Réttur


Réttur - 01.01.1975, Page 29

Réttur - 01.01.1975, Page 29
HETJUR ALÞÝÐUNNAR í PORTUGAL Þegar alþýða Portúgals er að hrista af sér fjötra fasismans eftir 48 ára kúgun og þjáningar, er hollt um leið og fylgst er með því, sem nú er að gerast, að lita til baka og draga upp mynd af þeim skelfingum, sem ekki síst kommúnistarnir urðu að þola, og gera sér grein fyrir hvernig það stál var hert, sem nú brýtur fasismann á bak aftur og býður auðhringum byrginn. Hér fara á eftir tvær svipmyndir: önnur úr lífi konu einnar, sem þátt tók í leynibarátt- unni og fyrr var frá sagt i „Rétti“, hin úr fangelsisvist foringja Kommúnistaflokksins, Alvaro Cunhal og þriggja félaga hans. I. MARGARIDA TENGARRINHA Fyrir tíu árum birti ég grein eftir Mar- garulu Tengarrinhu (í „Rétti" 1. hefti 1965) og ritaði að henni nokkur inngangsorð. Eg sagði þar frá því að ég hefði nýlega hitt portúgalskan kommúnista, er setið hafði 20 ár í fangelsi þar. Ég sagði frá konum, er árum saman hafa dvalið í dýflissum fasismans þar fyrir kommúnistiska starfsemi, jafnvel fætt börn sín þar. Og ég kynti með nokkrum orð- um greinarhöfund, sem var ekkja portúgalska myndhöggvarans ogg kommúnistans José Dias Coelho. Hann var myrmr af leynilög- reglu Salazars 19- desember 1961 á göm í Lissabon. Bæði höfðu þau hjónin starfað á laun fyrir andspyrnuhreyfinguna í Portúgal, og að ósk forustu kommúnistaflokksins helgað sig hinu leynilegta starfi að fullu frá árinu 1953. I slíku starfi urðu þau að hverfa sjónum nán- ustu skyldmenna. Coelho sá aldrei foreldra sína afmr eftir að þetta leynistarf hófst og við elstu dóttur sína, sex ára gamla, urðu þau að skilja árið 1959- List sína gat hann ekki stundað framar, en ritaði hinsvegar bók: „Andspyrnuhreyfingin í Portúgal" og teikn- aði margar myndir er birtar voru í leyniblöð- um hreyfingarinnar. Grein Margaridu bar fyrirsögnina „Og þó að ég mcetti velja á ný — kysi ég sömu leið'' — ljóðlínur eftir franska skáldið og kommúnistann Aragon. Öll andar þessi smtta grein þeim eldmóði, er einkennir miljónir kommúnista, sem berj- ast um allan heim gegn harðstjórn og arð- ráni auðvalds og fasisma þess. Nú þegar alþýða Portúgals hefur hrist af sér hlekki fasismans og Kommúnistaflokkur landsins er orðinn einn af sterkusm stoðum hins unga lýðræðis þar, þá gladdi það mig mikið að sjá í ausmrþýsku blaði „Horisont," að Margarida Tengarrinba hefur lifað allar ofsóknirnar af og berst nú í broddi fylkingar portúgalskrar alþýðu fyrir frelsi hennar. 29

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.