Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 40

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 40
vantar fleira, einkum þaö sem ég vildi helst sagt hafa af okkar kynnum. Sú grein veröur þó aldrei fullskrifuö því okkar kynni í tvo áratugi eru ekki síður blandin tilfinningum sem ég kann ekki aö færa í orö. Ólafur var í fjóröa bekk, ég í þriðja bekk menntaskólans er viö kynntumst. Fyrst á leshringjum Einars Olgeirssonar klukkan hálf sex á laugardögum. Það voru unaðslegir tíniar sem ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta. Við Óli urðum síðar vinir og kunningar í félagsstarfi í Framtíðinni og Fylkingunni. Þegar ég fór vestur í brúarvinnu skrifaði hann mér bréf um pólitíkina syðra og ég svaraði honum um hæl. Þá voru enn skrifuð sendibréf, sennilega vegna þess að við urðum fyrir svo miklum áhrifum af fortíðinni þegar menn voru enn að tjá hug sinn í bréfum. Eftir að Ólaf ur fór utan til náms skiptumst við enn á nokkrum bréfum og lögðum á ráðin um póltíkina og náttúrlega bylting- una. Við fylgdumst af ákafa með því sem gerðist í heiminum, til dæmis í Víetnam um þessar mundir. Við tókum af alliug þátt í starfi til aðstoðar við þróunarlöndin og þar starfaði Ólafur mikið — var í stjórn Aðstoðar íslands við þróunarlöndin frá 1971 til 1981. Hann kynnti fyrir okkur baráttuaðferðir — pólitíska söngva og pólitískar plötur sem þóttu nánast undur og stórmerki. Það lá beint við að við legðum saman krafta okkar á'blaðinu að minnsta kosti á sumrin. Það voru oft góð sumur með löngum. björtum nóttum. Þá þurftu menn sáralítið að sofa — helst ekki neitt. Að morgni var svo haldið beint í vinnuna rétt eins og við værum að koma af hvíldarheimili. endurnærðir eftir um- ræður og gleöi kvöldsins og næturinnar. Óli var dulur og flíkaði ekki tilfinning- um sínum. Hann gat þó orðið reiður, snögglega, og átti þá erfitt með að leyna skaphita sínum. Þess minnist ég alltaf nóttina forðum þegar flokkurinn valdi sér ráðherra 1978. Þá heimtaði Lúðvík að þrír ungir menn yrðu ráðherrar; tveir þcirra höfðu aldrei setið á alþingi, einn þeirra alls ókunnugur stjórnkerfinu. Ég fór lengi undan og þegar sú lota stóð sem hæst lýsti Lúðvík því yfir að hann færi til forseta íslands og tilkynnti að Alþýðu- bandalagið væri að vísu tilbúið til þess að fara í ríkisstjórn — en það hefði enga ráðherra! Þá hló mér hugur í brjósti, því ég trúði þessu að sjálfsögðu ekki og sýndist að Lúðvík hlyti að renna af hólmi og ganga sjálfur inn í ríkisstjórnina. Svo varð þó ekki, því í þeim töluðum orðum kvaddi Ólafur sér hljóðs og kvað undar- legt að menn skyldu gefa kost á sér til þess að skipa efstu sæti flokkslistans í Reykjavík en þyrðu ekki að vera ráðherr- ar. Þá fannst að Ólafi varð skapbrátt, enda hittu orð hans í það mark sem þeim var ætlað. Eftirleikinn þekkja menn. Ólafur veiktist í nóvember 1979. Það reyndist vera æxli í höfðinu. Hann var skorinn upp og var kominn heim fyrir jól. Hann náði sér allvel og í fyrra sumar var hann orðin allfrískur. Síðla sumars 1982 kenndi hann sjúkdómsins á nýjan leik. í þetta sinn fór hann halloka í baráttunni viö sjúkdóminn sem svo leiddi til þess sem við nú stöndum frammi fyrir í dag, þegar Ólafur er lagður til hinstu hvílu. Ég hitti Ólaf síðast á fundi G-listans fyrir alþingiskosningarnar í vor. Það var einn ánægjulegasti atburður kosningabar- áttunnar þegár ég hitti þá feðga eftir fundinn í anddyri Háskólabíós. Síðar frétti ég að honum hefði hrakað og að hann væri kominn á spítala á nýjan leik. Ég leit til hans tveimur sólarhringum áður 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.