Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 28

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 28
tíð, að skilja hverskonar stolt, frelsisþrá og nýsköpunartilfinning greip þorra þeirra handverksmanna, sem þá settust að í bæjum til að iðka iðn, sem þeir oftast höfðu orðið að læra erlendis. Sérstaða húsasmiðanna er sú að þeir setja svipinn á bæinn. Vissulega má ekki gleyma hin- um, sem mynduðu oft meirihluta bæjarbú- anna, því vinnandi fólki, sem fátækt settist að í bæjunum, af því það var að flýja eymd sveitanna, — og hlutu oft í bæjunum nafnið „þurrabúðarmenn“. En látum þann þátt í myndun bæjanna ekki spilla eða eyðileggja fyrir okkur þá mynd, sem stóð fyrir sjónum handverksmann- anna og skáldanna, er þessi bylting varð á Islandi. Matthías Jochumsson kveður, einmitt um aldamótin þessaeggjan í „Aldarhvöt": „Flytjum saman, byggjum bæi; bæir skópu hverja þjóð; einangrun er auðnu-voði, etur líf og merg og blóð. Strjálbygðin er stjórnarleysi, steypir lýð á feigðarslóð. Flytjum saman, byggjum bæi, bæir skópu hverja þjóð." Og þannig heldur hann áfram eggjun- inni í þessu kvæði, sem byrjar með vís- unni: „Flýjum ekki, flýjum ekki, — flýjum ekki þetta land!" — Baráttuhitinn er auðskilinn, þegar hugsað er til Vestur- heimsferðanna, fimmtungur þjóðarinnar varð að yfirgefa land sitt. Krapotkin fursti lýsirþví í einni af bestu bókumsínum, „Samhjálp", hvernighand- verksmannastétt sú. er skapar borgirnar á 15. og 16. öld, hugsi hátt og hugur þeirra móti einmitt háa turna kirknanna frá þessum tíma. Það virðist svipað eiga sér stað með handverksmenn í húsasmíði Akureyrar um aldamótin 1900. Meðvitundin um að þeir séu aö skapa eitthvað alveg nýtt og stórfenglegt hjá þjóðinni: bœi — brýst út í stórbyggingum, til notkunar fyrir ljöld- ann, sem gnæfa í himinátt með sterkri tilfinningu um stórvirkið, sem þeir séu að vinna. Og þeir leggja fyrst og fremst allan fegurðarsmekk sinn og stolt í að vinna þetta verk þannig að það verði fagurt og hrífandi og hefji hug manna hærra. Við skulum athuga nokkrar af þessum stór- byggingum: Hótel Oddeyri, byggt 1884 og hefur verið í mikið ráðist að byggja slíkt stórhýsi til fundahalds, gistinga og gleðskapar í bæ, sem ekki telur þá 600 íbúa. Það er Ólafur Jónsson veitingamaður, sem bygg- irogAnna Tómasdóttir, ekkjahans, tekur við og stækkar húsið, er Ólafur deyr 1898. — í þessu húsi mun „leynifélagið Undir- aldanhafa haldið fundi sína og fyrsta Verkamannafélagið á Akureyri líklega verið stofnað þar 1896 eða 1897. — Þetta tígulega hús með turna, er „gnæfa til himins" er vissulega tákn um stórhug í bæ, sem að vísu vex ört („Oddeyri" hafði samt aðeins 110 íbúa 1885), en er samt 1905 aðeins með 1600 íbúa. Og í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar hefur það gegnt miklu hlut- verki: brautryðjendahlutverkinu, þó um skamman tíma væri. — Hótel Oddeyri brann 1908. Hótel Aknreyri var byggt 1902 og var Vigfús Sigfússon eigandi, venjulega kallað- ur Vigl'ús „vert". (Dönsku áhrifin voru all rík á Akureyri!) Var þar í senn hótelrekstur og stórir salir fyrir samkvæmisiíf. Ég minn- ist veglegra jólaskemmtana fyrir börn í því húsi. Hótelrekstur hætti 1916, en húsið brann 1955. — Var vissulega mikil reisn 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.