Réttur


Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 42

Réttur - 01.04.1983, Blaðsíða 42
Séra Páll var víðfrægur kennimaður og sálmaskáld á sinni tíð. Kona séra Páls var Kristín Þorsteinsdóttir stúdents í Laxár- nesi í Kjós Guðmundssonar. Koma þar saman ættir Ólafs og Jóhönnu konu hans í ætt móður hennar Guðrúnar Gísladóttir frá írafelli í Kjós, er sú ætt rakin í bókinni Kjósarmenn allt til Jóns Pálssonar í Mið- dal í Kjós er uppi var frá 1480 til 1562. Jón var bróðir Alexíusar Pálssonar síðasta ábóta í Viðeyjarklaustri. Börn þeirra séra Páls og Kristínar voru auk Gísla bónda á Grund m.a. þau Snorri Pálsson, alþingis- maður og verslunarstjóri á Siglufirði og Kristín fyrsta kona Einars Baldvins al- þingismanns Guðmundssonar bónda og umboðsmanns á Hraunum í Fljótum og konu hans Helgu Guðlaugsdóttur bónda á Neðra-Ási í Hjaltadal. Einar Baldvin var bóndi á Hraunum l'rá 1863 til 1898. Fór til Noregs 1878 til að kynna sér bátasmíði, en kynnti sér um leið niður- suðu matvæla og liófu þeir Snorri mágur hans slíkan iðnað. Einar var kaupmaður í Haganesvík frá 1898 til æviloka 1910. Stundaði hann jafnframt brúar- og skipa- smiðar. Eftir hann eru margar greinar í Andvara frá þeim tíma um bátasmíðar og fleira. Þeir mágar Snorri Pálsson og Einar Baldvin voru miklir stuðningsmenn Jóns Sigurðssonar. Sólveig móðir Einars Ol- geirssonar missti föður sinn þegar hún var fjögurra ára gömul og ólst hún upp frá því hjá föðursystir sinni og Einari Baldvin á Hraunum og mat hún fóstra sinn mikils. Móðir Ólafs er Sigríður Þorvarðsdóttir prentsmiðjustjóra Þorvarðarsonar hrepp- stjóra á Kalastöðum í Hvalfjarðarstrand- arhreppi Ólafssonar smiðs á Kúludalsá í Innri Akraneshreppi, en síðar keypti hann Kalastaðatorfuna og bjó á Kalastöðum. Ólafur var tvíkvæntur, seinni kona hans, móðir Þorvarðar, var Kristín Þorvarðar- dóttir lögréttumanns á Kiðafelli í Kjós og Brautarholti á Kjalarnesi Einarssonar bónda á Kiðafelli. Ólafur var hinn mesti búhöld- ur, stundaði einnig skipasmíðar, hann var lögréttumaður hin síðustu ár Öxarárþings. Bræður Kristínar voru séra Oddur Þor- varðarson á Reynivöllum í Kjós 1744 til 1804 og Kort Þorvarðarson bóndi í Flekku- dal í sömu sveit 1760 til 1821, er þetta mikill ættbálkur í Kjósinni og koma ættir Ólafs og Jóhönnu einnig saman í móður- ætt hans. Þorvarður var mikill félagmálamaður. Hann var fyrsti formaður Hins íslenska prentarafélags og heiðursfélagi þess. Starf- aði mikið í Góðtemplarareglunni. Stofn- andi barnablaðsins Æskunnar. Bæjarfull- trúi í Reykjavík 1912-14. Var einn af stofnendum Leikfélags Reykjavíkur og fyrsti formaður þess. Fyrri kona hans, móðir Sigríðar, var Sigríður Jónsdóttir tómthúsmanns Ara- sonar í Skálholtskoti og konu hans Ingi- bjargar Sigurðardóttur. Jón Arason var bæjarfulltrúi tómthúsmanna í Reykjavík þegar tómthúsmenn kusu sér til bæjar- stjórnar. Eins og hér hefur verið lauslega drepið á átti Ólafur ættir að rekja til mikilla félagsmálamanna. Ólafur nam sagnfræði og fornleifafræði við Oslóarháskóla og lauk þaðan BA- prófi og síðar cand. mag.-prófi frá Há- skóla íslands 1969. Ólafur kenndi með námi við Víghólaskóla í Kópavogi 1966- 69. Kennari við Gagnfræðaskólann á Hvolsvelli 1969-71. Þá réðst hann kennari við Menntaskólann við Tjörnina, síðar við Sund. Auk þess var hann stundakenn- ari við Háskóla Islands. 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.