Réttur


Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1993, Blaðsíða 42
stjórnarskrárinnar með þeim fyrirvara að þeir eftir sem áður sjeu bundnir órjúfan- legum samtökum um að láta stjórnar- skrána taka gildi eigi síðar en 17. júní 1944 nk.“ Með öðrum orðum: Tillaga Gísla var samþykkt til þess að fá Alþýðuflokkinn með — en um leið lýstu Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur því yfir að þeir væru staðráðnir í að hafa afstöðu Alþýðu- flokksins að engu. Og Alþýðuflokkurinn lét sér það nægja. Þessir fyrirvarar urðu svo skýrir í nefndaráliti sameiginlegu nefndarinnar og niðurstaðan varð sú sem hér greinir í textanum; en samt tókst að láta stjórnar- skrána taka gildi 17. júní. Ekki verður hér fjallað um hátíðahöld- in 17. júní en Einar átti líka sæti í hátíða- nefndinni. Lýðveldi reist á lýðræði Það sem stendur upp úr í þessari um- fjöllun er hvað? Það er að vísu margt, en eitt öllu öðru fremur: Það er lýðræðið. Þegar samvinnunefndin sat að störfum var sjálfhelda í stjórnmálum og engin rík- isstjórn hafði verið mynduð. Það sat embættismannastjórn. Mér er til efs að það hefði gengið svona vel að koma saman stjórnarskránni í þingnefndunum ef ekki hefði setið slík stjórn! Þingmenn voru frjálsir og þeir réðu sjálfir málum til lykta í þingnefndinni sjálfri. Að sjálfsögðu hafa þeir greint flokkum sínum frá málum og vafalaust hafa þeir haft umboð flokkanna beint — með samþykktum flokkanna — eða óbeint — eftir túlkun á stefnu flokk- anna — til þess að ráða málum til lykta. Og auðvitað höföu flokkarnir þrír gert með sér bandalag í lýðveldisnefndinni; engu að síður virðast atkvæði hafa gengið 42 þvers og kruss í stjórnarskrárnefndinni. Æði oft er Stefán Jóhann hluti af meiri- hlutanum þó hitt sé ekki síður algengt að hann sé í minnihluta. Það kemur líka fyr- ir að hann er í einskonar gervimeirihluta þar sem allir aðilar málsins nema hann lýsa því yfir um leið og frá máli er gengið að þeir muni hafa meirihlutann að engu í verki. En hvað sem því líður: Niðurstað- an varð lýðveldi og byggð á lýðræðislegri mótun mála. Mér er til efs að þingræðið hafi nokkru sinni fyrr eða síðar blómstrað eins á Islandi og einmitt í stjórnarskrár- nefndunum veturinn 1944. Sjálfsagt þykir einhverjum sérkennilegt að þingmaður skulu tala um það sem tíöindi að þing- menn hafi verið frjálsir. En höfundur þessarar samantektar vottar það hér með að aldrei á þingferli höfundarins hefur þingræði náð þeim hæðum í þingnefndum sem komið hefur fram hér á undan í frá- sögnum af stjórnarskrárnefndinni. En fleira kom til. íslendingar voru líka ótrúlega frjálsir frá átökunum umhverfis á alþjóðavettvangi. Þó var háð biturt stríð sem kostaði miljónir manna lífið. Samt sem áöur tókst að halda þannig á málum að íslendingar þurftu ekki að taka tillit til neinna „herraþjóða“ þannig að það væri þjóðinni eða einhverjum veru- legum minnihluta hennar á móti skapi. Áður hafði tillitssemin við Dani ráðið miklu — seinna var það Bandaríkjastjórn og allt fram á þessa daga, er Evrópustór- veldið hefur tekið við og svift íslendinga því valdi að hafa einir frumkvæðisréttinn um setningu löggjafar á íslandi. Það er einnig vert aö minna á aö á sama tíma geisuðu verulega hörð stéttaátök í þjóðfélaginu. Þó má segja að með sigri verkalýðshreyfingarinnar 1942 og með sigri Sósíalistaflokksins í tvennum kosn- ingum á sama árinu liafi náðst það sem J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.