Réttur


Réttur - 01.01.1971, Side 39

Réttur - 01.01.1971, Side 39
verulegrar óánægju, þá verður að telja óvita undir stjórn annarlegrá afla. Hitt ætti fremur að koma á óvart, hver viðbrögð íslenzkra sósíalista urðu. Þeir studdu að vísu málstað námsmanna, en hver var skýring þeirra á stefnumiðum hinna ungu uppreisnarmanna? Jú, það átti að vera „jafn- rétti til mennta". Síðan var stundum á það minnzt að Alþýðubandalagið styddi náms- menn í baráttu þeirra fyrir „jafnrétti til mennta" og vænti því stuðnings þeirra í kom- andi kosningum. „Jafnrétti til mennta" er áferðarfallegt slagorð og særir víst fáa, engir ákveðnir and- stæðingar róttækra þjóðfélagsumbyltinga sjá hindrun fyrir því að styðja flokk sem tekur undir svo sjálfstæða kröfu. En málið er ekki svo einfalt. Barátta námsmanna felur allt annað og fleira í sér en jafnrétti til mennta, og ætli sósíalistar og Alþýðubandalagið í ein- lægni að styðja róttæka námsmenn, verða þeir að gera þáð undanbragðalaust og setja fram rétta skýringu á inntaki baráttu þeirra. (Það skal tekið fram, að þessi skýring var alls ekki algild skýring Þjóðviljans og Al- þýðubandalagsmanna, á henni bar mest fyrst eftir atburðina, þegar reiði „almenningsálits- >ns" var sem mest). en hvað þá? Námsmannahreyfingin er fyrst og fremst td orðin vegna andstæðnanna milli yfirlýsts °g raunverulegs tilgangs skólanna og vegna þeirra breytinga sem eru að verða á stöðu tslenzkra náms- og menntamanna. I stað þess að vera tiltölulega fámennur hópur í efri þrepum þjóðfélagsstigans eru menntamenn flestir að verða starfandi í framleiðslunni sem serfræðingar, sem í raun og veru hafa áþekka stöðu og verkalýðurinn. Þessi stöðubreyting kemur fyrst fram í gífurlegri fjölgun í skól- um, þar sem allt kapp er lagt á effektívíser- ingu og ópersónuleg ráðskun ræður ríkjum. Þegar við bætist óháð staða nemenda utan framleiðslunnar, er ekki að furða þótt ný þjóðfélagsgagnrýni kvikni hjá þeim og þeir kenni þjóðskipulagi um meinsemdir skóla- kerfisins. Stór hluti nemendahreyfingarinnar er að vísu óviss um stöðu sína og einskorðar hagsmunabaráttu sína við kröfur um aukið fjármagn o. þ. h. Sú barátta hlýtur þó óhjá- kvæmilega að breytast í baráttu fyrir þjóð- félagsbreytingum, þar sem kröfur um bætta menntun höggva að undirstöðum þjóðfélags- ins og lenda ófrávíkjanlega í andstöðu við hagsmuni auðstéttarinnar. Róttækasti hluti nemendahreyfingarinnar hefur jaegar tekið sér fyrir hendur að afhjúpa þjóðfélagslegar rætur þess sem óánægja námsmanna beinist að. Sá hluti hefur þegar hafið andóf sitt, þó að höfuðverkefni hans sé enn sem komið er að styrkja innviði sína. Andófshreyfingin innan skólanna hefur einbeitt sér að því að afhjúpa það hlutverk sem menntun er búið í þjóðfélagi okkar. Það hlutverk teljum við tvíþætt. Annars vegar að mennta sérfræðinga, sem fullnœgi þörfnm borgarastéttarinnar. Þegar teknar eru ákvarð- anir um námsleiðir og fjölda nemenda í ákveðinni grein, er hvorki farið eftir raun- verulegum þörfum þjóðarheildar né vilja námsmanna, heldur þörfum atvinnurek- enda1). Hins vegar gegnir menntun því hlut- verki að innprenta nemendum ráðandi lífs- viðhorf og sætta þá við þjóðskipulagið. I fyrsta lagi er því haldið fram að skólar séu 1) í viðtnli við Vettvang sagði Ólafur Björnsson prófcssor og alþingismaður, að hlutverk menntunar væri: ,,Að fullnægja þörfum þjóðfélagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Þegar ég tala um þarfir þjóð- félagsins, þá er það sem í rauninni kemur til með að skipta mestu máli, ekki hinar rnunverulegu þarfir, heldur mat þcirra aðila er ákvarðanir taka í þessu efni, bæði einkaaðilar og opinberir aðilar“. 39

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.