Réttur


Réttur - 01.01.1975, Side 57

Réttur - 01.01.1975, Side 57
Sigurður Guttormsson Þorbjörn Guðjónsson Á árunum um og upp úr 1920 var verka- lýðshreyfingin í Vestmannaeyjum undir for- ustu hægfara alþýðuflokksmanna. Fljótlega óx henni þó fiskur um hrygg eftir að til liðs við hana voru komnir þeir Jón Rafnsson, Isleifur Högnason og Haukur Björnsson. Var undir þeirra forustu mörg hildi háð við atvinnurekendavaldið, oft með afskiptaleysi eða jafnvel fullum fjandskap Alþýðusam- bandsins, sem þá var undir stjórn hægri manna í Alþýðuflokknum. Fyrir utan þessa skeleggu baráttumenn, sem hér voru nefndir var margur traustur liðsmaður, sem ástæða væri að minnast. I þeim heilsteypta hópi verður þó fyrst fyrir mér bóndinn á Kirkjubæ, Þorbjörn Guð- jónsson. Þorbjörn er fæddur uppi í Hvolhreppi árið 1891. Föður sinn missti hann átta ára gamall og varð því snemrna að fara sjálfur að sjá sér farborða því þá voru erfiðir tímar fyrir fátækar ekkjur að sjá fyrir stórum barnahópi. Nokkru eftir aldamót flytst þessi ungi maður svo t.'l Vestmannaeyja, sem þá voru mjög í uppgangi, og gerðist útgerðarmaður — eignaðist tíunda part í sjö smálesta vél- bát, ekki var nú útgerðin stór í sniðum —. Seinna gerðist hann formaður og eigandi að einum fimmta hluta í tæplega ellefu smá- lesta bát og smndaði á honum sjómennsku í sjö ár. En jafnframt formennskunni fékkst hann þó við búskap á hinu forna prestsetri. Sjómennskunni mun hann þó hafa hætt um 1924 og helgað sig upp frá því að mestu búskapnum, enda fer nú túnið á garði Jóns píslarvotts að færast út svo að um munar. Það trúðu því víst fáir í þá tíð, að hægt væri í Eyjum að lifa á landbúnaði einvörð- ungu, svo að líf mætti kalla. Vegna náinna kynna sinna af fátæktinni fyllti Þorbjörn snemma flokk þeirra, sem gera vildu líf hinna snauðu þolanlegra. Fyrir slíka hugsjónamenn var ekki í annað hús að venda í leit að samherjum en til hinnar róttæku vcrkalýðshreyfingar. Á vegum henn- ar var Þorbjörn víða að finna: I verkamanna- félaginu Drífanda, Sjómannafélagi Vest- mannaeyja, kaupfélaginu Drífanda og Kaup- félagi verkamanna. Þá sat hann einnig í bæjarstjórn bæði fyrir Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn svo og í ótal nefndum á þeirra vegum. Þegar kemur fram á þriðja áratug aldar- innar er það mjög farið að hamla viðgangi hins róttæka arms verkalýðshreyfingarinnar í þessari veiðistöð, að hún á sér ekkert mál- gagn. Að vísu var til prentsmiðja í bænum, en hún var í eigu íhaldsins, sem neitaði öllum öðrum um prentun en traustustu fylgifiskum og sýndi með því, sem oft síðar, hve djúpt, jafnvel hið borgaralega lýðræði ristir hjá þeim, sem hæst gala um ágæti þess. I þess- 57

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.