan baráttan stóð um hið daglega brauð, skóp hin einfalda hagsmuna- og stéttabarátta auðveldar þann þroska að skilja nauðsyn sameiginlegrar sósí- alistiskrar verkalýðsbaráttu. Nú þegar lifskjörin eru gerbreytt fyrir allan þorrann, krefst baráttan miklu meiri hugsunar. Auðhringirnir græða miklu meira á menntuðum, vellaunuðum verkamanni með full- komin tæki nýjustu visinda í höndunum, en sveit- andi landbúnaðarverkamanni i Brasilíu. En arðránið bitur hinn siðarnefnda sárt hvern dag, en hinn þarf að fara að reikna til að finna það út, hvert sá auður fer, er hann framleiðir.* * í greininni „Hungrið, gróðinn og heimseining al- þýðu" í „Rétti" 1968 eru nokkur dæmi um þetta tilfærð og þessi vandamál rædd einnig það arðrán, er auðhringirnir framkvæma með verðlagningu af- urða þriðja heimsins. 32

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.