Réttur


Réttur - 01.01.1975, Síða 24

Réttur - 01.01.1975, Síða 24
JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR: BRAST ÞCR VÆRB? Brást þér ekki værðin vinur? Varð þér ekki líkt og stæði snöggvast eldheit ör í þlóði íslendings að þáðum kynjum. Hitar ekki hjartarætur harmur sár í brjósti þínu: Moldu vökva böðlar blóði bróður þíns í Guatamala. Stór var sökin: Lífs og liðinn landið sitt hann þóttist eiga, kvað sér nauð að lúta lögsögn langfingraðra sníkjukónga. Börnum sínum brauð og starfa bestan arf í veröld hugði. Slíka flónsku fjöri gjalda frjálsir menn í Guatamala. Brást þér værðin? Blóði drifin blasir við þér níðingshöndin, mútugjörn sé grey til svara, grimm og hrædd við dáð og mannslund. Flaðrir þú við fjötra þína fjöri þrælsins máttu halda, látirðu ekki brauð þitt bljúgur böðulsvaldið skipar málum. Brást þér ekki værðin vinur? Vestræn menning skipti litum, virtist máske orðinn einhver afkeimur að lýðræðinu. Andartak á öndu stóð hún, en svo rann það líka niður. Líta mátti í aðrar áttir. Allt er víst í lagi þarna. Finnst þér ekki vel að vita vopnaskjóli slíkra falin börnin, framtið þjóðar þinnar? Þorirðu að líta undan? Vita skaltu að værðarleiðin verður löngum feigs manns gata. Frelsið sjálft á brum í blóði bróður þíns í Guatamala. 24

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.