Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 45

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 45
III Björn Þorsteinsson reit eftirfarandi kveðju í Þjóðviljann 22. júní: Það skipast oft fljótt veður í lofti og við íslendingar höfum oft mátt reyna það. Vorið var kalt og í júní kom mikið norðanáhlaup með snjókomu á Norður- landi og hlíðar Esjunnar gránuðu. Það er eins með dauðann, hann kemur oft svo skyndilega, stundum einum um of. Samt megum við víst alltaf búast við honum, þó oftast séum við óviðbúin, jafnvel þegar við teljum okkur hvað best undirbúin. Ólafur R. Einarsson lést í Borgarspítal- anum aðfararnótt laugardagsins 11. júní sl. Hann hafði veikst skyndilega af þeim sjúkdómi sem um hríð hafði blundað í honum, og eins og norðanáhlaupið heltók þessi sjúkdómur hann svo gjörsamlega að innan stundar var hann allur. Stuttu áður er ég leit þennan ágæta vin minn í síðasta sinn, helsjúkan, fann ég ennþá og sá í augum hans speglast gamla kraftinn og löngunina til að tjá hugsanir sínar sem hann átti svo auðvelt með. En orðin vildu ekki koma og líkaminn neitaði og á örskotsstundu var hann skilinn við. ÉG leitaði lengi í ruglingslegum huga mínum að einhverju sem gæti lýst þeirri tilfinn- ingu minni að hann hefði ætlað að segja eitthvað sem máli skipti. Þá datt mér í hug kvæði Steins Steinars, Leyndarmálið, sem mér fannst vera það svar sem ég gæti sætt mig við. Þeim stutta tíma, fyrr en skip mitt fer sem flytur mig á brott í hinsta sinni, ég vildi gjarna verja í návist þinni og velta þungri byrði af hjarta mér. Við börðumst lengi dags við óvin einn, og oftast litlum sigri hrósa máttum, hann beið viðfótmál hvert íöllum áttum og andlit hans ei þekkti maður neinn. Að sigra þennan óvin eða deyja var okkur báðum tveim á herðar lagt. Og þér, sem eftir verður vil ég segja: Eitt vopn er til, eitt vopn, þó enginn þekki, og vegna þess skal leyndarmálið sagt. Nei, skip mitt býst á brott; ég getþað ekki. Ólafur Rafn Einarsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1943 sonur hjónanna Sigríðar Þorvarðardóttur og Einars Olgeirssonar fyrrv. alþingismanns. Hann var yngra barn þeirra hjóna, eldri er systir hans Sólveig. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR 1963 og fór þá til náms í Noregi. Lauk hann BA prófi frá Oslóarháskóla í sögu og fornleifafræði. Síðar cand. mag. prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1969. Samfara náminu hér heima, árin 1966-69, kenndi Ólafur við Gagnfræðaskóla Kópa- vogs síðar Víghólaskóla. Árin 1969-71 kenndi hann á Hvolsvelli, en hóf síðan kennslu við Menntaskólann við Tjörnina 1971 (síðar Sund) og var kennari þar til dánardægurs. Jafnframt var Ólafur stunda- kennari við Háskóla íslands þar sem hann kenndi verkalýðssögu. Ólafur hafði alla tíð mikinn áhuga á stjórnmálum, enda honum í blóð borin. Hann var í fyrstu miðstjórn Alþýðubanda- lagsins, síðar í framkvæmdastjórn og um 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.