Réttur


Réttur - 01.04.1983, Side 28

Réttur - 01.04.1983, Side 28
tíð, að skilja hverskonar stolt, frelsisþrá og nýsköpunartilfinning greip þorra þeirra handverksmanna, sem þá settust að í bæjum til að iðka iðn, sem þeir oftast höfðu orðið að læra erlendis. Sérstaða húsasmiðanna er sú að þeir setja svipinn á bæinn. Vissulega má ekki gleyma hin- um, sem mynduðu oft meirihluta bæjarbú- anna, því vinnandi fólki, sem fátækt settist að í bæjunum, af því það var að flýja eymd sveitanna, — og hlutu oft í bæjunum nafnið „þurrabúðarmenn“. En látum þann þátt í myndun bæjanna ekki spilla eða eyðileggja fyrir okkur þá mynd, sem stóð fyrir sjónum handverksmann- anna og skáldanna, er þessi bylting varð á Islandi. Matthías Jochumsson kveður, einmitt um aldamótin þessaeggjan í „Aldarhvöt": „Flytjum saman, byggjum bæi; bæir skópu hverja þjóð; einangrun er auðnu-voði, etur líf og merg og blóð. Strjálbygðin er stjórnarleysi, steypir lýð á feigðarslóð. Flytjum saman, byggjum bæi, bæir skópu hverja þjóð." Og þannig heldur hann áfram eggjun- inni í þessu kvæði, sem byrjar með vís- unni: „Flýjum ekki, flýjum ekki, — flýjum ekki þetta land!" — Baráttuhitinn er auðskilinn, þegar hugsað er til Vestur- heimsferðanna, fimmtungur þjóðarinnar varð að yfirgefa land sitt. Krapotkin fursti lýsirþví í einni af bestu bókumsínum, „Samhjálp", hvernighand- verksmannastétt sú. er skapar borgirnar á 15. og 16. öld, hugsi hátt og hugur þeirra móti einmitt háa turna kirknanna frá þessum tíma. Það virðist svipað eiga sér stað með handverksmenn í húsasmíði Akureyrar um aldamótin 1900. Meðvitundin um að þeir séu aö skapa eitthvað alveg nýtt og stórfenglegt hjá þjóðinni: bœi — brýst út í stórbyggingum, til notkunar fyrir ljöld- ann, sem gnæfa í himinátt með sterkri tilfinningu um stórvirkið, sem þeir séu að vinna. Og þeir leggja fyrst og fremst allan fegurðarsmekk sinn og stolt í að vinna þetta verk þannig að það verði fagurt og hrífandi og hefji hug manna hærra. Við skulum athuga nokkrar af þessum stór- byggingum: Hótel Oddeyri, byggt 1884 og hefur verið í mikið ráðist að byggja slíkt stórhýsi til fundahalds, gistinga og gleðskapar í bæ, sem ekki telur þá 600 íbúa. Það er Ólafur Jónsson veitingamaður, sem bygg- irogAnna Tómasdóttir, ekkjahans, tekur við og stækkar húsið, er Ólafur deyr 1898. — í þessu húsi mun „leynifélagið Undir- aldanhafa haldið fundi sína og fyrsta Verkamannafélagið á Akureyri líklega verið stofnað þar 1896 eða 1897. — Þetta tígulega hús með turna, er „gnæfa til himins" er vissulega tákn um stórhug í bæ, sem að vísu vex ört („Oddeyri" hafði samt aðeins 110 íbúa 1885), en er samt 1905 aðeins með 1600 íbúa. Og í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar hefur það gegnt miklu hlut- verki: brautryðjendahlutverkinu, þó um skamman tíma væri. — Hótel Oddeyri brann 1908. Hótel Aknreyri var byggt 1902 og var Vigfús Sigfússon eigandi, venjulega kallað- ur Vigl'ús „vert". (Dönsku áhrifin voru all rík á Akureyri!) Var þar í senn hótelrekstur og stórir salir fyrir samkvæmisiíf. Ég minn- ist veglegra jólaskemmtana fyrir börn í því húsi. Hótelrekstur hætti 1916, en húsið brann 1955. — Var vissulega mikil reisn 92

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.