Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 43

Réttur - 01.01.1975, Side 43
að hann hefur ekki aðeins ákveðið markmið fyrir stafni, heldur gerir sér líka grein fyrir þeim le ð- um, sem hugsanlegar eru til þess að ná þessu markmiði og þeirri stjórnlist, sem nauðsynlegt er að beita i þvi stéttastriði, er verður að heyja til þess að brjóta þá braut. Og í öllu sinu starfi, öllum sínum athöfnum og baráttuaðferðum tekur hann mið af lokatakmarkinu og þeirri stjórnlist, sem beita verður til þess að ná því. Það er besti mæli- kvarðinn á alvöru og einlægni sérhvers byltingar- flokks. SKILYRÐI SÓSÍALÍSKRAR BYLTINGAR Áður en hægt er að ræða um stjórnlist, er nauð- synlegt að gera sér sem gleggsta grein fyrir þeim skilyrðum, sem þurfa að koma til, svo að unnt sé að framkvæma sósialiska byltingu. I 11. tbl. Neista 1974 er yfirlýsing frá fram- kvæmdarnefnd Fylkingarinnar, þar sem segir svo: „Nauðsynlegt skilyrði valdatöku verkalýðsins eru innri kreppa auðvaldsskipulagsins sjálfs og þróuð byltingarvitund framsæknasta hluta verka- lýðsstéttarinnar ásamt mikilli ólgu meðal verka- lýðsins alls og upplausn I herbúðum auðvaldsins." I þessari stuttu, gagnorðu málsgrein er furðu mikið sagt um grundvallarskilyrði sósíalískrar bylt- ingar. Ég er því algerlega sammála, svo langt sem það nær. Við skulum nú athuga þetta dálítið nánar. Hér er um að ræða þæði hlutveruleg og hug- læg skilyrði. Við skulum fyrst lita á hin hlutveru- legu, efnahagsaðstæður og þjóðfélagsaðstæður I heild. Eða með öðrum orðum það, sem við venju- lega köllum þyltingarástand. I hinni stórmerku grein sinni um hrun II. Al- þjóðasambandsins, sem skrifuð var á aðdraganda- tímabili rússnesku byltingarinnar, ræðir Lenín ein- mitt um það, sem hann kallar hlutverulegt bylt- ingarástand. Þær breyt ngar á þjóðfélaginu, sem leiða til byltingarástands, gerast hvað sem liður vilja og óskum einstakra hópa, flokka og stétta. Án slíkra skilyrða er bylting yfirleitt ógerleg. Byltingarástand er þá fyrst og fremst fólg'ð í eftirfarandi: 1. Hin ráðandi stétt getur ekki haldið drottnun- arvaldi sínu með sama hætti og áður. Hún ratar i pólitískan vanda, sem hún fær ekki við ráðið, Brynjólfur Bjarnason flytur erindi þetta í félags- heimili stúdenta, 16. desember 1974. 43

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.